Kaupir kvikmyndaréttinn að krimmanum Snjóblindu 26. október 2012 11:30 samningur í höfn Þorvaldur Davíð Kristjánsson ásamt Ragnari Jónassyni og Bjarna Þorsteinssyni, útgáfustjóra Veraldar. Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að glæpasögunni Snjóblindu eftir Ragnar Jónasson og voru samningar þess efnis undirritaðir á dögunum. Samningurinn miðast við að Þorvaldur Davíð leiki sjálfur Ara Þór, aðalpersónu bókarinnar, ásamt því að vera einn af framleiðendunum. „Ég er himinlifandi yfir að samningar hafa tekist og mér skuli vera treyst fyrir kvikmyndaréttinum að Snjóblindu Ragnars Jónassonar. Fléttan í sögunni er þéttofin og lausnin óvænt, sögusviðið er myndrænt og persónugalleríið frábært. Snjóblindu prýðir því allt sem prýða þarf góða sögu og hún hentar einstaklega vel til kvikmyndunar," segir Þorvaldur Davíð, sem er í viðræðum við hugsanlega meðframleiðendur bæði hér heima og erlendis. Hann er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Svartur á leik, sem er önnur tekjuhæsta íslenska kvikmynd sögunnar. Hann varð fyrsti Íslendingurinn til að komast inn í leiklistardeild hins virta Juilliard-háskóla í New York þaðan sem hann útskrifaðist í fyrra. Hann hlaut Menningarverðlaun American Scandinavian Society árið 2010 og fékk Robin Williams-styrk sem skólinn veitir. Ragnar er ánægður með að Þorvaldur Davíð ætli að koma Snjóblindu í nýtt og spennandi form. „Vonandi mun þetta verkefni einnig vekja áhuga áhorfenda á að heimsækja sögusviðið, Siglufjörð. Það er auk þess frábært að Þorvaldur ætli að takast á við það að gæða söguhetjuna lífi en hann smellpassar svo sannarlega í hlutverk lögreglumannsins unga, Ara Þórs," segir rithöfundurinn. Snjóblinda kom út 2010 og var útnefnd ein af fjórum bestu skáldsögum haustsins í Þýskalandi í fyrra af tímaritinu Gala. Nýlega kom út þriðja bók Ragnars um lögreglumanninn Ara Þór. Hún nefnist Rof og gerist á Norðurlandi, líkt og Snjóblinda, nánar tiltekið í eyðifirðinum Héðinsfirði. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira
Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að glæpasögunni Snjóblindu eftir Ragnar Jónasson og voru samningar þess efnis undirritaðir á dögunum. Samningurinn miðast við að Þorvaldur Davíð leiki sjálfur Ara Þór, aðalpersónu bókarinnar, ásamt því að vera einn af framleiðendunum. „Ég er himinlifandi yfir að samningar hafa tekist og mér skuli vera treyst fyrir kvikmyndaréttinum að Snjóblindu Ragnars Jónassonar. Fléttan í sögunni er þéttofin og lausnin óvænt, sögusviðið er myndrænt og persónugalleríið frábært. Snjóblindu prýðir því allt sem prýða þarf góða sögu og hún hentar einstaklega vel til kvikmyndunar," segir Þorvaldur Davíð, sem er í viðræðum við hugsanlega meðframleiðendur bæði hér heima og erlendis. Hann er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Svartur á leik, sem er önnur tekjuhæsta íslenska kvikmynd sögunnar. Hann varð fyrsti Íslendingurinn til að komast inn í leiklistardeild hins virta Juilliard-háskóla í New York þaðan sem hann útskrifaðist í fyrra. Hann hlaut Menningarverðlaun American Scandinavian Society árið 2010 og fékk Robin Williams-styrk sem skólinn veitir. Ragnar er ánægður með að Þorvaldur Davíð ætli að koma Snjóblindu í nýtt og spennandi form. „Vonandi mun þetta verkefni einnig vekja áhuga áhorfenda á að heimsækja sögusviðið, Siglufjörð. Það er auk þess frábært að Þorvaldur ætli að takast á við það að gæða söguhetjuna lífi en hann smellpassar svo sannarlega í hlutverk lögreglumannsins unga, Ara Þórs," segir rithöfundurinn. Snjóblinda kom út 2010 og var útnefnd ein af fjórum bestu skáldsögum haustsins í Þýskalandi í fyrra af tímaritinu Gala. Nýlega kom út þriðja bók Ragnars um lögreglumanninn Ara Þór. Hún nefnist Rof og gerist á Norðurlandi, líkt og Snjóblinda, nánar tiltekið í eyðifirðinum Héðinsfirði. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira