1 + 1 + 2000 + 398 Erla Hlynsdóttir skrifar 9. október 2012 06:00 Það er undantekning að ég gefi pening þegar ég er beðin um styrk til bágstaddra eða fjársveltra félagasamtaka. Kannski er það þess vegna sem ég fékk smá hnút í magann þegar ég var komin með söfnunarbaukinn frá Rauða krossinum í hendurnar og var við það að hringja bjöllunni á fyrsta húsinu. Mér til eilítillar undrunar tóku nánast allir brosandi á móti mér. Eldri kona spurði hikandi hvort það væri í lagi að hún gæfi „bara" þúsund krónur og ég hughreysti hana með því að sá peningur kæmi að góðum notum. Unglingsstúlka tæmdi sparibaukinn sinn og tveggja barna faðir leyfði börnunum sínum að setja pening í söfnunarbaukinn „handa börnunum sem eiga engan mat". Ég tek fram að það er ekki af einskærri eigingirni sem ég gef sjaldnast í safnanir. Mín leið er að sinna sjálfboðastarfi. Ég játa að ég geri það líka af eigingjörnum hvötum. Á þennan hátt hitti ég fólk sem ég myndi ekki annars hitta og fæ hlutdeild í reynsluheimi þess. Fyrsta skiptið mitt var hjá Mæðrastyrksnefnd við fataúthlutun. Innan um fatarekkana rakst ég á áttavillta konu. Hún var í allt of stórum, snjáðum gallabuxum, allt of þröngri peysu og síðri illa farinni kápu utan yfir. Rytjulegt hárið bar þess merki að hún hafði ekki farið í klippingu síðustu misserin. Þegar ég bauð henni aðstoð sagðist hún vera að leita að fötum handa börnunum sínum. Ég spurði hvort hún vildi ekki líka föt fyrir sjálfa sig en hún afþakkaði kurteislega. Hún vildi að fötin væru til staðar fyrir þá sem þyrftu meira á þeim að halda en hún. Ein jólin sá ég um hádegismatinn á aðfangadag fyrir skjólstæðinga Samhjálpar. Það var hamborgarhryggur, nema hvað. Annar sjálfboðaliði var búinn að setja hrygginn í ofninn þegar ég mætti. Hann sagði að það ætti alveg eftir að gera sósu, og í búrinu fann ég sveppasúpu í pakka, niðursoðna sveppi og mjólk. Ég hafði aldrei búið til sósu með hamborgarhryggnum heima en vissi að mamma mín myndi afneita mér ef hún frétti að ég hefði boðið heimilislausum upp á jólasósu með hvorki rjóma né matarlit. Ég skaust því út í búð og eldaði síðan mína fyrstu aðfangadagssósu. Mér fannst hún satt að segja heldur misheppnuð. Ekki jafn góð og hjá mömmu. En matargestirnir kunnu vel að meta hana og einn hafði á orði að þetta væri besta sósa sem hann hefði smakkað. Rúmlega 2.400 sjálfboðaliðar tóku þátt í Göngum til góðs á laugardag og söfnuðu um 25 milljónum króna. Við getum þetta alveg. Saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Hlynsdóttir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Það er undantekning að ég gefi pening þegar ég er beðin um styrk til bágstaddra eða fjársveltra félagasamtaka. Kannski er það þess vegna sem ég fékk smá hnút í magann þegar ég var komin með söfnunarbaukinn frá Rauða krossinum í hendurnar og var við það að hringja bjöllunni á fyrsta húsinu. Mér til eilítillar undrunar tóku nánast allir brosandi á móti mér. Eldri kona spurði hikandi hvort það væri í lagi að hún gæfi „bara" þúsund krónur og ég hughreysti hana með því að sá peningur kæmi að góðum notum. Unglingsstúlka tæmdi sparibaukinn sinn og tveggja barna faðir leyfði börnunum sínum að setja pening í söfnunarbaukinn „handa börnunum sem eiga engan mat". Ég tek fram að það er ekki af einskærri eigingirni sem ég gef sjaldnast í safnanir. Mín leið er að sinna sjálfboðastarfi. Ég játa að ég geri það líka af eigingjörnum hvötum. Á þennan hátt hitti ég fólk sem ég myndi ekki annars hitta og fæ hlutdeild í reynsluheimi þess. Fyrsta skiptið mitt var hjá Mæðrastyrksnefnd við fataúthlutun. Innan um fatarekkana rakst ég á áttavillta konu. Hún var í allt of stórum, snjáðum gallabuxum, allt of þröngri peysu og síðri illa farinni kápu utan yfir. Rytjulegt hárið bar þess merki að hún hafði ekki farið í klippingu síðustu misserin. Þegar ég bauð henni aðstoð sagðist hún vera að leita að fötum handa börnunum sínum. Ég spurði hvort hún vildi ekki líka föt fyrir sjálfa sig en hún afþakkaði kurteislega. Hún vildi að fötin væru til staðar fyrir þá sem þyrftu meira á þeim að halda en hún. Ein jólin sá ég um hádegismatinn á aðfangadag fyrir skjólstæðinga Samhjálpar. Það var hamborgarhryggur, nema hvað. Annar sjálfboðaliði var búinn að setja hrygginn í ofninn þegar ég mætti. Hann sagði að það ætti alveg eftir að gera sósu, og í búrinu fann ég sveppasúpu í pakka, niðursoðna sveppi og mjólk. Ég hafði aldrei búið til sósu með hamborgarhryggnum heima en vissi að mamma mín myndi afneita mér ef hún frétti að ég hefði boðið heimilislausum upp á jólasósu með hvorki rjóma né matarlit. Ég skaust því út í búð og eldaði síðan mína fyrstu aðfangadagssósu. Mér fannst hún satt að segja heldur misheppnuð. Ekki jafn góð og hjá mömmu. En matargestirnir kunnu vel að meta hana og einn hafði á orði að þetta væri besta sósa sem hann hefði smakkað. Rúmlega 2.400 sjálfboðaliðar tóku þátt í Göngum til góðs á laugardag og söfnuðu um 25 milljónum króna. Við getum þetta alveg. Saman.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun