Hægri höndin og sú vinstri Steinunn Stefánsdóttir skrifar 13. desember 2012 06:00 Ferðamönnum á hálendi Íslands fjölgar ört, sérstaklega á sumrin en einnig á öðrum árstímum. Þorri Íslendinga þekkir að skjótt getur veður skipast í lofti þannig að aðgát verður að viðhafa í samræmi við það. Þeir þekkja líka strjálbýli landsins. Erlendir ferðamenn hafa ekki forsendur til að átta sig á þessu enda koma flestir frá þéttbýlum stöðum þar sem veður er mun stöðugra en hér. Erlendir ferðamenn geta því hæglega komist í hann krappan á ferðum sínum á íslensku hálendi. Engu að síður er það svo að öryggi ferðamanna á hálendi Íslands er að langmestu leyti undir sjálfboðaliðum komið því þótt lögreglan reyni sums staðar að sinna gæslu inni á hálendi þá hefur hún alls ekki til þess fjárhagslegt bolmagn. Í fréttaskýringu sem Olga Björt Þórðardóttir, meistaranemi í blaða- og fréttamennsku, vann undir handleiðslu Svavars Hávarðssonar blaðamanns og birtist hér í blaðinu í gær kemur fram að álagið á 200 manna hálendisvakt Landsbjargar eykst ár frá ári. Um er að ræða fjölgun útkalla sem nemur tugum prósenta og suma daga sinnir vaktin tugum útkalla. Fram kemur einnig að sjálfboðaliðar sinni sífellt fleiri verkefnum sem eru í verkahring lögreglu og það í raun án þess að hafa til þess heimild. Verkefni hálendisvaktarinnar felast annars vegar í almennri aðstoð, svo sem leiðbeiningum um leiðaval og hjálp varðandi minniháttar bilanir. Hins vegar er um að ræða útköll sem hvort sem er hefðu komið til kasta björgunarsveita að sinna. Í sumar sem leið var hálendisvaktinni sinnt af nærri 200 björgunarsveitarmönnum frá 28 björgunarsveitum. Enginn vafi er á því að tilkoma hálendisvaktarinnar eykur öryggi ferðamanna verulega. Hins vegar er umhugsunarefni hversu mikill þungi hvílir á sjálfboðaliðum varðandi öryggi ferðamanna og björgun þegar óhapp ber að höndum. Ástæðan er auðvitað sá mikli niðurskurður sem hefur verið hjá lögreglu þegar þörf hefði einmitt verið á að byggja upp og efla öryggisgæslu á hálendinu innan vébanda hennar samfara fjölgun ferðamanna. Spyrja má hvort ekki sé óábyrgt af yfirvöldum að verja miklum fjármunum til þess að laða hingað til lands aukinn fjölda ferðamanna, árið um kring, án þess að byggja samhliða upp öryggisþjónustu á þeim stöðum sem ferðamennirnir sækja. Björgunarsveitirnar vinna framúrskarandi starf á hálendisvaktinni eins og annars staðar. Spurningin er hvort ekki sé verið að leggja allt of mikið á þessa viljugu sjálfboðaliða að halda úti þessari þjónustu í sumarleyfum sínum. Hægri höndin verður að vera meðvituð um hvað sú vinstri gerir og bregðast við því. Ef markmiðið er að laða hingað stóraukinn fjölda ferðamanna, og það árið um kring, þá verður að bregðast við því með því að verja fé til þess að tryggja öryggi þessara ferðamanna með því að byggja upp öfluga hálendissveit sem skipuð er launamönnum í vinnunni. Verkefni sjálfboðaliðanna í björgunarsveitunum verða eftir sem áður ærin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun
Ferðamönnum á hálendi Íslands fjölgar ört, sérstaklega á sumrin en einnig á öðrum árstímum. Þorri Íslendinga þekkir að skjótt getur veður skipast í lofti þannig að aðgát verður að viðhafa í samræmi við það. Þeir þekkja líka strjálbýli landsins. Erlendir ferðamenn hafa ekki forsendur til að átta sig á þessu enda koma flestir frá þéttbýlum stöðum þar sem veður er mun stöðugra en hér. Erlendir ferðamenn geta því hæglega komist í hann krappan á ferðum sínum á íslensku hálendi. Engu að síður er það svo að öryggi ferðamanna á hálendi Íslands er að langmestu leyti undir sjálfboðaliðum komið því þótt lögreglan reyni sums staðar að sinna gæslu inni á hálendi þá hefur hún alls ekki til þess fjárhagslegt bolmagn. Í fréttaskýringu sem Olga Björt Þórðardóttir, meistaranemi í blaða- og fréttamennsku, vann undir handleiðslu Svavars Hávarðssonar blaðamanns og birtist hér í blaðinu í gær kemur fram að álagið á 200 manna hálendisvakt Landsbjargar eykst ár frá ári. Um er að ræða fjölgun útkalla sem nemur tugum prósenta og suma daga sinnir vaktin tugum útkalla. Fram kemur einnig að sjálfboðaliðar sinni sífellt fleiri verkefnum sem eru í verkahring lögreglu og það í raun án þess að hafa til þess heimild. Verkefni hálendisvaktarinnar felast annars vegar í almennri aðstoð, svo sem leiðbeiningum um leiðaval og hjálp varðandi minniháttar bilanir. Hins vegar er um að ræða útköll sem hvort sem er hefðu komið til kasta björgunarsveita að sinna. Í sumar sem leið var hálendisvaktinni sinnt af nærri 200 björgunarsveitarmönnum frá 28 björgunarsveitum. Enginn vafi er á því að tilkoma hálendisvaktarinnar eykur öryggi ferðamanna verulega. Hins vegar er umhugsunarefni hversu mikill þungi hvílir á sjálfboðaliðum varðandi öryggi ferðamanna og björgun þegar óhapp ber að höndum. Ástæðan er auðvitað sá mikli niðurskurður sem hefur verið hjá lögreglu þegar þörf hefði einmitt verið á að byggja upp og efla öryggisgæslu á hálendinu innan vébanda hennar samfara fjölgun ferðamanna. Spyrja má hvort ekki sé óábyrgt af yfirvöldum að verja miklum fjármunum til þess að laða hingað til lands aukinn fjölda ferðamanna, árið um kring, án þess að byggja samhliða upp öryggisþjónustu á þeim stöðum sem ferðamennirnir sækja. Björgunarsveitirnar vinna framúrskarandi starf á hálendisvaktinni eins og annars staðar. Spurningin er hvort ekki sé verið að leggja allt of mikið á þessa viljugu sjálfboðaliða að halda úti þessari þjónustu í sumarleyfum sínum. Hægri höndin verður að vera meðvituð um hvað sú vinstri gerir og bregðast við því. Ef markmiðið er að laða hingað stóraukinn fjölda ferðamanna, og það árið um kring, þá verður að bregðast við því með því að verja fé til þess að tryggja öryggi þessara ferðamanna með því að byggja upp öfluga hálendissveit sem skipuð er launamönnum í vinnunni. Verkefni sjálfboðaliðanna í björgunarsveitunum verða eftir sem áður ærin.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun