Mánudagur til mæðu Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 19. september 2012 06:00 Hey! (hátt blístur) Pitsan þín er tilbúin!" Ungi maðurinn með svuntuna veifaði mér og ýtti til mín kvöldmat fjölskyldunnar þetta mánudagskvöldið. Ég varð hálf hvumsa við hátt blístrið þar sem ég var eini gesturinn fyrir framan borðið hjá honum en stökk auðvitað til og þreif til mín pappakassann. Hér átti greinilega ekkert að hanga lengur en þörf var á. Unga manninum stökk ekki bros og mér sýndist hann hálf súr. Klukkan var orðin margt. Hann langaði greinilega að vera einhvers staðar annars staðar en í gluggalausu pitsueldhúsinu. Það var mánudagur í honum. Afgreiðslu- og þjónustustörf eru hreint ekki allra og til að standa sig vel í þess konar starfi þarf jafnaðargeð. Þjónustulund er það víst kallað. Ég hef sjálf unnið við afgreiðslustörf og veit að þau eru ekkert grín. Ég fór meira að segja á námskeið í þjónustu þegar ég réð mig til starfa sem þjón í sal á hóteli fyrir mörgum árum. Þar var mér sagt að brosa og vera liðleg við gestina, sama hvað á gengi, líka á mánudögum. Að best tækist til þegar gestinum fyndist starfsfólkið hafa gengið lengra en venjulegt væri við að þjónusta hann og bara hann. Ég náði þessu ekki. Ég náði því hins vegar að fólk gerir ósanngjarnar kröfur til afgreiðslufólks alla daga vikunnar. Ég hef bæði afgreitt pylsur gegnum lúgu og þjónað til borðs með hvítt viskustykki á handleggnum. Ég renndi líka eitt sinn vörum yfir skannann í matvöruverslun, í nokkra daga, áður en ég gafst upp. Það var með því erfiðara sem ég hef unnið við. Fólk er merkilega ófeimið við að sýna afgreiðslufólki sínar verstu hliðar. Ég get talið á fingrum annarrar handar þau tilvik gegnum tíðina þar sem sá sem afgreiðir mig hefur verið dónalegur, en missi töluna yfir þau skipti þar sem ég sem afgreiðslukona lenti í dónalegum viðskiptavinum. Nú er langt síðan ég hef afgreitt nokkurn um neitt. Sem betur fer kannski, var ekki á réttri hillu þar. Ekki frekar en blessaður vinur minn í pitsueldhúsinu, sem blístraði á mig eins og hund eftir pitsunni! Ég erfði það ekki við hann. Fékk mig ekki til þess og hló bara með sjálfri mér á leiðinni út með kvöldmatinn undir hendinni. Hvað ég man þessa mánudaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Hey! (hátt blístur) Pitsan þín er tilbúin!" Ungi maðurinn með svuntuna veifaði mér og ýtti til mín kvöldmat fjölskyldunnar þetta mánudagskvöldið. Ég varð hálf hvumsa við hátt blístrið þar sem ég var eini gesturinn fyrir framan borðið hjá honum en stökk auðvitað til og þreif til mín pappakassann. Hér átti greinilega ekkert að hanga lengur en þörf var á. Unga manninum stökk ekki bros og mér sýndist hann hálf súr. Klukkan var orðin margt. Hann langaði greinilega að vera einhvers staðar annars staðar en í gluggalausu pitsueldhúsinu. Það var mánudagur í honum. Afgreiðslu- og þjónustustörf eru hreint ekki allra og til að standa sig vel í þess konar starfi þarf jafnaðargeð. Þjónustulund er það víst kallað. Ég hef sjálf unnið við afgreiðslustörf og veit að þau eru ekkert grín. Ég fór meira að segja á námskeið í þjónustu þegar ég réð mig til starfa sem þjón í sal á hóteli fyrir mörgum árum. Þar var mér sagt að brosa og vera liðleg við gestina, sama hvað á gengi, líka á mánudögum. Að best tækist til þegar gestinum fyndist starfsfólkið hafa gengið lengra en venjulegt væri við að þjónusta hann og bara hann. Ég náði þessu ekki. Ég náði því hins vegar að fólk gerir ósanngjarnar kröfur til afgreiðslufólks alla daga vikunnar. Ég hef bæði afgreitt pylsur gegnum lúgu og þjónað til borðs með hvítt viskustykki á handleggnum. Ég renndi líka eitt sinn vörum yfir skannann í matvöruverslun, í nokkra daga, áður en ég gafst upp. Það var með því erfiðara sem ég hef unnið við. Fólk er merkilega ófeimið við að sýna afgreiðslufólki sínar verstu hliðar. Ég get talið á fingrum annarrar handar þau tilvik gegnum tíðina þar sem sá sem afgreiðir mig hefur verið dónalegur, en missi töluna yfir þau skipti þar sem ég sem afgreiðslukona lenti í dónalegum viðskiptavinum. Nú er langt síðan ég hef afgreitt nokkurn um neitt. Sem betur fer kannski, var ekki á réttri hillu þar. Ekki frekar en blessaður vinur minn í pitsueldhúsinu, sem blístraði á mig eins og hund eftir pitsunni! Ég erfði það ekki við hann. Fékk mig ekki til þess og hló bara með sjálfri mér á leiðinni út með kvöldmatinn undir hendinni. Hvað ég man þessa mánudaga.