Martröð fræga fólksins 18. desember 2012 06:00 Justin Bieber Fregnir bárust í síðustu viku af hryllilegu ráðabruggi, þar sem þrír menn höfðu í hyggju að myrða kanadíska ungstirnið Justin Bieber og skera undan honum. Til allrar hamingju komst lögreglan á snoðir um glæpinn fyrirhugaða og handtók tvo þeirra, en sá þriðji, Dana Martin, hafði skipulagt morðið handan veggja fangelsis. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem veikir menn eða konur reyna að ráða fólki í skemmtanabransanum bana, og því miður hefur sumum meira að segja tekist ætlunarverkið. Frægast er líklegast morðið á John Lennon, en hann var skotinn til bana fyrir utan Dakota-bygginguna í New York þann 8. desember 1980. Morðinginn, Mark David Chapman, hafði haft fyrrum Bítilinn á heilanum um nokkuð skeið, og lét til skarar skríða aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Lennon gaf honum eiginhandaráritun. Annar Bítill varð fyrir lífshættulegri árás nærri tveimur áratugum síðar, en þann 30. desember 1999 réðist óður hnífamaður á George Harrison, og stakk hann meira en 40 sinnum í höfuð og búk. Harrison var heppnari en Lennon, og lifði árásina af, en vinir hans og fjölskylda vitna um það að árásin hafi breytt honum mikið. Árásarmaðurinn, Michael Abram, var ósakhæfur vegna geðrænna vandamála, en var vistaður á geðsjúkrahúsi í eitt og hálft ár eftir árásina. Árið 1981 komst hinn 25 ára gamli John Hinckley, Jr í heimsfréttirnar þegar hann reyndi að ráða forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan, af dögum. Reagan hafði reyndar ekki starfað innan skemmtanabransans í dágóðan tíma, en Hinckley var haldinn sjúklegri þráhyggju fyrir ungstirninu Jodie Foster. Hann hafði sent henni nokkur ástarbréf en fékk ekki þau viðbrögð sem hann óskaði eftir. Hann taldi banatilræði á hendur forsetanum hans einu leið til þess að láta leikkonuna taka eftir sér. Reagan lifði tilræðið af, þrátt fyrir að hafa fengið byssukúlu í bringuna, en Hinckley var vistaður á stofnun, þar sem hann er enn. Gítarleikari þungarokkshljómsveitarinnar Pantera, „Dimebag" Darrell Abbott, var skotinn til bana þann 8. desember 2004, þar sem hann stóð uppi á sviði ásamt hljómsveit sinni Damageplan. Árásarmaðurinn, Nathan Gale, var með Darrell á heilanum, og kenndi honum um upplausn Pantera, en hann var mikill aðdáandi. Þrír aðrir týndu lífi í árásinni, að ótöldum Gale sjálfum, en hann var skotinn til bana af lögreglumanni. Tveir menn voru handteknir í fyrra, þeir Junior Bradshaw og Kevin Liverpool, grunaðir um að hafa ætlað að ræna bresku söngkonunni Joss Stone og myrða hana. Í fórum þeirra fannst líkpoki, reipi, tvö sverð, og handskrifaðar leiðbeiningar að heimili söngkonunnar. Mennirnir bíða nú dóms. Lífið Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Mickey Rourke eftir hómófóbísk ummæli Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Fregnir bárust í síðustu viku af hryllilegu ráðabruggi, þar sem þrír menn höfðu í hyggju að myrða kanadíska ungstirnið Justin Bieber og skera undan honum. Til allrar hamingju komst lögreglan á snoðir um glæpinn fyrirhugaða og handtók tvo þeirra, en sá þriðji, Dana Martin, hafði skipulagt morðið handan veggja fangelsis. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem veikir menn eða konur reyna að ráða fólki í skemmtanabransanum bana, og því miður hefur sumum meira að segja tekist ætlunarverkið. Frægast er líklegast morðið á John Lennon, en hann var skotinn til bana fyrir utan Dakota-bygginguna í New York þann 8. desember 1980. Morðinginn, Mark David Chapman, hafði haft fyrrum Bítilinn á heilanum um nokkuð skeið, og lét til skarar skríða aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Lennon gaf honum eiginhandaráritun. Annar Bítill varð fyrir lífshættulegri árás nærri tveimur áratugum síðar, en þann 30. desember 1999 réðist óður hnífamaður á George Harrison, og stakk hann meira en 40 sinnum í höfuð og búk. Harrison var heppnari en Lennon, og lifði árásina af, en vinir hans og fjölskylda vitna um það að árásin hafi breytt honum mikið. Árásarmaðurinn, Michael Abram, var ósakhæfur vegna geðrænna vandamála, en var vistaður á geðsjúkrahúsi í eitt og hálft ár eftir árásina. Árið 1981 komst hinn 25 ára gamli John Hinckley, Jr í heimsfréttirnar þegar hann reyndi að ráða forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan, af dögum. Reagan hafði reyndar ekki starfað innan skemmtanabransans í dágóðan tíma, en Hinckley var haldinn sjúklegri þráhyggju fyrir ungstirninu Jodie Foster. Hann hafði sent henni nokkur ástarbréf en fékk ekki þau viðbrögð sem hann óskaði eftir. Hann taldi banatilræði á hendur forsetanum hans einu leið til þess að láta leikkonuna taka eftir sér. Reagan lifði tilræðið af, þrátt fyrir að hafa fengið byssukúlu í bringuna, en Hinckley var vistaður á stofnun, þar sem hann er enn. Gítarleikari þungarokkshljómsveitarinnar Pantera, „Dimebag" Darrell Abbott, var skotinn til bana þann 8. desember 2004, þar sem hann stóð uppi á sviði ásamt hljómsveit sinni Damageplan. Árásarmaðurinn, Nathan Gale, var með Darrell á heilanum, og kenndi honum um upplausn Pantera, en hann var mikill aðdáandi. Þrír aðrir týndu lífi í árásinni, að ótöldum Gale sjálfum, en hann var skotinn til bana af lögreglumanni. Tveir menn voru handteknir í fyrra, þeir Junior Bradshaw og Kevin Liverpool, grunaðir um að hafa ætlað að ræna bresku söngkonunni Joss Stone og myrða hana. Í fórum þeirra fannst líkpoki, reipi, tvö sverð, og handskrifaðar leiðbeiningar að heimili söngkonunnar. Mennirnir bíða nú dóms.
Lífið Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Mickey Rourke eftir hómófóbísk ummæli Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira