Tónlist

Togstreita á númer sjö

Stafrænn Hákon er að gefa út sína sjöundu plötu.
Stafrænn Hákon er að gefa út sína sjöundu plötu. mynd/valdís Thor
Stafrænn Hákon er að gefa út sína sjöundu plötu, Prammi. Hugmyndin með henni var að búa til togstreitu á milli þungs hljóðheims og örlítið léttari hljóðheims sem mátti greina á síðustu plötu Stafræns Hákonar, Sanitas.

Forsprakkinn Ólafur Josephsson hefur frá árinu 2001 gefið út margar plötur, ýmist sem Stafrænn Hákon, Per:Segulsvið og Calder. Hann er einnig meðlimur í Náttfara sem gaf út plötu á síðasta ári.

Hægt er að nálgast Pramma á Gogoyoko og Bandcamp. Gríska jaðarútgáfan Sound in Silence gefur hana einnig út í takmörkuðu upplagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.