Blygðunarlaust popp Kjartan Guðmundsson skrifar 14. september 2012 10:00 Tónlist. Þórunn Antonía. Star Crossed. Sena. Það vakti strax fögur fyrirheit þegar fyrstu ávextir samstarfs Þórunnar Antoníu og eitísboltans Davíðs Berndsen komu fyrir augu og eyru almennings fyrir hartnær tveimur árum. Áður hafði söngkonan sent frá sér eina sólóplötu (Those Little Things frá 2002 þegar hún var aðeins átján ára gömul), búið erlendis þar sem hún þandi raddböndin með mörgum og misþekktum listamönnum og öðlast nokkuð víðtæka reynslu af skemmtanabransanum, en fáum þeirra sem fylgdust með duldist hversu fullkomlega tvíeykið var á sömu línu þegar kom að tónlistarsköpun. Fyrsta lagið sem fór í spilun, For Your Love, var útvarpssmellur sem sameinaði það besta úr diskóinu og nýrómantíkinni með grípandi laglínu og höggþéttri hljóðblöndun sem féll einkar vel að áreynslulausri raddbeitingu Þórunnar Antoníu. Mest hressandi var þó hversu afurðin virkaði óþvinguð. Þarna var verið að búa til blygðunarlaust popp, hvorki tommu til né frá, og það gekk glæsilega upp. Sömu sögu er að segja af lögunum sem Þórunn Antonía hefur varpað niður með reglulegu millibili í aðdraganda þessarar annarrar sólóplötu sinnar, Star Crossed, og einnig þeim sem nú heyrast í fyrsta sinn. Hermigervill og Oculus hafa bæst í hóp aðstoðarmanna og er það vel. Out Of Touch, Too Late og So High hafa öll heyrst töluvert í útvarpi, enda dilli- og dansvæn með eindæmum og melódíurnar hreinlega bráðna í eyrum. Titillagið verður að teljast líklegt til vinsælda, eins og þar stendur, og einnig Electrify My Heartbeat þar sem örlítið er hægt á hjólunum með góðum árangri. Skemmtilegustu glaðningarnir eru þó Lovers in the Night og Time Difference, hvort tveggja afskaplega vel samin popplög með sinn x-faktorinn hvort (svuntuþeysissóló sem daðrar við hallærislegheit í því fyrrnefnda og hinn löngum vanmetna tal-kafla í hinu síðarnefnda). Helst mætti setja út á hversu sjaldgæft er að vikið sé frá formúlunni og ekki ólíklegt að örlítið meiri tilraunamennska hefði gert plötuna enn betri. Á móti kemur að téð formúla virkar vel og smurt. Kostir og gallar ástarinnar eru alltumlykjandi í textum og úr verður svöl poppplata sem minnir um margt á horfna tíma en gæti átt gott líf í vændum í framtíðinni. Niðurstaða: Þórunn Antonía blaktir á flunkufínni poppplötu. Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist. Þórunn Antonía. Star Crossed. Sena. Það vakti strax fögur fyrirheit þegar fyrstu ávextir samstarfs Þórunnar Antoníu og eitísboltans Davíðs Berndsen komu fyrir augu og eyru almennings fyrir hartnær tveimur árum. Áður hafði söngkonan sent frá sér eina sólóplötu (Those Little Things frá 2002 þegar hún var aðeins átján ára gömul), búið erlendis þar sem hún þandi raddböndin með mörgum og misþekktum listamönnum og öðlast nokkuð víðtæka reynslu af skemmtanabransanum, en fáum þeirra sem fylgdust með duldist hversu fullkomlega tvíeykið var á sömu línu þegar kom að tónlistarsköpun. Fyrsta lagið sem fór í spilun, For Your Love, var útvarpssmellur sem sameinaði það besta úr diskóinu og nýrómantíkinni með grípandi laglínu og höggþéttri hljóðblöndun sem féll einkar vel að áreynslulausri raddbeitingu Þórunnar Antoníu. Mest hressandi var þó hversu afurðin virkaði óþvinguð. Þarna var verið að búa til blygðunarlaust popp, hvorki tommu til né frá, og það gekk glæsilega upp. Sömu sögu er að segja af lögunum sem Þórunn Antonía hefur varpað niður með reglulegu millibili í aðdraganda þessarar annarrar sólóplötu sinnar, Star Crossed, og einnig þeim sem nú heyrast í fyrsta sinn. Hermigervill og Oculus hafa bæst í hóp aðstoðarmanna og er það vel. Out Of Touch, Too Late og So High hafa öll heyrst töluvert í útvarpi, enda dilli- og dansvæn með eindæmum og melódíurnar hreinlega bráðna í eyrum. Titillagið verður að teljast líklegt til vinsælda, eins og þar stendur, og einnig Electrify My Heartbeat þar sem örlítið er hægt á hjólunum með góðum árangri. Skemmtilegustu glaðningarnir eru þó Lovers in the Night og Time Difference, hvort tveggja afskaplega vel samin popplög með sinn x-faktorinn hvort (svuntuþeysissóló sem daðrar við hallærislegheit í því fyrrnefnda og hinn löngum vanmetna tal-kafla í hinu síðarnefnda). Helst mætti setja út á hversu sjaldgæft er að vikið sé frá formúlunni og ekki ólíklegt að örlítið meiri tilraunamennska hefði gert plötuna enn betri. Á móti kemur að téð formúla virkar vel og smurt. Kostir og gallar ástarinnar eru alltumlykjandi í textum og úr verður svöl poppplata sem minnir um margt á horfna tíma en gæti átt gott líf í vændum í framtíðinni. Niðurstaða: Þórunn Antonía blaktir á flunkufínni poppplötu.
Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira