Hin óverðugu Guðmundur Andri Thorsson skrifar 19. nóvember 2012 06:00 Sérhvert tímaskeið hefur sín sérstöku tækifæri til misskiptingar og ranglætis, sína hagsmunapotara, sitt baráttufólk fyrir réttlæti, sitt sérstaka svindilbrask og sín sérstöku úrræði til að jafna kjörin – sína sérstöku baráttu góðs og ills – en mannlegar dyggðir og mannlegir lestir hefja sig upp yfir stað og stund í mannlegu samfélagi; hófsemi-ágirnd, auðmýkt-hroki, meðlíðan-sjálfhverfa? allt fylgir þetta mönnunum alltaf. Hið fullkomna þjóðfélag er ekki til. Sól hins endanlega réttlætis rennur aldrei upp. En við reynum samt að ganga á ljóssins vegum, tölum fyrir hugmyndum, leitumst við að þoka málum í þessa áttina eða hina, hvort sem við aðhyllumst félagshyggju eða einstaklingsframtak – og tökum sum þátt í stjórnmálum.Ástríðukratinn Sighvatur Björgvinsson er búinn að gera sitt. Hann hafði almannahag að leiðarljósi í störfum sínum; reyndi forgefins að koma á skynsamlegu tilvísanakerfi á sínum tíma, þannig að fólk með smákvilla leitaði til heimilislækna en ekki rándýrra sérfræðinga sem sendu reikninginn til ríkissjóðs. Og hann linnti ekki látum fyrr en hann hafði komið upp stofnun til að hýsa ósakhæfa afbrotamenn sem fram að því höfðu verið fluttir hreppaflutningum til annarra landa til að grotna niður, og var vissulega íslenskri þjóð til skammar. Þar sýndi hann meðlíðan. Sighvatur er ástríðufullur krati að svo miklu leyti sem þetta tvennt getur farið saman því að kratismi er hófsemdarstefna í eðli sínu, hann er ákafur, rökfastur, mælskur og bardagaglaður. Það er gaman að lesa skrif hans því að honum stendur á sama um það hvað öðrum finnst og hann telur sig bera sannleikanum vitni; verði hreinlega að gera það. Þar með er ekki sagt að hann geri það. Margir hafa að undanförnu svarað skrifum Sighvats um þá kynslóð Íslendinga sem nú er á vinnualdri og hann kennir við sjálfhverfu og virðist telja að vilji úrlausn mála sinna út af frekju eftir að hafa staðið fyrir flestum efnahagslegum óhæfuverkum síðustu ára. Menn hafa vísað þessum skrifum til föðurhúsanna með upprifjunum á því hvernig hægt var að hagnast á kostnað foreldra og barna þegar Sighvatur var sjálfur á besta aldri, og talað um Drakúla-kynslóðina í því sambandi. Gott og vel. Um þetta má sjálfsagt þrátta vel og lengi. En það er óþarfi að tala af fyrirlitningu um vanda fólks – eins og hann sé á einhvern hátt ekki verðugur ef hann er til kominn af of mikilli trúgirni og bjartsýni um þær forsendur sem fólki var talin trú um að giltu. Sighvatur stillir einni kynslóð upp gegn annarri, sem má segja að sé viss nýjung í jafnaðarstefnunni. Hann virðist telja að það fólk sem nú á í fjárhagserfiðleikum eftir fall bankanna og stökkbreytingar lána í kjölfarið geti sjálfu sér um kennt, það eigi að bíta á jaxlinn og hætta að kvarta; hætta að vera sjálfhverft.Reikningsdæmið rangt Þegar talað er um réttlæti í þessu sambandi er yfirleitt átt við að lánakjör séu eitthvað í líkingu við þau sem stóðu til boða þegar lánin voru tekin en höfuðstóllinn hverfi ekki sífellt lengra burt eftir því sem fólk greiðir meira og hærri upphæðir, svo sem eins og í refsingarskyni fyrir það að bensínið hækkaði og þar með vísitalan, þar með lánin, þar með bensínið, þar með vísitalan, þar með lánið, þar með? Fólk missir eignir. Það missir vinnu. Það missir heimili. Það missir hálfbyggð hús. Kannski var sumt af þessum byggingum og húsakaupum ekki vel ígrundað og eflaust var á stundum teflt á tæpasta vað að þjóðlegum sið – en oftast var fólk að taka ?eðlileg? lán í góðri trú og einhvers staðar var vitlaust reiknað. En umfram allt var sjálft reikningsdæmið vitlaust. Kannski þarf að fara varlega í skuldaniðurfellingar vegna hagsmuna sparifjáreigenda og lífeyrisþega en það er óþarfi að tala um fólk í skuldafjötrum eins og vandi þess sé karakterbrestur og til kominn af illu innræti. Því fólk missir ekki bara eignir og vinnu, íbúðir og hús, byggð og hálfbyggð: það missir draum sinn um aðra og betri tilveru, jafnvel sjálfan lífsgrundvöllinn. Sök þess er fyrst og fremst sú að hafa tekið þátt í leik sem öllum Íslendingum hefur verið þröngvað inn í um árabil, ekki síst af þeim öflum sem Alþýðuflokksmenn leiddu til öndvegis á ögurstund í svonefndri Viðeyjarstjórn. Og hvað á blessað fólkið að halda þegar það les um trilljarða-afskriftir kvótafursta og auðvaldsherra? Þegar það fer fram á leiðréttingar hjá bönkunum eða stjórnvöldum – bara einhverjum – biður um að forsendur verði leiðréttar þá rís upp einn helsti leiðtogi jafnaðarmanna á síðustu öld og sakar það um sjálfhverfu, segist jafnvel ekki þekkja lengur þessa þjóð; og lætur eins og þjóðin hafi á einhvern hátt brugðist sér. Það má auðvitað segja um alla baráttu fyrir betri hag: að hún vitni um "sjálfhverfu“. En einhvern veginn hélt maður að það væri grundvallaratriði í jafnaðarstefnunni að tengja fátækt, skuldabasl og fjárhagserfiðleika ekki við tiltekna lesti eða skapferli heldur við rangláta þjóðfélagsskipan. Ógöngur íslensks samfélags eru ekki vegna lundarfars tiltekinnar kynslóðar – þar sem sumir hagnast en aðrir tapa, sumir tala fyrir ranglæti en aðrir berjast fyrir jöfnuði – heldur niðurstaða áralangrar þróunar þar sem margir stjórnmálamenn hafa lagt hönd á plóg – þar á meðal Sighvatur Björgvinsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Tengdar fréttir Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því? Mér er sagt, að tæplega sex þúsund lesendur Fréttablaðsins hefðu skráð sig til stuðnings við grein mína um sjálfhverfu kynslóðina – þegar síðast var talið. Að þetta sé met. Slíkt hafi ekki áður gerst. Þetta segir mér það eitt, að ég er ekki einn um að finnast nóg komið af þessu sífellda sífri sjálfhverfu kynslóðarinnar um sjálfa sig. 13. nóvember 2012 06:00 Kæri Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra Sighvatur Björgvinsson skrifaði grein sem ég varð hreinlega að lesa þar sem innihaldið í henni er tengt við mig vegna aldurs. Hér er greinin; http://www.visir.is/sjalfhverfa-kynslodin-a-svidid/article/2012711109993. 13. nóvember 2012 06:00 Sjálfhverfa kynslóðin – saklausa kynslóðin Ég les yfirleitt ekki blogg, nenni því ekki, en mér er hins vegar sagt…“ segir Sighvatur Björgvinsson í grein sem hann kallar "Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því?“ Svo reyndur maður sem Sighvatur er ætti nú að hrista þessa leti af sér og kynna sér umræðuna í þjóðfélaginu. Sá sem lætur sér nægja það sem honum er sagt má reikna með því að vera nokkuð illa upplýstur. 