Mannkynið og kvenkynið Friðrika Benónýs skrifar 15. nóvember 2012 06:00 Það er bara ein mynd af konu á forsíðunni. Guð hjálpi okkur. Við verðum að finna fleiri." Upphrópanir eins og þessa er ekki óalgengt að heyra á ritstjórninni seinnipartinn á föstudögum. Helgarforsíða með tómum körlum væri nefnilega stórslys. Brot á fjölmiðlalögum og hvað veit ég. Hins vegar virðast þau lög einungis virka í aðra áttina því engar slíkar upphrópanir heyrast þegar konur einoka forsíðuna. Það er bara flott og æðislegt. Klapp á bakið móment: Vel gert hjá okkur. Við erum sko aldeilis að standa okkur. Áður en þið farið að froðufella er rétt að taka fram að ég skil ósköp vel að konur skuli vera orðnar langþreyttar á því að bera skarðan hlut frá borði í fjölmiðlaumfjöllun. En – og það er stórt en – það helgast að miklu leyti af því að fjölmiðlar eltast við það sem fréttnæmt þykir og í þeim greinum þar sem mest gengur á eru karlmenn einfaldlega í meirihluta. Hundfúlt ástand, vissulega, en engu að síður staðreynd. Varla er krafan sú að fjölmiðlar skrumskæli veruleikann í nafni jafnréttis. Eða hvað? Tökum bókmenntaumfjöllun sem dæmi. Í hverri einustu viku má lesa langar runur skammaryrða á Facebook eftir útsendingu Kiljunnar. „Alltaf talað við kalla!" „Óþolandi karlremba!" „Hvar eru konurnar?" Fyrirgefið, en þær eru þarna. Í stærra hlutfalli en efni standa til meira að segja. Konur skrifa innan við þrjátíu prósent af skáldverkum sem koma út á Íslandi. Er þá raunhæft að krefjast þess að þær fái fimmtíu prósent af umfjöllun um bókmenntir? Á hvaða forsendum? Þau rök að ljóðabókin sem langamma skrifaði hafi verið þöguð í hel virka ekki lengur. Hellingur af ljóðabókum eftir langafa voru líka þagaðar í hel. Það eru nefnilega oftast gæði verkanna sem ráða því hvort bókmenntaverk lifa eða deyja. Ekki kynfæri höfundarins. Konur hafa fengið Hin íslensku bókmenntaverðlaun oftar en hlutfall kvenrithöfunda gefur tilefni til en engu að síður eru enn veitt sérstök bókmenntaverðlaun kvenna. Getið þið ímyndað ykkur darraðardansinn sem yrði stiginn ef sett yrðu á fót sérstök bókmenntaverðlaun karla? Það væri nú aldeilis mismunun og brot á öllum jafnréttislögum. Kynjakvótakúgun virkar ekki sem jafnréttistæki. Og þetta langdregna ramakvein er því miður ekki hugverkum og afrekum kvenna til framdráttar. Í bakgrunninum leynist enn sú hugsun að karlar tali fyrir hönd mannkynsins alls, konur einungis fyrir hönd kynsystra sinna. Eru það þau skilaboð sem við viljum senda dætrum okkar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það er bara ein mynd af konu á forsíðunni. Guð hjálpi okkur. Við verðum að finna fleiri." Upphrópanir eins og þessa er ekki óalgengt að heyra á ritstjórninni seinnipartinn á föstudögum. Helgarforsíða með tómum körlum væri nefnilega stórslys. Brot á fjölmiðlalögum og hvað veit ég. Hins vegar virðast þau lög einungis virka í aðra áttina því engar slíkar upphrópanir heyrast þegar konur einoka forsíðuna. Það er bara flott og æðislegt. Klapp á bakið móment: Vel gert hjá okkur. Við erum sko aldeilis að standa okkur. Áður en þið farið að froðufella er rétt að taka fram að ég skil ósköp vel að konur skuli vera orðnar langþreyttar á því að bera skarðan hlut frá borði í fjölmiðlaumfjöllun. En – og það er stórt en – það helgast að miklu leyti af því að fjölmiðlar eltast við það sem fréttnæmt þykir og í þeim greinum þar sem mest gengur á eru karlmenn einfaldlega í meirihluta. Hundfúlt ástand, vissulega, en engu að síður staðreynd. Varla er krafan sú að fjölmiðlar skrumskæli veruleikann í nafni jafnréttis. Eða hvað? Tökum bókmenntaumfjöllun sem dæmi. Í hverri einustu viku má lesa langar runur skammaryrða á Facebook eftir útsendingu Kiljunnar. „Alltaf talað við kalla!" „Óþolandi karlremba!" „Hvar eru konurnar?" Fyrirgefið, en þær eru þarna. Í stærra hlutfalli en efni standa til meira að segja. Konur skrifa innan við þrjátíu prósent af skáldverkum sem koma út á Íslandi. Er þá raunhæft að krefjast þess að þær fái fimmtíu prósent af umfjöllun um bókmenntir? Á hvaða forsendum? Þau rök að ljóðabókin sem langamma skrifaði hafi verið þöguð í hel virka ekki lengur. Hellingur af ljóðabókum eftir langafa voru líka þagaðar í hel. Það eru nefnilega oftast gæði verkanna sem ráða því hvort bókmenntaverk lifa eða deyja. Ekki kynfæri höfundarins. Konur hafa fengið Hin íslensku bókmenntaverðlaun oftar en hlutfall kvenrithöfunda gefur tilefni til en engu að síður eru enn veitt sérstök bókmenntaverðlaun kvenna. Getið þið ímyndað ykkur darraðardansinn sem yrði stiginn ef sett yrðu á fót sérstök bókmenntaverðlaun karla? Það væri nú aldeilis mismunun og brot á öllum jafnréttislögum. Kynjakvótakúgun virkar ekki sem jafnréttistæki. Og þetta langdregna ramakvein er því miður ekki hugverkum og afrekum kvenna til framdráttar. Í bakgrunninum leynist enn sú hugsun að karlar tali fyrir hönd mannkynsins alls, konur einungis fyrir hönd kynsystra sinna. Eru það þau skilaboð sem við viljum senda dætrum okkar?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun