Gróft og fínt í bland 2. desember 2012 12:00 Soffía er hrifin af hvítum og náttúrulegum skreytingum og notar þær á jólaborðið.Myndir/Anton MYNDIR/ANTON Soffía Dögg Garðarsdóttir skreytir jólaborðið sitt á klassískan og fallegan hátt. Jólaborðið hennar Soffíu Daggar Garðarsdóttir er fínt og gróft um leið. Hún segir hlæjandi að hún gangi fyrir gervisnjó og glimmeri enda mikið jólabarn. Soffía notar hvíta litinn mikið og sækir einnig efnivið í náttúruna og reynir að hafa skreytingarnar klassískar og hreinlegar. „Ég er mjög nýjungagjörn þegar kemur að skreytingum. Á hverjum jólum fæ ég æði fyrir einhverju ákveðnu og í ár eru það hvítu, grófu jólatrén sem ég kolféll fyrir," segir Soffía, sem heldur úti vefsíðunni Skreytumhus.is þar sem hún bloggar um alls kyns breytingar og skreytingar. Soffía notar mikið af hlutum sem hún á fyrir og finnur þeim nýtt hlutverk, eins og til dæmis glerkúplarnir og sykurkarið frá ömmu sem fá hátíðlegra hlutverk á jólaborðinu en venjulega. Andstæður heilla hana líka og hún blandar þeim mikið saman. „Á jólaborðið notaði ég bæði gull og silfur og reyni að brjótast út úr þessu hefðbundna. Einnig blanda ég saman grófu og fínu. Börkurinn og könglarnir eru grófir og svo verður alltaf eitthvert „bling" að fylgja með." - ibh Jólafréttir Mest lesið Rafræn jólakort Jólin Jóla-aspassúpa Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Óvæntir dýrgripir undir jólatrénu Jólin Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Jólavættirnir Surtla og Sighvatur á vegg Safnahússins Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Svona gerirðu graflax Jól Hér er komin Grýla Jól
Soffía Dögg Garðarsdóttir skreytir jólaborðið sitt á klassískan og fallegan hátt. Jólaborðið hennar Soffíu Daggar Garðarsdóttir er fínt og gróft um leið. Hún segir hlæjandi að hún gangi fyrir gervisnjó og glimmeri enda mikið jólabarn. Soffía notar hvíta litinn mikið og sækir einnig efnivið í náttúruna og reynir að hafa skreytingarnar klassískar og hreinlegar. „Ég er mjög nýjungagjörn þegar kemur að skreytingum. Á hverjum jólum fæ ég æði fyrir einhverju ákveðnu og í ár eru það hvítu, grófu jólatrén sem ég kolféll fyrir," segir Soffía, sem heldur úti vefsíðunni Skreytumhus.is þar sem hún bloggar um alls kyns breytingar og skreytingar. Soffía notar mikið af hlutum sem hún á fyrir og finnur þeim nýtt hlutverk, eins og til dæmis glerkúplarnir og sykurkarið frá ömmu sem fá hátíðlegra hlutverk á jólaborðinu en venjulega. Andstæður heilla hana líka og hún blandar þeim mikið saman. „Á jólaborðið notaði ég bæði gull og silfur og reyni að brjótast út úr þessu hefðbundna. Einnig blanda ég saman grófu og fínu. Börkurinn og könglarnir eru grófir og svo verður alltaf eitthvert „bling" að fylgja með." - ibh
Jólafréttir Mest lesið Rafræn jólakort Jólin Jóla-aspassúpa Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Óvæntir dýrgripir undir jólatrénu Jólin Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Jólavættirnir Surtla og Sighvatur á vegg Safnahússins Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Svona gerirðu graflax Jól Hér er komin Grýla Jól