Tónlist

RafKraumur í fyrsta sinn

Hljómsveitin spilar á Faktorý í kvöld.
Hljómsveitin spilar á Faktorý í kvöld.
Hljómsveitin Ghostigital í samstarfi við Kraum tónlistarsjóð heldur tónleika á Faktorý í kvöld, laugardag, undir formerkinu RafKraumur. Það er nýtt samstarfsverkefni með það að markmiði að vinna að framþróun og fræðslu um lifandi flutning raftónlistar. Auk Ghostigital stíga Captain Fufanu og Bypass á svið og einnig plötusnúðarnir Gunni Ewok og Árni Skeng.

Ghostigital leikur lög af nýútkominni plötu sinni, Division of Culture and Tourism, í bland við nýtt og eldra efni. Í nýjasta hefti tímaritsins Mojo er farið fögrum orðum um þessa þriðju plötu Ghostigital.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.