Aðstöðulausir gjörgæslusjúklingar Steinunn Stefánsdóttir skrifar 10. október 2012 00:00 Engin sértæk úrræði eru fyrir hendi hér á landi fyrir fólk sem er bráðveikt á geði, engin gjörgæsla eða sérstök deild þar sem vakað er yfir þeim sem geta reynst sjálfum sér og jafnvel öðrum hættulegir. Þessi hópur dvelur nú með fólki sem er komið vel á veg í bata, jafnvel öldruðum eða ungum mæðrum. Það er auðvitað óviðunandi með öllu að aðstæður veikasta hópsins skuli í raun vera bágastar og þetta ástand er ekki aðeins ótækt fyrir veikasta fólkið heldur einnig hina sem eru minna veikir og upplifa ekki það öryggi sem þeir ættu að búa við inni á geðdeild. Fréttablaðið birtir í dag fyrstu greinina af sex þar sem Sunna Valgerðardóttir fjallar um aðbúnað geðsjúkra Íslandi. Í grein dagsins í dag eru þessar aðstæður í brennidepli. Fram kemur að brýn þörf sé á meiri aðskilnaði milli sjúklinga á geðdeildum á Landspítalanum við Hringbraut. Hugur forráðamanna geðsviðs stendur til að gera nauðsynlegar breytingar á húsnæði geðdeildarinnar við Hringbraut til þess að þar verði hægt að koma á fót geðgjörgæslu. Hins vegar er fjármögnun þess verkefnis ekki tryggð og telur Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs, að biðla þurfi til almennings að hluta. Það eru stór orð. Á geðsviði hefur verið skorið niður um nærri fjórðung frá efnahagshruninu fyrir fjórum árum. Að mati framkvæmdastjórans hefur niðurskurðurinn ekki skert þjónustu við sjúklinga eða dregið úr öryggi þeirra. Hins vegar er ljóst að aðbúnaður sjúklinga á geðsviði er alls ekki nægilega góður. Notendur þjónustu geðsviðs eru viðkvæmir. Það skiptir því miklu fyrir þann hóp að aðbúnaður sé þannig að þeim líði eins vel og kostur er, að tilfinning þeirra sé að þeir eigi skjól meðan á innlögn þeirra stendur. Þrátt fyrir ófremdarástand sýnir könnun að 84% sjúklinga á geðsviði telja sig fá hjálplega og viðeigandi og alúðlega þjónustu þrátt fyrir að þeir telji sig skorta viðfangsefni og að hluti sjúklinga upplifi sig óöruggan á legudeildum. Um notendur þjónustu geðsviðs er því farið eins og þorra þeirra sem nota heilbrigðisþjónustuna á Íslandi sem ber nánast án undantekninga saman um að þjónustan sé frábær þrátt fyrir að niðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu sé kominn að þolmörkum. Hjá sjúklingum á geðdeildum, eins og annars staðar, byggir ánægjan fyrst og fremst á því hversu heilbrigðiskerfið hefur á að skipa framúrskarandi starfsfólki, fólki sem dag hvern leggur sig fram um að hlynna að og þjóna sjúklingum þannig að batamöguleikar þeirra séu sem bestir og líðan eins góð og kostur er miðað við aðstæður. Ekki aðeins beinir notendur heilbrigðisþjónustunnar, sjúklingarnir, og aðstandendur þeirra, heldur samfélagið allt stendur í þakkarskuld við þetta fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Engin sértæk úrræði eru fyrir hendi hér á landi fyrir fólk sem er bráðveikt á geði, engin gjörgæsla eða sérstök deild þar sem vakað er yfir þeim sem geta reynst sjálfum sér og jafnvel öðrum hættulegir. Þessi hópur dvelur nú með fólki sem er komið vel á veg í bata, jafnvel öldruðum eða ungum mæðrum. Það er auðvitað óviðunandi með öllu að aðstæður veikasta hópsins skuli í raun vera bágastar og þetta ástand er ekki aðeins ótækt fyrir veikasta fólkið heldur einnig hina sem eru minna veikir og upplifa ekki það öryggi sem þeir ættu að búa við inni á geðdeild. Fréttablaðið birtir í dag fyrstu greinina af sex þar sem Sunna Valgerðardóttir fjallar um aðbúnað geðsjúkra Íslandi. Í grein dagsins í dag eru þessar aðstæður í brennidepli. Fram kemur að brýn þörf sé á meiri aðskilnaði milli sjúklinga á geðdeildum á Landspítalanum við Hringbraut. Hugur forráðamanna geðsviðs stendur til að gera nauðsynlegar breytingar á húsnæði geðdeildarinnar við Hringbraut til þess að þar verði hægt að koma á fót geðgjörgæslu. Hins vegar er fjármögnun þess verkefnis ekki tryggð og telur Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs, að biðla þurfi til almennings að hluta. Það eru stór orð. Á geðsviði hefur verið skorið niður um nærri fjórðung frá efnahagshruninu fyrir fjórum árum. Að mati framkvæmdastjórans hefur niðurskurðurinn ekki skert þjónustu við sjúklinga eða dregið úr öryggi þeirra. Hins vegar er ljóst að aðbúnaður sjúklinga á geðsviði er alls ekki nægilega góður. Notendur þjónustu geðsviðs eru viðkvæmir. Það skiptir því miklu fyrir þann hóp að aðbúnaður sé þannig að þeim líði eins vel og kostur er, að tilfinning þeirra sé að þeir eigi skjól meðan á innlögn þeirra stendur. Þrátt fyrir ófremdarástand sýnir könnun að 84% sjúklinga á geðsviði telja sig fá hjálplega og viðeigandi og alúðlega þjónustu þrátt fyrir að þeir telji sig skorta viðfangsefni og að hluti sjúklinga upplifi sig óöruggan á legudeildum. Um notendur þjónustu geðsviðs er því farið eins og þorra þeirra sem nota heilbrigðisþjónustuna á Íslandi sem ber nánast án undantekninga saman um að þjónustan sé frábær þrátt fyrir að niðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu sé kominn að þolmörkum. Hjá sjúklingum á geðdeildum, eins og annars staðar, byggir ánægjan fyrst og fremst á því hversu heilbrigðiskerfið hefur á að skipa framúrskarandi starfsfólki, fólki sem dag hvern leggur sig fram um að hlynna að og þjóna sjúklingum þannig að batamöguleikar þeirra séu sem bestir og líðan eins góð og kostur er miðað við aðstæður. Ekki aðeins beinir notendur heilbrigðisþjónustunnar, sjúklingarnir, og aðstandendur þeirra, heldur samfélagið allt stendur í þakkarskuld við þetta fólk.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun