Lífið

Spáir yfir tíu þúsund eintökum

vinsæll Fyrsta plata Ásgeirs Trausta hefur selst í um tvö þúsund eintökum.fréttablaðið/valli
vinsæll Fyrsta plata Ásgeirs Trausta hefur selst í um tvö þúsund eintökum.fréttablaðið/valli
Fyrsta plata tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn, hefur selst eins og heitar lummur að undanförnu. Samanlagt hafa um tvö þúsund eintök farið yfir búðarborðið á aðeins þremur vikum og situr platan í efsta sæti Tónlistans aðra vikuna í röð.

„Ég er nokkuð viss um að Ásgeir fer yfir tíu þúsund eintök á árinu en það er langt umfram væntingar fyrir nokkrum vikum," segir Eiður Arnarsson hjá útgáfufyrirtækinu Senu þegar hann er beðinn um að spá fyrir um söluna.

Mugison sló öll met í fyrra með plötunni Haglél sem seldist í um þrjátíu þúsund eintökum. Er Ásgeir Trausti næsti Mugison?

„Ég veit það nú ekki. Í samhengi við plötusölu held ég að það sé erfitt að leita að næsta Mugison. Mig grunar að Haglél sé fyrirbæri sem verði ekki endurtekið í sölu en það þarf mikið að ganga á til að plata Ásgeirs verði ekki söluhæsta plata ársins," fullyrðir Eiður. Helst gæti My Head Is An Animal með Of Monsters and Men skákað Ásgeiri Trausta en hún hefur selst jafnt og þétt hér á landi síðan hún kom út fyrir ári síðan, eða í yfir sautján þúsund eintökum. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.