Tónlist

Jimmy Page í tónleikaferð

Rokkarinn er á leiðinni í tónleikaferð.
Rokkarinn er á leiðinni í tónleikaferð.
Jimmy Page, fyrrum gítarleikari Led Zeppelin, ætlar í sólótónleikaferð á næsta ári. Hann ætlaði að fara á þessu ári en varð að fresta því eftir að mynddiskurinn Celebration Day með endurkomutónleikum Zeppelin árið 2007 var gefinn út.

Hann sagði Led Zeppelin aldrei hafa ætlað í tónleikaferð án söngvarans Roberts Plant því það hefði „breytt karakter“ sveitarinnar. „Ég, Jason og John Paul Jones vildum byrja að spila ný lög og sjá hvernig allt saman gengi. Það voru vangaveltur hjá fólki um einhverja söngvara en ég vildi frekar sjá hvað við gætum gert sjálfir. En við fengum aldrei tækifæri til þess,“ sagði hann við Guitar World.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.