14. nóvember 2012 06:00 Meira fyrir mig! Mér skilst, að um níu þúsund manns hafi lýst stuðningi sínum á neti Vísis við greinarnar mínar tvær í Fréttablaðinu og að slíkt hafi ekki áður sést þar á bæ. Sá mikli stuðningur kom mér satt að segja á óvart. Nokkrir úr þeim hópi hafa tjáð mér stuðning beint – í síma, með SMS og í tölvupósti. Þeir hafa margir sagt, að þeir hafi lengi verið sömu skoðunar og ég, en ekki vogað að tjá sig. Hvers vegna ekki? Gefum orðið einum þeirra, sem sendu mér tölvupóst. Sá sagði orðrétt: 19. nóvember 2012 06:00 Ágæti Sighvatur Björgvinsson Ekki fyrir svo löngu var ég ánægður með framlag þitt til íslenskra stjórnmála. Meðal annars vegna starfa þinna, Stefáns Benediktssonar og Vilmundar heitins Gylfasonar, var ég hrifinn af hugmyndafræðinni sem kennd er við jafnaðarmennsku. Hugmyndafræði þar sem einstaklingsframtakið fær notið sín en hugar jafnframt að velferð þeirra sem minna mega sín. Sumt af því sem þú hefur skrifað á síðum Fréttablaðsins síðustu ár hefur mér jafnvel fundist áhugavert. 15. nóvember 2012 06:00 Sighvatur og sjálfhverfa kynslóðin Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, hefur farið mikinn í greinaskrifum í Fréttablaðinu síðustu daga þar sem hann fullyrðir að kynslóð Íslendinga á aldrinum 30-45 ára sé sjálfhverfasta kynslóð á Íslandi. Sighvatur fullyrðir að umrædd kynslóð hugsi bara um sjálfa sig og sé algjörlega sama um allt og alla. Kvarti bara og kveini og heimti leiðréttingar á kjörum sínum á kostnað annarra á grundvelli þess að hér hafi orðið einhver ímyndaður "forsendubrestur“. Sighvatur lætur einnig í veðri vaka að þessi kynslóð hafi ein og sér valdið efnahagshruninu, kvótabraski á landsbyggðinni og eignahruni gamla fólksins. 17. nóvember 2012 06:00 Ég er eldri en Sighvatur Ég hélt það væri ekkert mál að verða 40 ára en svo vaknaði ég upp við vondan draum. Mannsævin er rétt eins og árstíðirnar við Miðjarðarhafið, það er ekkert vor eða haust. Þú heldur að það sé sumar þegar þú allt í einu vaknar upp í vetrarhríð. 19. nóvember 2012 06:00 Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þ 10. nóvember 2012 06:00 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun
Sérhvert tímaskeið hefur sín sérstöku tækifæri til misskiptingar og ranglætis, sína hagsmunapotara, sitt baráttufólk fyrir réttlæti, sitt sérstaka svindilbrask og sín sérstöku úrræði til að jafna kjörin – sína sérstöku baráttu góðs og ills – en mannlegar dyggðir og mannlegir lestir hefja sig upp yfir stað og stund í mannlegu samfélagi; hófsemi-ágirnd, auðmýkt-hroki, meðlíðan-sjálfhverfa? allt fylgir þetta mönnunum alltaf. Hið fullkomna þjóðfélag er ekki til. Sól hins endanlega réttlætis rennur aldrei upp. En við reynum samt að ganga á ljóssins vegum, tölum fyrir hugmyndum, leitumst við að þoka málum í þessa áttina eða hina, hvort sem við aðhyllumst félagshyggju eða einstaklingsframtak – og tökum sum þátt í stjórnmálum.Ástríðukratinn Sighvatur Björgvinsson er búinn að gera sitt. Hann hafði almannahag að leiðarljósi í störfum sínum; reyndi forgefins að koma á skynsamlegu tilvísanakerfi á sínum tíma, þannig að fólk með smákvilla leitaði til heimilislækna en ekki rándýrra sérfræðinga sem sendu reikninginn til ríkissjóðs. Og hann linnti ekki látum fyrr en hann hafði komið upp stofnun til að hýsa ósakhæfa afbrotamenn sem fram að því höfðu verið fluttir hreppaflutningum til annarra landa til að grotna niður, og var vissulega íslenskri þjóð til skammar. Þar sýndi hann meðlíðan. Sighvatur er ástríðufullur krati að svo miklu leyti sem þetta tvennt getur farið saman því að kratismi er hófsemdarstefna í eðli sínu, hann er ákafur, rökfastur, mælskur og bardagaglaður. Það er gaman að lesa skrif hans því að honum stendur á sama um það hvað öðrum finnst og hann telur sig bera sannleikanum vitni; verði hreinlega að gera það. Þar með er ekki sagt að hann geri það. Margir hafa að undanförnu svarað skrifum Sighvats um þá kynslóð Íslendinga sem nú er á vinnualdri og hann kennir við sjálfhverfu og virðist telja að vilji úrlausn mála sinna út af frekju eftir að hafa staðið fyrir flestum efnahagslegum óhæfuverkum síðustu ára. Menn hafa vísað þessum skrifum til föðurhúsanna með upprifjunum á því hvernig hægt var að hagnast á kostnað foreldra og barna þegar Sighvatur var sjálfur á besta aldri, og talað um Drakúla-kynslóðina í því sambandi. Gott og vel. Um þetta má sjálfsagt þrátta vel og lengi. En það er óþarfi að tala af fyrirlitningu um vanda fólks – eins og hann sé á einhvern hátt ekki verðugur ef hann er til kominn af of mikilli trúgirni og bjartsýni um þær forsendur sem fólki var talin trú um að giltu. Sighvatur stillir einni kynslóð upp gegn annarri, sem má segja að sé viss nýjung í jafnaðarstefnunni. Hann virðist telja að það fólk sem nú á í fjárhagserfiðleikum eftir fall bankanna og stökkbreytingar lána í kjölfarið geti sjálfu sér um kennt, það eigi að bíta á jaxlinn og hætta að kvarta; hætta að vera sjálfhverft.Reikningsdæmið rangt Þegar talað er um réttlæti í þessu sambandi er yfirleitt átt við að lánakjör séu eitthvað í líkingu við þau sem stóðu til boða þegar lánin voru tekin en höfuðstóllinn hverfi ekki sífellt lengra burt eftir því sem fólk greiðir meira og hærri upphæðir, svo sem eins og í refsingarskyni fyrir það að bensínið hækkaði og þar með vísitalan, þar með lánin, þar með bensínið, þar með vísitalan, þar með lánið, þar með? Fólk missir eignir. Það missir vinnu. Það missir heimili. Það missir hálfbyggð hús. Kannski var sumt af þessum byggingum og húsakaupum ekki vel ígrundað og eflaust var á stundum teflt á tæpasta vað að þjóðlegum sið – en oftast var fólk að taka ?eðlileg? lán í góðri trú og einhvers staðar var vitlaust reiknað. En umfram allt var sjálft reikningsdæmið vitlaust. Kannski þarf að fara varlega í skuldaniðurfellingar vegna hagsmuna sparifjáreigenda og lífeyrisþega en það er óþarfi að tala um fólk í skuldafjötrum eins og vandi þess sé karakterbrestur og til kominn af illu innræti. Því fólk missir ekki bara eignir og vinnu, íbúðir og hús, byggð og hálfbyggð: það missir draum sinn um aðra og betri tilveru, jafnvel sjálfan lífsgrundvöllinn. Sök þess er fyrst og fremst sú að hafa tekið þátt í leik sem öllum Íslendingum hefur verið þröngvað inn í um árabil, ekki síst af þeim öflum sem Alþýðuflokksmenn leiddu til öndvegis á ögurstund í svonefndri Viðeyjarstjórn. Og hvað á blessað fólkið að halda þegar það les um trilljarða-afskriftir kvótafursta og auðvaldsherra? Þegar það fer fram á leiðréttingar hjá bönkunum eða stjórnvöldum – bara einhverjum – biður um að forsendur verði leiðréttar þá rís upp einn helsti leiðtogi jafnaðarmanna á síðustu öld og sakar það um sjálfhverfu, segist jafnvel ekki þekkja lengur þessa þjóð; og lætur eins og þjóðin hafi á einhvern hátt brugðist sér. Það má auðvitað segja um alla baráttu fyrir betri hag: að hún vitni um "sjálfhverfu“. En einhvern veginn hélt maður að það væri grundvallaratriði í jafnaðarstefnunni að tengja fátækt, skuldabasl og fjárhagserfiðleika ekki við tiltekna lesti eða skapferli heldur við rangláta þjóðfélagsskipan. Ógöngur íslensks samfélags eru ekki vegna lundarfars tiltekinnar kynslóðar – þar sem sumir hagnast en aðrir tapa, sumir tala fyrir ranglæti en aðrir berjast fyrir jöfnuði – heldur niðurstaða áralangrar þróunar þar sem margir stjórnmálamenn hafa lagt hönd á plóg – þar á meðal Sighvatur Björgvinsson.
Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því? Mér er sagt, að tæplega sex þúsund lesendur Fréttablaðsins hefðu skráð sig til stuðnings við grein mína um sjálfhverfu kynslóðina – þegar síðast var talið. Að þetta sé met. Slíkt hafi ekki áður gerst. Þetta segir mér það eitt, að ég er ekki einn um að finnast nóg komið af þessu sífellda sífri sjálfhverfu kynslóðarinnar um sjálfa sig. 13. nóvember 2012 06:00
Kæri Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra Sighvatur Björgvinsson skrifaði grein sem ég varð hreinlega að lesa þar sem innihaldið í henni er tengt við mig vegna aldurs. Hér er greinin; http://www.visir.is/sjalfhverfa-kynslodin-a-svidid/article/2012711109993. 13. nóvember 2012 06:00
Sjálfhverfa kynslóðin – saklausa kynslóðin Ég les yfirleitt ekki blogg, nenni því ekki, en mér er hins vegar sagt…“ segir Sighvatur Björgvinsson í grein sem hann kallar "Sjálfhverfa kynslóðin – lýg ég því?“ Svo reyndur maður sem Sighvatur er ætti nú að hrista þessa leti af sér og kynna sér umræðuna í þjóðfélaginu. Sá sem lætur sér nægja það sem honum er sagt má reikna með því að vera nokkuð illa upplýstur. 14. nóvember 2012 06:00
Meira fyrir mig! Mér skilst, að um níu þúsund manns hafi lýst stuðningi sínum á neti Vísis við greinarnar mínar tvær í Fréttablaðinu og að slíkt hafi ekki áður sést þar á bæ. Sá mikli stuðningur kom mér satt að segja á óvart. Nokkrir úr þeim hópi hafa tjáð mér stuðning beint – í síma, með SMS og í tölvupósti. Þeir hafa margir sagt, að þeir hafi lengi verið sömu skoðunar og ég, en ekki vogað að tjá sig. Hvers vegna ekki? Gefum orðið einum þeirra, sem sendu mér tölvupóst. Sá sagði orðrétt: 19. nóvember 2012 06:00
Ágæti Sighvatur Björgvinsson Ekki fyrir svo löngu var ég ánægður með framlag þitt til íslenskra stjórnmála. Meðal annars vegna starfa þinna, Stefáns Benediktssonar og Vilmundar heitins Gylfasonar, var ég hrifinn af hugmyndafræðinni sem kennd er við jafnaðarmennsku. Hugmyndafræði þar sem einstaklingsframtakið fær notið sín en hugar jafnframt að velferð þeirra sem minna mega sín. Sumt af því sem þú hefur skrifað á síðum Fréttablaðsins síðustu ár hefur mér jafnvel fundist áhugavert. 15. nóvember 2012 06:00
Sighvatur og sjálfhverfa kynslóðin Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, hefur farið mikinn í greinaskrifum í Fréttablaðinu síðustu daga þar sem hann fullyrðir að kynslóð Íslendinga á aldrinum 30-45 ára sé sjálfhverfasta kynslóð á Íslandi. Sighvatur fullyrðir að umrædd kynslóð hugsi bara um sjálfa sig og sé algjörlega sama um allt og alla. Kvarti bara og kveini og heimti leiðréttingar á kjörum sínum á kostnað annarra á grundvelli þess að hér hafi orðið einhver ímyndaður "forsendubrestur“. Sighvatur lætur einnig í veðri vaka að þessi kynslóð hafi ein og sér valdið efnahagshruninu, kvótabraski á landsbyggðinni og eignahruni gamla fólksins. 17. nóvember 2012 06:00
Ég er eldri en Sighvatur Ég hélt það væri ekkert mál að verða 40 ára en svo vaknaði ég upp við vondan draum. Mannsævin er rétt eins og árstíðirnar við Miðjarðarhafið, það er ekkert vor eða haust. Þú heldur að það sé sumar þegar þú allt í einu vaknar upp í vetrarhríð. 19. nóvember 2012 06:00
Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þ 10. nóvember 2012 06:00