Tónlist

Tvær plötur frá ADHD

Hljómsveitin hefur gefið út tvær nýjar plötur. Mynd/Spessi.
Hljómsveitin hefur gefið út tvær nýjar plötur. Mynd/Spessi.
Hljómsveitin ADHD hefur gefið út plöturnar ADHD 3 og ADHD 4. Upptökurnar fóru fram í Logalandi í ágúst og áttu upphaflega að vera fyrir eina plötu.

Tónlistinni svipar til þess sem hljómsveitin hefur áður gert og ferðast plöturnar bæði fram og til baka í dýnamík og lagasmíðum. Fyrri plöturnar tvær hafa hlotið mikið lof hjá gagnrýnendum og tónlistarunnendum. Meðlimir ADHD eru: Magnús Trygvason Eliassen, Davíð Þór Jónsson, Ómar Guðjónsson og Óskar Guðjónsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.