Tónlist

Of Monsters setur nýtt met

Of Monsters and men Hljómsveitin hefur setið í efsta sæti Tónlistans í átján vikur samfleytt.
fréttablaðið/stefán
Of Monsters and men Hljómsveitin hefur setið í efsta sæti Tónlistans í átján vikur samfleytt. fréttablaðið/stefán
Fyrsta plata Of Monsters and Men, My Head Is an Animal hefur sett nýtt met á Tónlistanum, samkvæmt Félagi hljómplötuframleiðenda. Hún hefur setið í efsta sæti þessa íslenska sölulista samanlagt í átján vikur, sem er lengri tími en nokkur önnur plata hefur setið frá því listinn var fyrst birtur.

My Head Is an Animal kom út 20. september í fyrra hér á landi og hefur selst í um sautján þúsund eintökum. Hún slær fyrra met Helga Björnssonar og Reiðmanna vindanna og Mugisons sem báðir náðu sautján vikum. Helgi Björns sat reyndar samfleytt í sautján vikur á toppnum en ekki Mugison.

Tónlistinn er unninn fyrir Félag hljómplötuframleiðenda samkvæmt sölugögnum frá verslunum Skífunnar, Eymundsson, Bókabúð Máls og menningar, Hagkaupum, 12 tónum, Bónus, Smekkleysu og Tónlist.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.