Dauðalausi maðurinn og daufdumba stúlkan Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. september 2012 00:01 Nú er Kona tígursins komin út í vandaðri íslenskri þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Téa Obreht sló hressilega í gegn með fyrstu skáldsögu sinni, Konu tígursins, hlaut Orange-verðlaunin 2011 og hefur verið hyllt víða um lönd sem einn besti höfundur sinnar kynslóðar, en hún er fædd 1985. Nú er Kona tígursins komin út í vandaðri íslenskri þýðingu Guðna Kolbeinssonar og það verður að segjast eins og er að miðað við allt það hrós sem á hana hefur verið hlaðið veldur bókin nokkrum vonbrigðum. Sögusviðið er óskilgreint land í fyrrum Júgóslavíu og aðalpersónan, unglæknirinn Natalía, vinnur við að sinna börnum í afskekktum þorpum sem orðið hafa fyrir barðinu á upplausninni í landinu í kjölfar stríðsins. Meginuppistaða sögunnar eru þó minningar og sögur afa hennar sem hún fréttir á ferðalaginu að hafi látist skyndilega í óþekktu þorpi sem enginn veit hvaða erindi hann átti í. Sá hluti sögunnar er að sönnu heillandi og tengir saman og útskýrir ólguna í landinu allt frá síðari heimsstyrjöld til nútímans. Lýsingarnar á samskiptum afans og dauðalausa mannsins sem hann rekst á nokkrum sinnum við störf sín sem læknir eru dásamlega kímnar og skemmtilegar og endurspegla vel hina endalausu baráttu starfandi læknis við dauðann, einkum í stríðshrjáðu landi. Minningar afans úr æsku í örlitlu afskekktu þorpi sem haldið er í heljargreipum af tígrisdýri sem sloppið hefur úr dýragarði eru líka fjölskrúðugar og sýna vel baráttu nútíma hugsunar við ógnarvald hjátrúar og fornra ritúala. Sá þáttur sögunnar þar sem sögusviðið er nútíminn er hins vegar til muna lakari og nær ekki að varpa neinu nýju ljósi á eftirleik stríðsins í Júgóslavíu þar sem nánir ættingjar, nágrannar og jafnvel hjón stóðu skyndilega frammi fyrir því að vera skipað í óvinafylkingar. Dregur það töluvert úr áhrifum sögunnar. Engu að síður er Kona tígursins áhugaverð saga og töluvert óvenjuleg í vestrænu bókmenntasamhengi. Minnir helst á suður-amerísku töfraraunsæisbókmenntirnar sem tröllriðu markaðnum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og er þar ekki leiðum að líkjast. Nýstárlegri miðlun á lífssögum frá tiltölulega óþekktum heimi ber að fagna og sé tekið mið af ungum aldri höfundarins er sannarlega tilhlökkunarefni að fylgjast með því sem frá henni kemur í framtíðinni. Þýðing Guðna Kolbeinssonar er vönduð og á fallegu máli, eins og við er að búast, en hafandi ekki lesið frumtextann finnst manni hún kannski full hátíðleg og tungumálið full bóklegt á köflum sem truflar flæði textans. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Téa Obreht sló hressilega í gegn með fyrstu skáldsögu sinni, Konu tígursins, hlaut Orange-verðlaunin 2011 og hefur verið hyllt víða um lönd sem einn besti höfundur sinnar kynslóðar, en hún er fædd 1985. Nú er Kona tígursins komin út í vandaðri íslenskri þýðingu Guðna Kolbeinssonar og það verður að segjast eins og er að miðað við allt það hrós sem á hana hefur verið hlaðið veldur bókin nokkrum vonbrigðum. Sögusviðið er óskilgreint land í fyrrum Júgóslavíu og aðalpersónan, unglæknirinn Natalía, vinnur við að sinna börnum í afskekktum þorpum sem orðið hafa fyrir barðinu á upplausninni í landinu í kjölfar stríðsins. Meginuppistaða sögunnar eru þó minningar og sögur afa hennar sem hún fréttir á ferðalaginu að hafi látist skyndilega í óþekktu þorpi sem enginn veit hvaða erindi hann átti í. Sá hluti sögunnar er að sönnu heillandi og tengir saman og útskýrir ólguna í landinu allt frá síðari heimsstyrjöld til nútímans. Lýsingarnar á samskiptum afans og dauðalausa mannsins sem hann rekst á nokkrum sinnum við störf sín sem læknir eru dásamlega kímnar og skemmtilegar og endurspegla vel hina endalausu baráttu starfandi læknis við dauðann, einkum í stríðshrjáðu landi. Minningar afans úr æsku í örlitlu afskekktu þorpi sem haldið er í heljargreipum af tígrisdýri sem sloppið hefur úr dýragarði eru líka fjölskrúðugar og sýna vel baráttu nútíma hugsunar við ógnarvald hjátrúar og fornra ritúala. Sá þáttur sögunnar þar sem sögusviðið er nútíminn er hins vegar til muna lakari og nær ekki að varpa neinu nýju ljósi á eftirleik stríðsins í Júgóslavíu þar sem nánir ættingjar, nágrannar og jafnvel hjón stóðu skyndilega frammi fyrir því að vera skipað í óvinafylkingar. Dregur það töluvert úr áhrifum sögunnar. Engu að síður er Kona tígursins áhugaverð saga og töluvert óvenjuleg í vestrænu bókmenntasamhengi. Minnir helst á suður-amerísku töfraraunsæisbókmenntirnar sem tröllriðu markaðnum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og er þar ekki leiðum að líkjast. Nýstárlegri miðlun á lífssögum frá tiltölulega óþekktum heimi ber að fagna og sé tekið mið af ungum aldri höfundarins er sannarlega tilhlökkunarefni að fylgjast með því sem frá henni kemur í framtíðinni. Þýðing Guðna Kolbeinssonar er vönduð og á fallegu máli, eins og við er að búast, en hafandi ekki lesið frumtextann finnst manni hún kannski full hátíðleg og tungumálið full bóklegt á köflum sem truflar flæði textans.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira