Jákvæðni lengir líf og bætir líðan Teitur Guðmundsson skrifar 27. nóvember 2012 08:00 Ha? Kunna sumir að segja, á meðan aðrir eru mér hjartanlega sammála. Það eru meira að segja til rannsóknir sem sýna fram á að jákvætt og hamingjusamt fólk er líklegra til að hafa sterkara ónæmiskerfi, jafna sig hraðar á áföllum og veikindum auk þess að sjá tækifæri í því sem aðrir gætu upplifað sem vandamál sem er ótvíræður kostur og gífurlega mikilvægt. Hlátur er líklega eitt besta meðalið sem við þekkjum og því nauðsynlegt fyrir okkur að hlæja nokkrum sinnum á dag. Það lækkar blóðþrýsting og víkkar æðarnar með hjálp nituroxíðs, lækkar streituhormón eins og kortisol og leysir úr læðingi endorfín sem er náttúrulegt verkjalyf líkamans. Þá er einnig búið að sýna fram á aukna T-frumuvirkni ónæmiskerfisins og þar af leiðandi bættar varnir við smitsjúkdómum, fyrir utan þá gleði sem fylgir því að hlæja og vera í kringum fólk sem brosir og geislar af vellíðan.Takmark okkar allra Þetta getur vissulega reynst erfitt og ýmislegt sem hefur áhrif hér á, það er margt sem getur byrgt sýn, við getum kennt öðrum um ófarir og aðstæður, gengið gegn eigin sannfæringu og samvisku, þóknast öðrum og gleymt sjálfum okkur. En á endanum er það líklega takmark okkar allra að láta okkur líða vel og það eru fyrst og fremst við sjálf sem stýrum því. Á sama tíma megum við ekki gleyma náunganum, aðstæðum hans og því að láta gott af okkur leiða, svo þetta getur reynst býsna flókið. Michael Jackson, sá frábæri listamaður, söng lag sem tekur sérstaklega á þessu og gefur góða innsýn í það hversu hollt það er að meta og endurmeta sjálfan sig en ekki síst að finna þann styrk sem þarf til að breyta því sem þér líkar ekki. Lagið heitir „Man in the mirror" og textinn við lagið segir eiginlega allt sem segja þarf um það hugarástand, hugrekkið og hvatninguna sem nauðsynleg er.Máttur hugans „Líttu á sjálfan þig og gerðu breytingu!" er frábær texti og hvetjandi fyrir allar mögulegar aðstæður sem hugsast getur varðandi sjálfstraust og vellíðan ekki síður en jákvætt hugarfar. Í því felst viljinn til að þróast áfram og breyta rétt, lifa lífinu lifandi með jákvæðni að leiðarljósi. Ég hef haldið fyrirlestra undanfarið um það að njóta lífsins, fléttað saman við heilsufar og áhættuþætti þess, þar sem hafa spunnist líflegar umræður um samhengi hlutanna. Nær undantekningarlaust hafa komið upp nýir fletir, sjónarmið og hugmyndir frá áheyrendum sem sýnir hversu mikilvæg andleg og líkamleg líðan okkar er. Það er hægt að fylla margar greinar um einstaka sjúkdóma og tengingu þeirra við líðan einstaklingsins bæði sem orsök og afleiðingu. Máttur hugans er mikill og hefur það sýnt sig ítrekað í gegnum tíðina að sjálfstraust og viljastyrkur þarf ekki að vera í neinu samhengi við líkamlegt atgervi, en fari slíkt saman verður það enn áhugaverðara. Það er vitaskuld ekki til nein ein leið að settu marki, enda óraunsætt, hitt er þó ljóst að það eru ákveðin lykilatriði sem allir verða að hafa í huga. Hugsaðu um sjálfa/n þig því einungis þannig getur þú hugsað um aðra, gerðu alltaf þitt besta og vertu stolt/ur af því, sýndu þolinmæði og þrautseigju. Hugsaðu jákvætt og gefðu bros og hlýju, þú færð það margfalt til baka! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun
Ha? Kunna sumir að segja, á meðan aðrir eru mér hjartanlega sammála. Það eru meira að segja til rannsóknir sem sýna fram á að jákvætt og hamingjusamt fólk er líklegra til að hafa sterkara ónæmiskerfi, jafna sig hraðar á áföllum og veikindum auk þess að sjá tækifæri í því sem aðrir gætu upplifað sem vandamál sem er ótvíræður kostur og gífurlega mikilvægt. Hlátur er líklega eitt besta meðalið sem við þekkjum og því nauðsynlegt fyrir okkur að hlæja nokkrum sinnum á dag. Það lækkar blóðþrýsting og víkkar æðarnar með hjálp nituroxíðs, lækkar streituhormón eins og kortisol og leysir úr læðingi endorfín sem er náttúrulegt verkjalyf líkamans. Þá er einnig búið að sýna fram á aukna T-frumuvirkni ónæmiskerfisins og þar af leiðandi bættar varnir við smitsjúkdómum, fyrir utan þá gleði sem fylgir því að hlæja og vera í kringum fólk sem brosir og geislar af vellíðan.Takmark okkar allra Þetta getur vissulega reynst erfitt og ýmislegt sem hefur áhrif hér á, það er margt sem getur byrgt sýn, við getum kennt öðrum um ófarir og aðstæður, gengið gegn eigin sannfæringu og samvisku, þóknast öðrum og gleymt sjálfum okkur. En á endanum er það líklega takmark okkar allra að láta okkur líða vel og það eru fyrst og fremst við sjálf sem stýrum því. Á sama tíma megum við ekki gleyma náunganum, aðstæðum hans og því að láta gott af okkur leiða, svo þetta getur reynst býsna flókið. Michael Jackson, sá frábæri listamaður, söng lag sem tekur sérstaklega á þessu og gefur góða innsýn í það hversu hollt það er að meta og endurmeta sjálfan sig en ekki síst að finna þann styrk sem þarf til að breyta því sem þér líkar ekki. Lagið heitir „Man in the mirror" og textinn við lagið segir eiginlega allt sem segja þarf um það hugarástand, hugrekkið og hvatninguna sem nauðsynleg er.Máttur hugans „Líttu á sjálfan þig og gerðu breytingu!" er frábær texti og hvetjandi fyrir allar mögulegar aðstæður sem hugsast getur varðandi sjálfstraust og vellíðan ekki síður en jákvætt hugarfar. Í því felst viljinn til að þróast áfram og breyta rétt, lifa lífinu lifandi með jákvæðni að leiðarljósi. Ég hef haldið fyrirlestra undanfarið um það að njóta lífsins, fléttað saman við heilsufar og áhættuþætti þess, þar sem hafa spunnist líflegar umræður um samhengi hlutanna. Nær undantekningarlaust hafa komið upp nýir fletir, sjónarmið og hugmyndir frá áheyrendum sem sýnir hversu mikilvæg andleg og líkamleg líðan okkar er. Það er hægt að fylla margar greinar um einstaka sjúkdóma og tengingu þeirra við líðan einstaklingsins bæði sem orsök og afleiðingu. Máttur hugans er mikill og hefur það sýnt sig ítrekað í gegnum tíðina að sjálfstraust og viljastyrkur þarf ekki að vera í neinu samhengi við líkamlegt atgervi, en fari slíkt saman verður það enn áhugaverðara. Það er vitaskuld ekki til nein ein leið að settu marki, enda óraunsætt, hitt er þó ljóst að það eru ákveðin lykilatriði sem allir verða að hafa í huga. Hugsaðu um sjálfa/n þig því einungis þannig getur þú hugsað um aðra, gerðu alltaf þitt besta og vertu stolt/ur af því, sýndu þolinmæði og þrautseigju. Hugsaðu jákvætt og gefðu bros og hlýju, þú færð það margfalt til baka!