Fimmtíu gráir skuggar 13. september 2012 11:00 Fimmtíu gráir skuggar. Bækur. Fimmtíu gráir skuggar E.L. James/Þýðing: Ásdís Guðnadóttir JPV-útgáfa Fríða, Dýrið og flengingarnar Ung og saklaus stúlka lendir í höndum óargadýrs með myrkar hvatir og þau fella hugi saman. Hann er þjakaður af myrkrinu sem í honum býr, enda er það afleiðing óhuggulegrar frumbernsku auk þess sem vond norn hneppti hann í álög fimmtán ára gamlan og festi hann í hlutverki dýrsins. Unga saklausa stúlkan, sem að sjálfsögðu er hrein mey, tekur upp samband við Dýrið og ætlar sér að létta af því álögunum með djúpri og fagurri ást sinni. Átök sakleysis og illsku magnast þar til hún gefst upp og flýr kastala Dýrsins, en getur ekki gleymt Dýrinu sínu… Þetta er ekki endursögn á gömlu ævintýri eða Disney-mynd. Þetta er í grófum dráttum söguþráðurinn í hinni umdeildu og geysivinsælu skáldsögu E.L. James, Fimmtíu gráir skuggar. Myrkrið sem býr í sál hins ægifagra og ofurríka Grey brýst út í þörf fyrir BDSM-kynlíf, en hin ofursaklausa Anastasia (meira að segja nafnið er úr Disney-mynd) er ekki á því að gangast undir þær kröfur hans enda ljóst af ævintýrum og ástarsögum allra tíma að ástin sigrar allt á endanum. Áttatíu prósent af sögunni fara því í samningaviðræður þeirra á milli: hvað vill hann gefa eftir? Hversu langt er hún tilbúin að ganga til að mæta honum? Textinn er álíka banall og plottið og kynlífslýsingarnar frekar til þess fallnar að vekja hlátur en kynferðislegan æsing: „Ég styn þegar hann opnar mig, fyllir mig, munnur minn opinn af undrun yfir dásamlegri, frábærri, kveljandi, yfirfullri tilfinningunni" (bls. 257). „Ég spring utan um hann, hvirflast inn í ákafa alltumlykjandi fullnægingu…hann stynur hátt og óskiljanlega þegar hann finnur lausn" (bls. 457). Hverjum samförunum eftir aðrar er lýst nákvæmlega eins og verða þær lýsingar ansi leiðigjarnar. Hinar margauglýstu BDSM-kynlífssenur eru fáar og lýst á álíka uppskrúfaðan hátt. Pempíuskapurinn gengur svo langt að kynfæri eru varla nefnd á nafn, hann snertir hana „þarna niðri" og hún finnur fyrir „honum" inni í sér, eða tekur um „hann". Þess á milli morar textinn í unglingslegum upphrópunum, „fjandinn hafi það" kemur fyrir á nærri hverri síðu (holy crap á frummálinu) og Jesús er mikið ákallaður. Persónurnar eru hreinar steríótýpur ástarsagnanna; bæði ung og fögur, hún óviss um sjálfa sig og klaufaleg, hann sjálfsöruggur og meðvitaður um áhrif sín á konur. Þróun þeirra í átt hvort til annars, hennar inn í myrkrið – hans fram í ljósið, er afskaplega ósannfærandi og á köflum veit lesandinn ekki hvort hann á að gráta eða hlæja yfir klisjusafninu. BDSM-ið sem svo mjög er veifað í auglýsingum og umræðu snýst aðallega um endalausar lýsingar á hlutverki undirlægju og drottnara, lýsingar á tólum sem eru notuð við slíkt kynlíf, herberginu sem Grey hefur innréttað til slíkra leikja og svo framvegis. Þetta er hvorki mömmuklám né ömmuklám, þetta er í besta falli langömmuklám sem hefði getað verið skrifað á 19. öldinni. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða:Afskaplega hefðbundin ástarsaga, með laufléttu porn-ívafi, um góðu stúlkuna og þjáða manninn sem hún vill frelsa. