Í dag er kölski kátur Svavar Hávarðsson skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Bandaríski háðfuglinn Jay Leno stendur á sviðinu og fer með uppistand sitt fyrir troðnum sal. Árið er 2009 en er þó ekki nema tíu daga gamalt. Einn brandarinn fjallar um ísraelskan hjartaþega. Hann fékk gjafahjarta úr Palestínumanni. Hann náði heilsu en fannst skömmu síðar látinn í íbúð sinni. Dauðameinið var að hann hafði barið sjálfan sig ítrekað í höfuðið með grjóti. Leno og gestir hans engjast um af hlátri. Leno slær sér á lær. Kvöldskemmtunin fjallar sem sagt um stríð sem er í algleymingi; stríð Ísraela og Palestínumanna á Gasa. Égman hvað ég var forviða þegar horfði á þáttinn. Ótal spurningar komu óumflýjanlega upp í hugann. Hvernig kemur svona skeytingarleysi til? Eru menn ekki betur upplýstir en svo að þeim þyki það viðeigandi að gera stríð að umfjöllunarefni með þessum hætti? Er það þarlendum fjölmiðlum að kenna, sem sýna gjarnan reyk liðast frá sprengdum byggingum en ekki blóðug andlit fólksins sem sprengjurnar drápu? Ég hef ekki svörin og efast reyndar um að það endurspegli viðhorf almennings í Bandaríkjunum til þessara átaka þó einstaka bjánar geri að gamni sínu opinberlega. Hitt er staðreynd að kvöldið sem þátturinn var sendur út til hins vestræna heims stóðu tveir norskir læknar, þeir Mads Gilbert og Erik Fosse, aukavaktir á gluggalausu Shifa-sjúkrahúsinu í Gasaborg. Skjólstæðingar þeirra voru palestínsk börn og foreldrar þeirra; fórnarlömb eins best búna hers í heimi. Læknarnir tveir höfðu nefnilega ekki aðeins það hlutverk að líkna heldur voru textaskeyti þeirra ein af fáum leiðum heimsbyggðarinnar til að fá nákvæmar upplýsingar um stríðið þessa örlagaríku daga. Ísraelar hófu landhernað sinn gegn Palestínumönnum 3. janúar 2009. Nú er þessu sama hótað. Heimurinn stendur á öndinni og spyr sig hvað þetta komi til með að þýða. Svörin er kannski að finna í eftirfarandi skilaboðum sem náðu eyrum fólks daginn sem skriðdrekarnir fóru síðast af stað. „Frá Mads Gilbert lækni á Gasa: Takk fyrir stuðninginn. Þeir sprengdu matvörumarkað í Gasaborg fyrir tveimur klukkutímum. 80 særðir, 20 drepnir. Allir komu á Shifa. Hades! [holdgervingur dauðans í grískri goðafræði]. Við vöðum dauða, blóð og aflimuð lík. Mörg börn. Ólétt kona. Ég hef aldrei séð annan eins hrylling. Við heyrum í skriðdrekum. Segið frá, látið þetta berast, æpið. Hvað sem er. GERIÐ EITTHVAÐ! GERIÐ MEIRA! Við erum öll hluti af sögunni, öllsömul!" Þarf að segja eitthvað meira? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðanir Svavar Hávarðsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun
Bandaríski háðfuglinn Jay Leno stendur á sviðinu og fer með uppistand sitt fyrir troðnum sal. Árið er 2009 en er þó ekki nema tíu daga gamalt. Einn brandarinn fjallar um ísraelskan hjartaþega. Hann fékk gjafahjarta úr Palestínumanni. Hann náði heilsu en fannst skömmu síðar látinn í íbúð sinni. Dauðameinið var að hann hafði barið sjálfan sig ítrekað í höfuðið með grjóti. Leno og gestir hans engjast um af hlátri. Leno slær sér á lær. Kvöldskemmtunin fjallar sem sagt um stríð sem er í algleymingi; stríð Ísraela og Palestínumanna á Gasa. Égman hvað ég var forviða þegar horfði á þáttinn. Ótal spurningar komu óumflýjanlega upp í hugann. Hvernig kemur svona skeytingarleysi til? Eru menn ekki betur upplýstir en svo að þeim þyki það viðeigandi að gera stríð að umfjöllunarefni með þessum hætti? Er það þarlendum fjölmiðlum að kenna, sem sýna gjarnan reyk liðast frá sprengdum byggingum en ekki blóðug andlit fólksins sem sprengjurnar drápu? Ég hef ekki svörin og efast reyndar um að það endurspegli viðhorf almennings í Bandaríkjunum til þessara átaka þó einstaka bjánar geri að gamni sínu opinberlega. Hitt er staðreynd að kvöldið sem þátturinn var sendur út til hins vestræna heims stóðu tveir norskir læknar, þeir Mads Gilbert og Erik Fosse, aukavaktir á gluggalausu Shifa-sjúkrahúsinu í Gasaborg. Skjólstæðingar þeirra voru palestínsk börn og foreldrar þeirra; fórnarlömb eins best búna hers í heimi. Læknarnir tveir höfðu nefnilega ekki aðeins það hlutverk að líkna heldur voru textaskeyti þeirra ein af fáum leiðum heimsbyggðarinnar til að fá nákvæmar upplýsingar um stríðið þessa örlagaríku daga. Ísraelar hófu landhernað sinn gegn Palestínumönnum 3. janúar 2009. Nú er þessu sama hótað. Heimurinn stendur á öndinni og spyr sig hvað þetta komi til með að þýða. Svörin er kannski að finna í eftirfarandi skilaboðum sem náðu eyrum fólks daginn sem skriðdrekarnir fóru síðast af stað. „Frá Mads Gilbert lækni á Gasa: Takk fyrir stuðninginn. Þeir sprengdu matvörumarkað í Gasaborg fyrir tveimur klukkutímum. 80 særðir, 20 drepnir. Allir komu á Shifa. Hades! [holdgervingur dauðans í grískri goðafræði]. Við vöðum dauða, blóð og aflimuð lík. Mörg börn. Ólétt kona. Ég hef aldrei séð annan eins hrylling. Við heyrum í skriðdrekum. Segið frá, látið þetta berast, æpið. Hvað sem er. GERIÐ EITTHVAÐ! GERIÐ MEIRA! Við erum öll hluti af sögunni, öllsömul!" Þarf að segja eitthvað meira?
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun