Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum 1. nóvember 2012 14:00 Eva Laufey Hermannsdóttir er matarbloggari. Hún hlakkar mikið til jólanna en þá borðar hún purusteik með öllu tilheyrandi. Í eftirrétt verður þessi flotta jólaterta. myndir/GVA MYNDIR/GVA Eva Laufey Hermannsdóttir háskólanemi er ástríðukokkur og matgæðingur þótt enn sé hún ung að árum. Hún heldur úti matarbloggi sem yfir þrjú þúsund manns heimsækja á degi hverjum. Eva Laufey, sem er 23 ára, er alin upp á Akranesi þar sem hún gekk í skóla. Móðir hennar, Sigurrós Allansdóttir, er matreiðslumaður en fjölskyldan hefur búið í Alta, sem er nyrst í Noregi, undanfarin ár. "Ég er mömmustelpa og sakna mömmu en ég var nýlega í heimsókn hjá henni í Noregi," segir Eva Laufey, sem segist hafa smitast ung af mataráhuga móður sinnar. "Hún hvatti mig til að elda og baka þegar ég var krakki. Ekki vantaði mig áhugann. Matur var alltaf í hávegum hafður á heimilinu og mikið lagt upp úr matartímum. Á meðan við vorum að borða var iðulega rætt um hvað við ættum að hafa í matinn í næstu máltíð," segir hún glaðhlakkandi. Eva Laufey heldur úti vinsælu matarbloggi á netinu og þar má sjá ýmsar girnilegar uppskriftir og fallegar myndir af réttunum. Hún er í sambúð með Haraldi Haraldssyni sem stundar nám í viðskiptafræði, rétt eins og Eva Laufey, en foreldrar hans eru Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og Haraldur Sturlaugsson framkvæmdastjóri. Faðir Evu Laufeyjar er hinn eini sanni Hemmi Gunn. Móðir Evu Laufeyjar og systkini koma heim um jólin og þá ætlar fjölskyldan að sameinast. "Ég hlakka mikið til að fá þau heim og við munum borða saman um jólin. Ég er ekki mikið fyrir reyktan mat, hamborgarhrygg og hangikjöt sem öðrum í fjölskyldunni líkar vel. Í staðinn hefur mér verið boðið upp á purusteik sem mér finnst mjög góð. Ég hef yfirleitt fengið að ráða hvað ég fæ að borða á jólunum, ein jólin fékk ég til dæmis kjúkling en önnur lambahrygg. Uppáhaldið mitt er jólasúpa mömmu sem hún gerir úr rósakáli. Hún er sérlega ljúffeng og ég get alveg borðað mig sadda af henni. Ég er sömuleiðis mikið fyrir eftirrétti og bakaði pavlovu sem ég ætla að gefa uppskrift að. Eva Laufey segist vera mest fyrir ítalskan mat en unnustinn sé frekar matvandur og vilji helst borða gamaldags mömmumat. "Ég er minna fyrir það að elda slíkan mat en ég hef mikla ánægju af að baka og geri mikið af því," segir Eva Laufey, sem skrifar fyrir Gestgjafann í frístundum. "Mér líður best í eldhúsinu og finn mig vel við eldamennskuna. Mér finnst til dæmis skemmtilegt að prófa mig áfram með nýjar útfærslur úr íslensku hráefni," segir Eva Laufey sem gefur lesendum hér uppskriftir sem henta vel á jólum en hún segist vera mikið jólabarn og skreyta gjarnan mikið fyrir jólin.Jólapurusteikin"Ég er ein á heimilinu sem fæ purusteik á aðfangadag, á meðan aðrir gæða sér á hamborgarhrygg nýt ég þess að borða mína purusteik. Það er einungis einu sinni á ári sem ég er með sérþarfir hvað varðar mat og það er á jólunum. Mér finnst best að borða purusteikina með einfaldri sósu, góðum kartöflum og grænmeti."Svínasíða ca. 2, 5 kgNegulnaglarLárviðarlaufSaltÞað er byrjað á því að skera í svínasíðuna og hún söltuð með grófu salti, helst Maldon-sjávarsalti. Negulnaglar og lárviðarlauf eru því næst sett í sárin. Setjið vel af vatni í ofnpott og setjið steikina ofan í pottinn. Purusteikin er soðin í ofnpotti, lárviðarlauf og negulnaglar eru settir í soðið. Hitið ofninn í 200°C og steikin sett inn í ofn í 45-50 mínútur. Því næst er kjötið tekið upp úr soðinu, sigtið soðið svo þið losnið við negulnagla og lárviðarlauf. Leyfið kjötinu að standa á meðan að ofninn hitnar upp í 240°C. Kjötið er að lokum sett inn í ofn í 25-30 mínútur eða þar til puran er almennilega poppuð.SoðsósaÞessi sósa er af einföldustu gerð en hentar afar vel með steikinni.Smjörbolla undirbúin í potti. 40 g af smjöri brædd og hveiti bætt út í þar til orðið að mjúkum leir, soðinu svo hellt varlega saman við og hrært stöðugt. Sósan verður fallega gljáandi. Bætið svo við 50 ml af rjóma og látið suðuna koma upp, þá á sósan að vera tilbúin.Jólapavlova6 eggjahvítur300 g sykur1 ½ tsk. mataredik1 tsk. vanilluextrakt eða -droparSalt á hnífsoddiÞeytið eggjahvítur með salti, bætið sykri saman við í þremur skömmtum og þeytið vel á milli. Bætið ediki og vanilludropum saman við þegar marensinn er orðinn stífur. Teiknið hring á bökunarpappír, u.þ.b. 24 cm í þvermál, og smyrjið marens á pappírinn. Bakið marensinn við 100° C í 90 mín. Slökkvið á ofninum, opnið hurðina og látið marensinn kólna í alla vega 3 klst. í ofninum. Að mínu mati er best að geyma marensinn yfir nótt í ofninum.Rjómakrem með Daim2-3 msk. flórsykurEitt stórt Daim-súkkulaðistykkiLéttþeytið rjóma og bætið flórsykri út í á meðan þeytt er. Saxið súkkulaðistykkið ansi smátt, blandið súkkulaði varlega saman við rjómann með sleif. Setjið rjómakremið á tertuna og skreytið kökuna með alls kyns berjum og myntulaufum. Sigtið smávegis af flórsykri yfir kökuna að lokum.Eva Laufey Hermannsdóttir... Jólafréttir Mest lesið Sálmur 79 - Syngi Guði himna hjörð Jól Lax í jólaskapi Jólin Lúsíubrauð Jól Sálmur 89 - Sjá morgunstjarnan blikar blíð Jól Lax með hvítlaukskartöflumauki og engifersósu Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Rauðir og hvítir pakkar í ár Jól Syng barnahjörð Jól Gilsbakkaþula Jól Fylking engla Jól
Eva Laufey Hermannsdóttir háskólanemi er ástríðukokkur og matgæðingur þótt enn sé hún ung að árum. Hún heldur úti matarbloggi sem yfir þrjú þúsund manns heimsækja á degi hverjum. Eva Laufey, sem er 23 ára, er alin upp á Akranesi þar sem hún gekk í skóla. Móðir hennar, Sigurrós Allansdóttir, er matreiðslumaður en fjölskyldan hefur búið í Alta, sem er nyrst í Noregi, undanfarin ár. "Ég er mömmustelpa og sakna mömmu en ég var nýlega í heimsókn hjá henni í Noregi," segir Eva Laufey, sem segist hafa smitast ung af mataráhuga móður sinnar. "Hún hvatti mig til að elda og baka þegar ég var krakki. Ekki vantaði mig áhugann. Matur var alltaf í hávegum hafður á heimilinu og mikið lagt upp úr matartímum. Á meðan við vorum að borða var iðulega rætt um hvað við ættum að hafa í matinn í næstu máltíð," segir hún glaðhlakkandi. Eva Laufey heldur úti vinsælu matarbloggi á netinu og þar má sjá ýmsar girnilegar uppskriftir og fallegar myndir af réttunum. Hún er í sambúð með Haraldi Haraldssyni sem stundar nám í viðskiptafræði, rétt eins og Eva Laufey, en foreldrar hans eru Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og Haraldur Sturlaugsson framkvæmdastjóri. Faðir Evu Laufeyjar er hinn eini sanni Hemmi Gunn. Móðir Evu Laufeyjar og systkini koma heim um jólin og þá ætlar fjölskyldan að sameinast. "Ég hlakka mikið til að fá þau heim og við munum borða saman um jólin. Ég er ekki mikið fyrir reyktan mat, hamborgarhrygg og hangikjöt sem öðrum í fjölskyldunni líkar vel. Í staðinn hefur mér verið boðið upp á purusteik sem mér finnst mjög góð. Ég hef yfirleitt fengið að ráða hvað ég fæ að borða á jólunum, ein jólin fékk ég til dæmis kjúkling en önnur lambahrygg. Uppáhaldið mitt er jólasúpa mömmu sem hún gerir úr rósakáli. Hún er sérlega ljúffeng og ég get alveg borðað mig sadda af henni. Ég er sömuleiðis mikið fyrir eftirrétti og bakaði pavlovu sem ég ætla að gefa uppskrift að. Eva Laufey segist vera mest fyrir ítalskan mat en unnustinn sé frekar matvandur og vilji helst borða gamaldags mömmumat. "Ég er minna fyrir það að elda slíkan mat en ég hef mikla ánægju af að baka og geri mikið af því," segir Eva Laufey, sem skrifar fyrir Gestgjafann í frístundum. "Mér líður best í eldhúsinu og finn mig vel við eldamennskuna. Mér finnst til dæmis skemmtilegt að prófa mig áfram með nýjar útfærslur úr íslensku hráefni," segir Eva Laufey sem gefur lesendum hér uppskriftir sem henta vel á jólum en hún segist vera mikið jólabarn og skreyta gjarnan mikið fyrir jólin.Jólapurusteikin"Ég er ein á heimilinu sem fæ purusteik á aðfangadag, á meðan aðrir gæða sér á hamborgarhrygg nýt ég þess að borða mína purusteik. Það er einungis einu sinni á ári sem ég er með sérþarfir hvað varðar mat og það er á jólunum. Mér finnst best að borða purusteikina með einfaldri sósu, góðum kartöflum og grænmeti."Svínasíða ca. 2, 5 kgNegulnaglarLárviðarlaufSaltÞað er byrjað á því að skera í svínasíðuna og hún söltuð með grófu salti, helst Maldon-sjávarsalti. Negulnaglar og lárviðarlauf eru því næst sett í sárin. Setjið vel af vatni í ofnpott og setjið steikina ofan í pottinn. Purusteikin er soðin í ofnpotti, lárviðarlauf og negulnaglar eru settir í soðið. Hitið ofninn í 200°C og steikin sett inn í ofn í 45-50 mínútur. Því næst er kjötið tekið upp úr soðinu, sigtið soðið svo þið losnið við negulnagla og lárviðarlauf. Leyfið kjötinu að standa á meðan að ofninn hitnar upp í 240°C. Kjötið er að lokum sett inn í ofn í 25-30 mínútur eða þar til puran er almennilega poppuð.SoðsósaÞessi sósa er af einföldustu gerð en hentar afar vel með steikinni.Smjörbolla undirbúin í potti. 40 g af smjöri brædd og hveiti bætt út í þar til orðið að mjúkum leir, soðinu svo hellt varlega saman við og hrært stöðugt. Sósan verður fallega gljáandi. Bætið svo við 50 ml af rjóma og látið suðuna koma upp, þá á sósan að vera tilbúin.Jólapavlova6 eggjahvítur300 g sykur1 ½ tsk. mataredik1 tsk. vanilluextrakt eða -droparSalt á hnífsoddiÞeytið eggjahvítur með salti, bætið sykri saman við í þremur skömmtum og þeytið vel á milli. Bætið ediki og vanilludropum saman við þegar marensinn er orðinn stífur. Teiknið hring á bökunarpappír, u.þ.b. 24 cm í þvermál, og smyrjið marens á pappírinn. Bakið marensinn við 100° C í 90 mín. Slökkvið á ofninum, opnið hurðina og látið marensinn kólna í alla vega 3 klst. í ofninum. Að mínu mati er best að geyma marensinn yfir nótt í ofninum.Rjómakrem með Daim2-3 msk. flórsykurEitt stórt Daim-súkkulaðistykkiLéttþeytið rjóma og bætið flórsykri út í á meðan þeytt er. Saxið súkkulaðistykkið ansi smátt, blandið súkkulaði varlega saman við rjómann með sleif. Setjið rjómakremið á tertuna og skreytið kökuna með alls kyns berjum og myntulaufum. Sigtið smávegis af flórsykri yfir kökuna að lokum.Eva Laufey Hermannsdóttir...
Jólafréttir Mest lesið Sálmur 79 - Syngi Guði himna hjörð Jól Lax í jólaskapi Jólin Lúsíubrauð Jól Sálmur 89 - Sjá morgunstjarnan blikar blíð Jól Lax með hvítlaukskartöflumauki og engifersósu Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Rauðir og hvítir pakkar í ár Jól Syng barnahjörð Jól Gilsbakkaþula Jól Fylking engla Jól