Tónlist

Mumford slær sölumet

Enska hljómsveitin Mumford and Sons hefur slegið sölumetið á þessu ári í Bandaríkjunum með nýjustu plötu sinni Babel. Samkvæmt Billboard hefur hún selst í sex hundruð þúsund eintökum á einni viku og þar með slegið út Believe með Justin Bieber sem seldist í 226 þúsundum.

Babel er fyrsta plata Mumford and Sons sem kemst á toppinn í Bandaríkjunum. Hún er einnig næstsöluhæsta stafræna plata sögunnar, á eftir Born This Way með Lady Gaga, með 420 þúsund seld eintök. Platan fór einnig beint á toppinn í Bretlandi og seldist í 159 þúsund eintökum fyrstu vikuna þar í landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.