Sökkti sér ekki niður í undirheimana freyr@frettabladid.is skrifar 24. nóvember 2012 06:00 við tölvuna Guðbjörg Tómasdóttir skrifar bækur sínar á gamla Macintosh-tölvu.fréttablaðið/anton „Ef höfuðið á manni er í lagi er það upplagt letistarf að sitja og skrifa," segir hin 83 ára Guðbjörg Tómasdóttir, sem hefur gefið út sína aðra skáldsögu, Morð og missætti. Sagan gerist í Reykjavík á síðari hluta tuttugustu aldar. Aðalpersónan Bista lendir í alvarlegu slysi. Hún neyðist því til að líta um öxl og meta staðreyndir lífsins. Sagan teygir anga sína inn á svið eiturlyfja og glæpa. Um söguþráðinn segir Guðbjörg: „Það má segja að hann byrji á einelti, leiðist út í eiturlyf, leiti eftir trausti, svo kemur ástin, afbrýðisemin, svikin og morðið." Útgáfan á sér fimm ára forsögu. „Ég þóttist vera búin að fá útgefanda en þá kom hrunið. Svo vildi þannig til að annar meðlimur útgáfufyrirtækisins dó," greinir hún frá. Þrjú síðastliðin haust stóð til að gefa bókina út en ekkert varð af því og ákvað Guðbjörg því að grípa í taumana. „Ég ákvað 5. október að gefa bókina bara út sjálf. Þeir tóku mér mjög vel hjá Ísafoldarprentsmiðju og það var bara drifið í þessu og bókin kom út 24. október." Guðbjörg hefur verið heimavinnandi húsmóðir í meira en sextíu ár, bæði í Hafnarfirði og annars staðar. Hún hefur alltaf haft gaman af bókum og hefur gefið út þrjár ljóðabækur. Eftir að hafa verið hvött til að skrifa skáldsögu ákvað hún að láta slag standa og kom sú fyrsta, Hinsta bónin, út fyrir sjö árum. „Þegar ég hélt því fram að rithöfundar stælu æviminningum fólks og notuðu í bækurnar sínar var skorað á mig að ég skyldi sýna að það væri hægt að skrifa sögu án þess að gera það," segir hún. „Alla mína tíð hef ég reynt að gera sjálfuþað sem þarf að leysa af hendi en ekki sækja það til annarra." Glæpir og eiturlyf koma við sögu í Morði og missætti en aðspurð segist Guðbjörg ekki hafa lagst í neina rannsóknarvinnu vegna bókarinnar. „Þetta er ekki heimildarskáldsaga. Ég rannsakaði ekki neitt af því að ég tek ekkert frá öðrum." Spurð hvort hún sé ekki orðin of gömul til að gefa út svona bók segir hún: „Auðvitað er ég alltof gömul að gefa út skáldsögu núna. Og það er mikið vandamál að þurfa að markaðssetja hana. Hún segir að skrifin séu engu að síður góð fyrir heilsuna. „Ef maður hugsar ekkert og situr bara og bíður þá koðnar heilinn niður eins og aðrir líkamspartar." Lífið Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
„Ef höfuðið á manni er í lagi er það upplagt letistarf að sitja og skrifa," segir hin 83 ára Guðbjörg Tómasdóttir, sem hefur gefið út sína aðra skáldsögu, Morð og missætti. Sagan gerist í Reykjavík á síðari hluta tuttugustu aldar. Aðalpersónan Bista lendir í alvarlegu slysi. Hún neyðist því til að líta um öxl og meta staðreyndir lífsins. Sagan teygir anga sína inn á svið eiturlyfja og glæpa. Um söguþráðinn segir Guðbjörg: „Það má segja að hann byrji á einelti, leiðist út í eiturlyf, leiti eftir trausti, svo kemur ástin, afbrýðisemin, svikin og morðið." Útgáfan á sér fimm ára forsögu. „Ég þóttist vera búin að fá útgefanda en þá kom hrunið. Svo vildi þannig til að annar meðlimur útgáfufyrirtækisins dó," greinir hún frá. Þrjú síðastliðin haust stóð til að gefa bókina út en ekkert varð af því og ákvað Guðbjörg því að grípa í taumana. „Ég ákvað 5. október að gefa bókina bara út sjálf. Þeir tóku mér mjög vel hjá Ísafoldarprentsmiðju og það var bara drifið í þessu og bókin kom út 24. október." Guðbjörg hefur verið heimavinnandi húsmóðir í meira en sextíu ár, bæði í Hafnarfirði og annars staðar. Hún hefur alltaf haft gaman af bókum og hefur gefið út þrjár ljóðabækur. Eftir að hafa verið hvött til að skrifa skáldsögu ákvað hún að láta slag standa og kom sú fyrsta, Hinsta bónin, út fyrir sjö árum. „Þegar ég hélt því fram að rithöfundar stælu æviminningum fólks og notuðu í bækurnar sínar var skorað á mig að ég skyldi sýna að það væri hægt að skrifa sögu án þess að gera það," segir hún. „Alla mína tíð hef ég reynt að gera sjálfuþað sem þarf að leysa af hendi en ekki sækja það til annarra." Glæpir og eiturlyf koma við sögu í Morði og missætti en aðspurð segist Guðbjörg ekki hafa lagst í neina rannsóknarvinnu vegna bókarinnar. „Þetta er ekki heimildarskáldsaga. Ég rannsakaði ekki neitt af því að ég tek ekkert frá öðrum." Spurð hvort hún sé ekki orðin of gömul til að gefa út svona bók segir hún: „Auðvitað er ég alltof gömul að gefa út skáldsögu núna. Og það er mikið vandamál að þurfa að markaðssetja hana. Hún segir að skrifin séu engu að síður góð fyrir heilsuna. „Ef maður hugsar ekkert og situr bara og bíður þá koðnar heilinn niður eins og aðrir líkamspartar."
Lífið Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira