Lífið

Ísland í tísku á Travel Channel

Bjarni Haukur Þórsson
Bjarni Haukur Þórsson
„Það var tökulið hérna í þrjár vikur í sumar. Ég eyddi með þeim hálfum degi þar sem við spjölluðu um alls konar hluti tengda Íslandi. Þar að auki mættu þeir á leiksýninguna mína How to Become Icelandic in 60 Minutes og tóku hana alla upp. Hvort þeir noti svo eitthvað af því efni veit ég ekkert um," segir leikarinn Bjarni Haukur Þórsson um heimsókn Travel Channel hingað til lands í sumar.

Tilefni heimsóknarinnar var upptaka á Íslandsþætti Bobs Kelly í þáttaröðinni The Ethical Hedonist. Um er að ræða klukkutíma langan þátt sem er alfarið tileinkaður Íslandi og verður sýndur á Travel Channel þann 1. desember næstkomandi klukkan 18.00. Alls samanstendur þáttaröðin af fjórum þáttum, en í hinum þremur heimsækir Bob Srí Lanka, Malaví og Portúgal. Íslendingar ættu margir hverjir að geta horft á þáttinn því Travel Channel er að finna bæði í fjölvarpspakka Stöðvar 2 og Skjáheims.

Svo virðist sem Travel Channel sé með hálfgert Íslandsþema í gangi um þessar mundir og til að mynda eru þættirnir Cruising The Icelandic Fjords og Around Iceland On Inspiration báðir sýndir sama dag og Íslandsþáttur Bobs Kelly. Í þeim fyrrnefnda heimsækir Saga Sapphire landið og kíkir á næturlífið í Reykjavík eitt laugardagskvöld, en hinn er hluti af þrettán þátta röð þar sem Riaan Manser og Dan Skinstad ferðast um landið.

- trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.