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur. Fimmtíu gráir skuggar E.L. James/Þýðing: Ásdís Guðnadóttir JPV-útgáfa Fríða, Dýrið og flengingarnar Ung og saklaus stúlka lendir í höndum óargadýrs með myrkar hvatir og þau fella hugi saman. Hann er þjakaður af myrkrinu sem í honum býr, enda er það afleiðing óhuggulegrar frumbernsku auk þess sem vond norn hneppti hann í álög fimmtán ára gamlan og festi hann í hlutverki dýrsins. Unga saklausa stúlkan, sem að sjálfsögðu er hrein mey, tekur upp samband við Dýrið og ætlar sér að létta af því álögunum með djúpri og fagurri ást sinni. Átök sakleysis og illsku magnast þar til hún gefst upp og flýr kastala Dýrsins, en getur ekki gleymt Dýrinu sínu… Þetta er ekki endursögn á gömlu ævintýri eða Disney-mynd. Þetta er í grófum dráttum söguþráðurinn í hinni umdeildu og geysivinsælu skáldsögu E.L. James, Fimmtíu gráir skuggar. Myrkrið sem býr í sál hins ægifagra og ofurríka Grey brýst út í þörf fyrir BDSM-kynlíf, en hin ofursaklausa Anastasia (meira að segja nafnið er úr Disney-mynd) er ekki á því að gangast undir þær kröfur hans enda ljóst af ævintýrum og ástarsögum allra tíma að ástin sigrar allt á endanum. Áttatíu prósent af sögunni fara því í samningaviðræður þeirra á milli: hvað vill hann gefa eftir? Hversu langt er hún tilbúin að ganga til að mæta honum? Textinn er álíka banall og plottið og kynlífslýsingarnar frekar til þess fallnar að vekja hlátur en kynferðislegan æsing: „Ég styn þegar hann opnar mig, fyllir mig, munnur minn opinn af undrun yfir dásamlegri, frábærri, kveljandi, yfirfullri tilfinningunni" (bls. 257). „Ég spring utan um hann, hvirflast inn í ákafa alltumlykjandi fullnægingu…hann stynur hátt og óskiljanlega þegar hann finnur lausn" (bls. 457). Hverjum samförunum eftir aðrar er lýst nákvæmlega eins og verða þær lýsingar ansi leiðigjarnar. Hinar margauglýstu BDSM-kynlífssenur eru fáar og lýst á álíka uppskrúfaðan hátt. Pempíuskapurinn gengur svo langt að kynfæri eru varla nefnd á nafn, hann snertir hana „þarna niðri" og hún finnur fyrir „honum" inni í sér, eða tekur um „hann". Þess á milli morar textinn í unglingslegum upphrópunum, „fjandinn hafi það" kemur fyrir á nærri hverri síðu (holy crap á frummálinu) og Jesús er mikið ákallaður. Persónurnar eru hreinar steríótýpur ástarsagnanna; bæði ung og fögur, hún óviss um sjálfa sig og klaufaleg, hann sjálfsöruggur og meðvitaður um áhrif sín á konur. Þróun þeirra í átt hvort til annars, hennar inn í myrkrið – hans fram í ljósið, er afskaplega ósannfærandi og á köflum veit lesandinn ekki hvort hann á að gráta eða hlæja yfir klisjusafninu. BDSM-ið sem svo mjög er veifað í auglýsingum og umræðu snýst aðallega um endalausar lýsingar á hlutverki undirlægju og drottnara, lýsingar á tólum sem eru notuð við slíkt kynlíf, herberginu sem Grey hefur innréttað til slíkra leikja og svo framvegis. Þetta er hvorki mömmuklám né ömmuklám, þetta er í besta falli langömmuklám sem hefði getað verið skrifað á 19. öldinni. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða:Afskaplega hefðbundin ástarsaga, með laufléttu porn-ívafi, um góðu stúlkuna og þjáða manninn sem hún vill frelsa.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira