Lífið

Mundar penslana í London

Líkar vel Ísak Frey líkar lífið í London vel þar sem hann er kominn á mála hjá umboðsskrifstofu og farðar fræga fólkið.
Líkar vel Ísak Frey líkar lífið í London vel þar sem hann er kominn á mála hjá umboðsskrifstofu og farðar fræga fólkið.
„Mig langaði til að prófa nýja hluti og kanna nýjar slóðir," segir förðunarfræðingurinn Ísak Freyr Helgason sem hefur komið sér vel fyrir í Lundúnum þar sem hann var að meðal annars iðinn við kolann á nýafstaðinni tískuviku.

Ísak farðaði þar stjörnur á borð við Juliu Restoin Roitfeld, dóttur ritstjórans umdeilda Carine Roitfeld, og fyrirsætuna Suki Waterhouse sem á góðu gengi að fagna í Bretlandi. Ísak líkar lífið í London vel og er kominn á mála hjá umboðsskrifstofu.

„Í tískuvikunni var ég meira í að gera gestina sæta fyrir viðburðina en að mála fyrir sýningarnar sjálfar. Ég hef verið mjög heppinn með verkefni hingað til," segir Ísak sem fór heim til Restoin Roitfeld þar sem hann farðaði stjörnuna fyrir stærstu sýningu tískuvikunnar í London, Burberry Prorsum, en þar var hún mynduð í bak og fyrir. „Hún er yndisleg og jarðbundin manneskja."

Ísak veit ekki hversu lengi hann ætlar að munda penslana í London en hann nýtur liðsinnis ljósmyndarans Sögu Sigurðardóttur, sem hefur átt mikilli velgengni að fagna í tískuheiminum þar ytra.

„Ég lifi fyrir einn dag í einu hérna. Mér finnst London yndisleg og ekki skemmir fyrir að hafa fólk eins og gimsteininn Sögu Sig í kringum sig en hún hefur hjálpað mér ótrúlega hérna úti."- áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×