Ásgeir Trausti seldist upp á sex dögum 21. september 2012 10:00 Ásgeirs Trausta, platan Dýrð í dauðaþögn, seldist í um þúsund eintökum á sex dögum. Fréttablaðið/valli „Hann er með þennan x-faktor sem allir eru að leita að og hann nær til breiðs hóps fólks,“ segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu, um velgengni frumraunar tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta, plötunnar Dýrð í dauðaþögn. Platan er uppseld í flestum verslunum landsins en hún kom út á þriðjudaginn í síðustu viku. Eiður segir þetta vera frábæra byrjun á ferli Ásgeirs sem er greinilega rísandi stjarna í íslenskum tónlistarheimi. „Gróflega myndi ég áætla að um þúsund eintök hafi selst fyrstu sex dagana sem er svakalega gott. Fyrst þegar ég sá þessar tölur fór ég að hugsa hvort þetta væri ekki með betri upphafsvikum íslensks tónlistarmanns,“ segir Eiður en fleiri eintök af plötunni eru væntanleg í verslanir eftir helgi. „Í kjölfarið á þessari velgengni fór ég til dæmis að skoða hversu mikið Of Monsters and Men seldu af plötum fyrstu útgáfuviku sína í fyrra. Ásgeir Trausti tvöfaldar þeirra tölur.“ Lögin Sumargestur og Leyndarmál hafa lagst vel í landsmenn og notið vinsælda. Eiður segist því hafa fundið spennu fyrir tónlistarmanninum og haft á tilfinningunni að platan myndi seljast vel áður en hún kom út. „Ég pantaði annað upplag fjórum dögum áður en platan kom út. Það hef ég ekki gert áður á mínum fimmtán ára ferli sem útgáfustjóri. Maður er nú vanur að stíga varlega til jarðar í þessum bransa.“ Dýrð í dauðaþögn er nú í fyrsta sæti Tónlistans og hefur fengið einróma lof gagnrýnenda. Platan fékk fjórar stjörnur hjá Trausta Júlíussyni, gagnrýnanda Fréttablaðsins, sem sagði hana óskabyrjun á ferlinum. „Ásgeir Trausti er bæði hægur og hógvær og það fær tónlistina til að skína í gegn og tel ég það vera eina af ástæðunum fyrir velgengninni.“ -áp Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Hann er með þennan x-faktor sem allir eru að leita að og hann nær til breiðs hóps fólks,“ segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu, um velgengni frumraunar tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta, plötunnar Dýrð í dauðaþögn. Platan er uppseld í flestum verslunum landsins en hún kom út á þriðjudaginn í síðustu viku. Eiður segir þetta vera frábæra byrjun á ferli Ásgeirs sem er greinilega rísandi stjarna í íslenskum tónlistarheimi. „Gróflega myndi ég áætla að um þúsund eintök hafi selst fyrstu sex dagana sem er svakalega gott. Fyrst þegar ég sá þessar tölur fór ég að hugsa hvort þetta væri ekki með betri upphafsvikum íslensks tónlistarmanns,“ segir Eiður en fleiri eintök af plötunni eru væntanleg í verslanir eftir helgi. „Í kjölfarið á þessari velgengni fór ég til dæmis að skoða hversu mikið Of Monsters and Men seldu af plötum fyrstu útgáfuviku sína í fyrra. Ásgeir Trausti tvöfaldar þeirra tölur.“ Lögin Sumargestur og Leyndarmál hafa lagst vel í landsmenn og notið vinsælda. Eiður segist því hafa fundið spennu fyrir tónlistarmanninum og haft á tilfinningunni að platan myndi seljast vel áður en hún kom út. „Ég pantaði annað upplag fjórum dögum áður en platan kom út. Það hef ég ekki gert áður á mínum fimmtán ára ferli sem útgáfustjóri. Maður er nú vanur að stíga varlega til jarðar í þessum bransa.“ Dýrð í dauðaþögn er nú í fyrsta sæti Tónlistans og hefur fengið einróma lof gagnrýnenda. Platan fékk fjórar stjörnur hjá Trausta Júlíussyni, gagnrýnanda Fréttablaðsins, sem sagði hana óskabyrjun á ferlinum. „Ásgeir Trausti er bæði hægur og hógvær og það fær tónlistina til að skína í gegn og tel ég það vera eina af ástæðunum fyrir velgengninni.“ -áp
Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira