Gerir útgáfusamning við Universal-risann freyr@frettabladid.is skrifar 23. nóvember 2012 06:00 sáttur Ólafur Arnalds er gríðarlega sáttur við nýja útgáfusamninginn við Universal. fréttablaðið/stefán „Ég er gríðarlega sáttur," segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds. Hann hefur gert samning við Universal og mun þessi útgáfurisi gefa út næstu plötur hans. „Þetta voru mjög langar samningaviðræður. Við erum búin að vera að semja síðan í apríl til að reyna að fá eins góðan „díl" og hægt er. Ég er með mínar sérþarfir sem listamaður og vildi ekki fórna neinu. Það gekk upp á endanum," segir Ólafur, hress með nýja samninginn. Hljómsveitin Of Monsters and Men er einnig á útgáfusamningi hjá Universal. „Þau hafa ekki farið neitt illa með Of Monsters and Men," bætir Ólafur við. Fyrsta plata hans á vegum Universal lítur dagsins ljós úti um allan heim í lok febrúar. „Hún er framhald af því sem ég er búinn að vera að gera en hún er kannski aðeins poppaðri," segir hann. Arnór Dan úr Agent Fresco syngur fjögur lög á plötunni, sem var tekin upp í Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Það var einmitt samningurinn við Universal sem gerði það að verkum að hann gat leyft sér þann munað. „Ég hef möguleika á að gera miklu stærri hluti en ég hafði áður. Ég gat eytt miklu meira í þessa plötu og þess vegna fengum við Sinfóníuna." Aðspurður segir Ólafur að samningurinn sé frábært tækifæri og opni fyrir sér nýjar dyr. Hann hefur síðastliðin fimm ár verið á mála hjá litlu bresku útgáfufyrirtæki, Erased Tapes. „Það hefur gengið rosalega vel en þetta er bara annar pakki. Að fara frá því að vera í fyrirtæki þar sem eru tveir starfsmenn yfir í fyrirtæki þar sem í hverju einasta landi eru fimm manns bara að sjá um markaðsmálin. Hjá indífyrirtækinu telst gott að selja þrjátíu þúsund plötur en hjá Universal telst það ekkert sérstaklega gott." Í tilefni af nýju plötunni heldur Ólafur útgáfutónleika í nokkrum löndum þar sem hann spilar með þarlendum sinfóníuhljómsveitum. Fyrstu tónleikarnir verða með Sinfóníuhljómsveit Lundúna í hinni virtu tónleikahöll Barbican Hall í Lundúnum. Svo verður förinni heitið til Berlínar, New York og Los Angeles. Að þessum tónleikum loknum fer Ólafur í þriggja mánaða hefðbundnari tónleikaferð í vor með eigin hljómsveit. Lífið Tónlist Tengdar fréttir Vildi ekki semja um kvikmyndatónlist Samningurinn við Universal felur ekki sér kvikmyndatónlist af neinu tagi. Ólafur hefur undanfarið látið að sér kveða sem kvikmyndatónskáld samhliða píanóskotinni sólótónlist sinni. 23. nóvember 2012 00:01 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég er gríðarlega sáttur," segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds. Hann hefur gert samning við Universal og mun þessi útgáfurisi gefa út næstu plötur hans. „Þetta voru mjög langar samningaviðræður. Við erum búin að vera að semja síðan í apríl til að reyna að fá eins góðan „díl" og hægt er. Ég er með mínar sérþarfir sem listamaður og vildi ekki fórna neinu. Það gekk upp á endanum," segir Ólafur, hress með nýja samninginn. Hljómsveitin Of Monsters and Men er einnig á útgáfusamningi hjá Universal. „Þau hafa ekki farið neitt illa með Of Monsters and Men," bætir Ólafur við. Fyrsta plata hans á vegum Universal lítur dagsins ljós úti um allan heim í lok febrúar. „Hún er framhald af því sem ég er búinn að vera að gera en hún er kannski aðeins poppaðri," segir hann. Arnór Dan úr Agent Fresco syngur fjögur lög á plötunni, sem var tekin upp í Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Það var einmitt samningurinn við Universal sem gerði það að verkum að hann gat leyft sér þann munað. „Ég hef möguleika á að gera miklu stærri hluti en ég hafði áður. Ég gat eytt miklu meira í þessa plötu og þess vegna fengum við Sinfóníuna." Aðspurður segir Ólafur að samningurinn sé frábært tækifæri og opni fyrir sér nýjar dyr. Hann hefur síðastliðin fimm ár verið á mála hjá litlu bresku útgáfufyrirtæki, Erased Tapes. „Það hefur gengið rosalega vel en þetta er bara annar pakki. Að fara frá því að vera í fyrirtæki þar sem eru tveir starfsmenn yfir í fyrirtæki þar sem í hverju einasta landi eru fimm manns bara að sjá um markaðsmálin. Hjá indífyrirtækinu telst gott að selja þrjátíu þúsund plötur en hjá Universal telst það ekkert sérstaklega gott." Í tilefni af nýju plötunni heldur Ólafur útgáfutónleika í nokkrum löndum þar sem hann spilar með þarlendum sinfóníuhljómsveitum. Fyrstu tónleikarnir verða með Sinfóníuhljómsveit Lundúna í hinni virtu tónleikahöll Barbican Hall í Lundúnum. Svo verður förinni heitið til Berlínar, New York og Los Angeles. Að þessum tónleikum loknum fer Ólafur í þriggja mánaða hefðbundnari tónleikaferð í vor með eigin hljómsveit.
Lífið Tónlist Tengdar fréttir Vildi ekki semja um kvikmyndatónlist Samningurinn við Universal felur ekki sér kvikmyndatónlist af neinu tagi. Ólafur hefur undanfarið látið að sér kveða sem kvikmyndatónskáld samhliða píanóskotinni sólótónlist sinni. 23. nóvember 2012 00:01 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Vildi ekki semja um kvikmyndatónlist Samningurinn við Universal felur ekki sér kvikmyndatónlist af neinu tagi. Ólafur hefur undanfarið látið að sér kveða sem kvikmyndatónskáld samhliða píanóskotinni sólótónlist sinni. 23. nóvember 2012 00:01