Þrællinn í næsta húsi 27. október 2012 06:00 Fréttablaðið hefur undanfarna daga fjallað um rannsókn lögreglu á grun um mansal tengt rekstri nuddstofa á höfuðborgarsvæðinu. Kínversk kona sem starfaði þar segist um fjögurra ára skeið hafa verið látin vinna í 12-14 klukkustundir á dag fyrir um 6.500 króna mánaðarlaun, meðal annars við blaðburð og viðhald fasteigna eigandans. Hún sakar eigandann sömuleiðis um að hafa tekið vegabréfið af öðrum útlendum starfsmanni, bannað honum að hafa samband við umheiminn og ekki greitt honum laun. Ásakanirnar hafa ekki verið sannaðar, en sambærilegt mál kom upp í fyrirtæki á vegum sama eiganda fyrir nokkrum árum. Eigandinn var þá sakfelldur fyrir skjalafals og til að greiða starfsmanninum vangoldin laun en slapp við ákæru vegna mansals. Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur og framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, sagði í Fréttablaðinu í fyrradag að hún teldi að þá hefði klárlega átt að ákæra eigandann fyrir mansal, þrátt fyrir að maðurinn sem um ræddi hefði komið til landsins af fúsum og frjálsum vilja. Margrét sagðist í viðtali í Fréttablaðinu í gær hafa rætt við um 100 fórnarlömb mansals undanfarin átta ár, þar af átta á þessu ári. Mikill meirihluti er konur sem hafa verið þvingaðar til kynlífsþjónustu. Nokkur tilfelli snúa að körlum, en þá er frekar um það að ræða að þeir séu látnir vinna illa eða alveg ólaunaða vinnu. Margrét segir dæmi um að menn séu látnir vinna frá morgni til kvölds við blaðaútburð, byggingarvinnu eða þjónustustörf. Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofunnar segir að þrælahald sé staðreynd á Íslandi. Það finnst sjálfsagt mörgum stór yfirlýsing en þegar málið er skoðað er hægt að fullyrða að hér á landi sé að finna fólk sem búi við slíkar kringumstæður. Margrét bendir á að margir sem falli undir skilgreiningu fórnarlamba mansals hafi komið hingað til lands sjálfviljugir, eftir löglegum leiðum og í löglegum tilgangi, svo sem á au pair-leyfi eða til að dveljast hjá ættingjum. Það breyti ekki því að margir séu í þeirri stöðu að aðrir notfæri sér neyð þeirra. „Þeir einstaklingar eru oft misnotaðir og neyddir í alls konar vinnu sem þeir fá ekki greitt fyrir. Mansalsmál þurfa heldur ekki að vera tengd glæpagengjum, heldur getur þetta verið aðeins einn maður eða ein kona sem stendur fyrir því," segir hún. Skortur á meðvitund um að þessi veruleiki hefur skotið rótum á Íslandi er áreiðanlega ein ástæða þess að jafnilla hefur gengið og raun ber vitni að uppræta hann. Oft þekkja fórnarlömbin ekki rétt sinn, eru ófær um að gera sig skiljanleg á íslenzku og hafa ekki hugmynd um hvert þau eiga að snúa sér til að fá aðstoð. Oft er haft í hótunum við þau og haldið að þeim röngum upplýsingum um hvaða afleiðingar það geti haft að brjótast úr þrældómnum. Ein forsenda þess að hægt sé að koma fórnarlömbunum til hjálpar er að fólk sé meðvitað um þennan óhugnanlega veruleika og láti sér ekki á sama standa um náungann. Stífmálaða útlenda stelpan í stigaganginum er hugsanlega gerð út í vændi af manninum sínum. Fámáli útlendingurinn sem er að smíða fram á kvöld í næsta húsi fær hugsanlega ekki krónu fyrir stritið. Það er á ábyrgð okkar allra að hjálpa þeim ef þess er nokkur kostur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Fréttablaðið hefur undanfarna daga fjallað um rannsókn lögreglu á grun um mansal tengt rekstri nuddstofa á höfuðborgarsvæðinu. Kínversk kona sem starfaði þar segist um fjögurra ára skeið hafa verið látin vinna í 12-14 klukkustundir á dag fyrir um 6.500 króna mánaðarlaun, meðal annars við blaðburð og viðhald fasteigna eigandans. Hún sakar eigandann sömuleiðis um að hafa tekið vegabréfið af öðrum útlendum starfsmanni, bannað honum að hafa samband við umheiminn og ekki greitt honum laun. Ásakanirnar hafa ekki verið sannaðar, en sambærilegt mál kom upp í fyrirtæki á vegum sama eiganda fyrir nokkrum árum. Eigandinn var þá sakfelldur fyrir skjalafals og til að greiða starfsmanninum vangoldin laun en slapp við ákæru vegna mansals. Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur og framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, sagði í Fréttablaðinu í fyrradag að hún teldi að þá hefði klárlega átt að ákæra eigandann fyrir mansal, þrátt fyrir að maðurinn sem um ræddi hefði komið til landsins af fúsum og frjálsum vilja. Margrét sagðist í viðtali í Fréttablaðinu í gær hafa rætt við um 100 fórnarlömb mansals undanfarin átta ár, þar af átta á þessu ári. Mikill meirihluti er konur sem hafa verið þvingaðar til kynlífsþjónustu. Nokkur tilfelli snúa að körlum, en þá er frekar um það að ræða að þeir séu látnir vinna illa eða alveg ólaunaða vinnu. Margrét segir dæmi um að menn séu látnir vinna frá morgni til kvölds við blaðaútburð, byggingarvinnu eða þjónustustörf. Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofunnar segir að þrælahald sé staðreynd á Íslandi. Það finnst sjálfsagt mörgum stór yfirlýsing en þegar málið er skoðað er hægt að fullyrða að hér á landi sé að finna fólk sem búi við slíkar kringumstæður. Margrét bendir á að margir sem falli undir skilgreiningu fórnarlamba mansals hafi komið hingað til lands sjálfviljugir, eftir löglegum leiðum og í löglegum tilgangi, svo sem á au pair-leyfi eða til að dveljast hjá ættingjum. Það breyti ekki því að margir séu í þeirri stöðu að aðrir notfæri sér neyð þeirra. „Þeir einstaklingar eru oft misnotaðir og neyddir í alls konar vinnu sem þeir fá ekki greitt fyrir. Mansalsmál þurfa heldur ekki að vera tengd glæpagengjum, heldur getur þetta verið aðeins einn maður eða ein kona sem stendur fyrir því," segir hún. Skortur á meðvitund um að þessi veruleiki hefur skotið rótum á Íslandi er áreiðanlega ein ástæða þess að jafnilla hefur gengið og raun ber vitni að uppræta hann. Oft þekkja fórnarlömbin ekki rétt sinn, eru ófær um að gera sig skiljanleg á íslenzku og hafa ekki hugmynd um hvert þau eiga að snúa sér til að fá aðstoð. Oft er haft í hótunum við þau og haldið að þeim röngum upplýsingum um hvaða afleiðingar það geti haft að brjótast úr þrældómnum. Ein forsenda þess að hægt sé að koma fórnarlömbunum til hjálpar er að fólk sé meðvitað um þennan óhugnanlega veruleika og láti sér ekki á sama standa um náungann. Stífmálaða útlenda stelpan í stigaganginum er hugsanlega gerð út í vændi af manninum sínum. Fámáli útlendingurinn sem er að smíða fram á kvöld í næsta húsi fær hugsanlega ekki krónu fyrir stritið. Það er á ábyrgð okkar allra að hjálpa þeim ef þess er nokkur kostur.