Elst eða yngst í bekknum? Steinunn Stefánsdóttir skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Aldur barna í árinu hefur veruleg áhrif á gengi þeirra í skóla. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem greint var frá í frétt hér í blaðinu á mánudaginn. Meðaleinkunnir barna á prófum eru hærri eftir því sem þau eru eldri í árinu en auk þess eru börn sem fædd eru undir lok ársins helmingi líklegri til að fá ávísað lyfjum við ofvirkni og athyglisbresti en þau sem eru fædd í upphafi árs. Eftir því sem árin líða minnka áhrif aldurs í ári á námsárangur barnanna en hans gætir þó enn við tólf ára aldur. Helga Zoëga, lektor í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, sem stendur ásamt fleirum að rannsókninni segir að samband aldurs og námsárangurs haldist fram undir unglingsárin. Að mati Helgu benda niðurstöðurnar til að kröfur foreldra, kennara og heilbrigðisstarfsfólks mætti laga betur að þroska hvers barns. Rannsókn Helgu og félaga styður það sem fjöldamargir foreldrar og kennarar hafa reynt, að þau börn sem yngst eru í árganginum eru oft ekki alveg tilbúin til að hefja skólagöngu og að sama skapi geta þau sem elst eru í árgangi verið tilbúin til að hefja hana fyrr. Í íþróttahreyfingunni hefur sýnt sig að þeim sem fæddir eru fyrri hluta árs vegnar marktækt betur en hinum yngri, skila sér til dæmis mun betur í landslið. Talið er að ástæðan sé sú að þeir sem eru eldri í árinu eru flinkari í yngstu flokkunum og fá þess vegna meiri hvatningu en hinir yngri sem hætta þá frekar að æfa og skila sér ekki í elstu flokkana. Munurinn á ávísunum á lyf vegna ofvirkni og athyglisbrests sem fram kemur í niðurstöðum Helgu Zoëga er sláandi. Í þeim efnum er afar mikilvægt að byggja ákvarðanir á einstaklingsgrundvelli fremur en samanburði við hóp eins og Helga bendir á. Ragnar Þorsteinsson, sviðstjóri á Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, tekur undir að mögulegt sé að í skólanum sé í of miklum mæli horft á hópinn fremur en einstaklinginn. Hann segir ekki loku fyrir það skotið að tilraun verði gerð með að taka nemendur inn í skólana á mismunandi tímum eftir því hvenær þeir eru fæddir. Hann bendir sérstaklega á þá tvo skóla í borginni þar sem leik- og grunnskóli eru samþættir enda sé hugsunin þar að skil milli leikskóla og grunnskóla verði samfelldari en tíðkast hefur. Aldursmuni nemenda hefur vissulega verið gefinn gaumur í skólastarfi. Það að námsárangurinn jafnist smám saman fram undir unglingsárin segir vitanlega að komið sé til móts við þennan þroskamun í skólum. Rannsókn Helgu, og raunar fleiri rannsóknir, benda þó til að þessum þætti mætti veita enn meiri athygli. Sumar þjóðir hafa valið að miða upphaf skólagöngu við afmælisdag þannig að börnin komi inn í skólann jafnt og þétt yfir árið. Annars staðar er tekið inn í skóla tvisvar á ári þannig að aldursbilið innan hvers námshóps er minna en þar sem aðeins er tekið inn í skóla einu sinni á ári. Mögulega nægir þó einstaklingsmiðuð námskrá alveg til þess að mæta hverju barni. Niðurstöður rannsóknar Helgu og félaga hennar benda þó til að þarna megi gera enn betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Aldur barna í árinu hefur veruleg áhrif á gengi þeirra í skóla. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem greint var frá í frétt hér í blaðinu á mánudaginn. Meðaleinkunnir barna á prófum eru hærri eftir því sem þau eru eldri í árinu en auk þess eru börn sem fædd eru undir lok ársins helmingi líklegri til að fá ávísað lyfjum við ofvirkni og athyglisbresti en þau sem eru fædd í upphafi árs. Eftir því sem árin líða minnka áhrif aldurs í ári á námsárangur barnanna en hans gætir þó enn við tólf ára aldur. Helga Zoëga, lektor í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, sem stendur ásamt fleirum að rannsókninni segir að samband aldurs og námsárangurs haldist fram undir unglingsárin. Að mati Helgu benda niðurstöðurnar til að kröfur foreldra, kennara og heilbrigðisstarfsfólks mætti laga betur að þroska hvers barns. Rannsókn Helgu og félaga styður það sem fjöldamargir foreldrar og kennarar hafa reynt, að þau börn sem yngst eru í árganginum eru oft ekki alveg tilbúin til að hefja skólagöngu og að sama skapi geta þau sem elst eru í árgangi verið tilbúin til að hefja hana fyrr. Í íþróttahreyfingunni hefur sýnt sig að þeim sem fæddir eru fyrri hluta árs vegnar marktækt betur en hinum yngri, skila sér til dæmis mun betur í landslið. Talið er að ástæðan sé sú að þeir sem eru eldri í árinu eru flinkari í yngstu flokkunum og fá þess vegna meiri hvatningu en hinir yngri sem hætta þá frekar að æfa og skila sér ekki í elstu flokkana. Munurinn á ávísunum á lyf vegna ofvirkni og athyglisbrests sem fram kemur í niðurstöðum Helgu Zoëga er sláandi. Í þeim efnum er afar mikilvægt að byggja ákvarðanir á einstaklingsgrundvelli fremur en samanburði við hóp eins og Helga bendir á. Ragnar Þorsteinsson, sviðstjóri á Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, tekur undir að mögulegt sé að í skólanum sé í of miklum mæli horft á hópinn fremur en einstaklinginn. Hann segir ekki loku fyrir það skotið að tilraun verði gerð með að taka nemendur inn í skólana á mismunandi tímum eftir því hvenær þeir eru fæddir. Hann bendir sérstaklega á þá tvo skóla í borginni þar sem leik- og grunnskóli eru samþættir enda sé hugsunin þar að skil milli leikskóla og grunnskóla verði samfelldari en tíðkast hefur. Aldursmuni nemenda hefur vissulega verið gefinn gaumur í skólastarfi. Það að námsárangurinn jafnist smám saman fram undir unglingsárin segir vitanlega að komið sé til móts við þennan þroskamun í skólum. Rannsókn Helgu, og raunar fleiri rannsóknir, benda þó til að þessum þætti mætti veita enn meiri athygli. Sumar þjóðir hafa valið að miða upphaf skólagöngu við afmælisdag þannig að börnin komi inn í skólann jafnt og þétt yfir árið. Annars staðar er tekið inn í skóla tvisvar á ári þannig að aldursbilið innan hvers námshóps er minna en þar sem aðeins er tekið inn í skóla einu sinni á ári. Mögulega nægir þó einstaklingsmiðuð námskrá alveg til þess að mæta hverju barni. Niðurstöður rannsóknar Helgu og félaga hennar benda þó til að þarna megi gera enn betur.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun