Nú sit ég við að svara póstum 24. nóvember 2012 10:00 Skemmtilegt verkefni í óléttunni segir Erna. Fréttablaðið/Stefán "Ég lýsti kertaskreytingunum á Trendnet.is og hef fengið mikil viðbrögð, þannig nú sit ég við að svara tölvupóstum. Þetta er greinilega orðið vinsælt," segir Erna Hrund um tómstundaiðju sína um þessar mundir, sem er að skreyta kubbakerti. Spurð hvort hún sé orðin sérfræðingur í greininni svarar hún hlæjandi: "Já, ætli megi ekki segja það?" Erna Hrund er að bíða eftir nýjum einstaklingi í heiminn og kveðst hafa þurft að finna sér eitthvað að gera á meðan. "Ég verð eirðarlaus ef ég hef ekki eitthvað fyrir stafni og finnst svona kertaskreytingar skemmtilegt jólaföndur. Ég keypti því kertakubba í IKEA og fór í föndurbúð þar sem ég fékk leiðbeiningar og keypti límlakk og pappír. Svo fann ég myndir á netinu og hófst handa," lýsir hún og segir límlakkið mynda matta húð þannig að þegar kertið brenni niður lýsist myndin upp. Hún kveðst einkum velja dýramyndir á kertin og þannig tengja þau náttúrunni. Dregur dilk á eftir sérSvo virðist sem kertaskreytingaráhugi þjóðarinnar hafi dregið dilk á eftir sér. Að minnsta kosti eru öll ódýru hvítu kubbakertin af gerðinni Fenomen uppseld í bili hjá IKEA, þar sem Erna Hrund keypti sín kerti í upphafi. En hún bendir á aðrar verslanir á netsíðunni Trendnet.is. Kannski það endi með að fólk þurfi að fara að steypa kerti heima. Það var fastur liður í undirbúningi jólanna á mörgum heimilum fram eftir síðustu öld. Lífið Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
"Ég lýsti kertaskreytingunum á Trendnet.is og hef fengið mikil viðbrögð, þannig nú sit ég við að svara tölvupóstum. Þetta er greinilega orðið vinsælt," segir Erna Hrund um tómstundaiðju sína um þessar mundir, sem er að skreyta kubbakerti. Spurð hvort hún sé orðin sérfræðingur í greininni svarar hún hlæjandi: "Já, ætli megi ekki segja það?" Erna Hrund er að bíða eftir nýjum einstaklingi í heiminn og kveðst hafa þurft að finna sér eitthvað að gera á meðan. "Ég verð eirðarlaus ef ég hef ekki eitthvað fyrir stafni og finnst svona kertaskreytingar skemmtilegt jólaföndur. Ég keypti því kertakubba í IKEA og fór í föndurbúð þar sem ég fékk leiðbeiningar og keypti límlakk og pappír. Svo fann ég myndir á netinu og hófst handa," lýsir hún og segir límlakkið mynda matta húð þannig að þegar kertið brenni niður lýsist myndin upp. Hún kveðst einkum velja dýramyndir á kertin og þannig tengja þau náttúrunni. Dregur dilk á eftir sérSvo virðist sem kertaskreytingaráhugi þjóðarinnar hafi dregið dilk á eftir sér. Að minnsta kosti eru öll ódýru hvítu kubbakertin af gerðinni Fenomen uppseld í bili hjá IKEA, þar sem Erna Hrund keypti sín kerti í upphafi. En hún bendir á aðrar verslanir á netsíðunni Trendnet.is. Kannski það endi með að fólk þurfi að fara að steypa kerti heima. Það var fastur liður í undirbúningi jólanna á mörgum heimilum fram eftir síðustu öld.
Lífið Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira