Ekki er öll vitleysan eins Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 3. október 2012 06:00 Ég stjákla milli herbergja án þess að eira við neitt. Kem ekki nokkru í verk af viti og því litla sem ég kem í verk sinni ég með hangandi hendi. Það liggja eftir mig hálfkláruð verk um allt hús. Ég er komin í útiskóna og úlpuermi þegar ég hætti skyndilega við og fer inn aftur, held stjáklinu áfram. Kveiki á sjónvarpinu aðeins til að slökkva á því og helli upp á kaffi sem kólnar á könnunni. „Hvaða ráp er þetta eiginlega á þér manneskja?!" myndi sjálfsagt einhver hreyta í mig þegar honum ofbyði ranglandahátturinn, en ég er ein heima. Ég er í fríi. Fríið er reyndar senn á enda og það sem hrjáir mig skilst mér að kallist „frílokakvíði". Ranglandahátturinn og eirðarleysið komi til af því að mér finnist ég verða að nýta það sem eftir er af fríinu til hins ýtrasta og óttist að ég hafi ekki nýtt það sem skyldi fram að þessu. Að ég hafi eytt dýrmætum tíma í vitleysu, jafnvel í ekki neitt og hafi nú ekkert til að sýna fram á að fríinu loknu. Því sé eins gott að bretta upp ermarnar því allt þarf að gerast á stundinni…en þó gerist ekki neitt. Frílokakvíði er af sama meiði og fleiri óviturlegar tilfinningar og vangaveltur, eins og til dæmis þær sem hrjá þá sem óttast að verða gamlir! Þið kannist við þá. Það eru þeir sem fóru að barma sér yfir því hvað þeir voru „orðnir rosalega gamlir" löngu fyrir þrítugt og hafa því „verið gamlir" alla ævi þegar þeir loksins verða gamlir. Hjá þeim er glasið alltaf hálftómt. Fríið alltaf „rétt að verða búið". Enda skilaði frílokakvíðinn mér engu þegar hann blossaði skyndilega og óforvarandis upp í brjóstholinu. Ég áttaði mig á því þegar ég fékk mér sopa af ísköldu kaffinu sem ég hafði hellt upp á í kvíðakastinu. Ég var að eyða fríinu í vitleysu með áhyggjum yfir því að ég væri að eyða því í vitleysu! Ég get ekki farið svona með fríið, hugsaði ég með sjálfri mér. Ég dreif mig því í útiskó og úlpu og fór niður í bæ, til að fá mér kaffi og gera ekki neitt. Af því að ég er í fríi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Ég stjákla milli herbergja án þess að eira við neitt. Kem ekki nokkru í verk af viti og því litla sem ég kem í verk sinni ég með hangandi hendi. Það liggja eftir mig hálfkláruð verk um allt hús. Ég er komin í útiskóna og úlpuermi þegar ég hætti skyndilega við og fer inn aftur, held stjáklinu áfram. Kveiki á sjónvarpinu aðeins til að slökkva á því og helli upp á kaffi sem kólnar á könnunni. „Hvaða ráp er þetta eiginlega á þér manneskja?!" myndi sjálfsagt einhver hreyta í mig þegar honum ofbyði ranglandahátturinn, en ég er ein heima. Ég er í fríi. Fríið er reyndar senn á enda og það sem hrjáir mig skilst mér að kallist „frílokakvíði". Ranglandahátturinn og eirðarleysið komi til af því að mér finnist ég verða að nýta það sem eftir er af fríinu til hins ýtrasta og óttist að ég hafi ekki nýtt það sem skyldi fram að þessu. Að ég hafi eytt dýrmætum tíma í vitleysu, jafnvel í ekki neitt og hafi nú ekkert til að sýna fram á að fríinu loknu. Því sé eins gott að bretta upp ermarnar því allt þarf að gerast á stundinni…en þó gerist ekki neitt. Frílokakvíði er af sama meiði og fleiri óviturlegar tilfinningar og vangaveltur, eins og til dæmis þær sem hrjá þá sem óttast að verða gamlir! Þið kannist við þá. Það eru þeir sem fóru að barma sér yfir því hvað þeir voru „orðnir rosalega gamlir" löngu fyrir þrítugt og hafa því „verið gamlir" alla ævi þegar þeir loksins verða gamlir. Hjá þeim er glasið alltaf hálftómt. Fríið alltaf „rétt að verða búið". Enda skilaði frílokakvíðinn mér engu þegar hann blossaði skyndilega og óforvarandis upp í brjóstholinu. Ég áttaði mig á því þegar ég fékk mér sopa af ísköldu kaffinu sem ég hafði hellt upp á í kvíðakastinu. Ég var að eyða fríinu í vitleysu með áhyggjum yfir því að ég væri að eyða því í vitleysu! Ég get ekki farið svona með fríið, hugsaði ég með sjálfri mér. Ég dreif mig því í útiskó og úlpu og fór niður í bæ, til að fá mér kaffi og gera ekki neitt. Af því að ég er í fríi.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun