DJ Shadow sýnir gamla takta 30. ágúst 2012 14:00 GÓÐ GRÆJA Það er mynd af Akai MPC-tækinu framan á nýju DJ Shadow-plötunni. DJ Shadow er listamannsnafn Kaliforníubúans Josh Davis sem er þekktastur fyrir plötuna Entroducing sem kom út árið 1996 og er eitt af höfuðverkum instrúmental hip-hop tónlistarbylgjunnar sem oftast er kölluð trip-hop. Hún var áberandi á síðari hluta tíunda áratugarins hjá útgáfum eins og Ninja Tune og MoWax. Entroducing er algjört meistaraverk, marglaga samsuða af töktum og tónum, sem stundum birtist þegar spekúlantar velja bestu plötur sögunnar – eins og skrattinn úr sauðaleggnum innan um allar Bítla- og Radiohead-plöturnar. DJ Shadow er búinn að gera fjórar plötur síðan Entroducing kom út, en þær standa henni allar langt að baki. Fyrir fjórum árum byrjaði Josh hins vegar að gefa út tónlist sem hann gerði á árunum 1990 – 1992. Alls komu þrjár plötur frá þessu tímabili sem DJ Shadow kallar The 4-Track Era, enda vann hann tónlistina á fjögurra rása kassettutæki (Yamaha MT-100). Skemmtilegar plötur. Fyrir nokkrum vikum kom svo út platan Total Breakdown: Hidden Transmissions From The MPC Era, en hún hefur að geyma áður óútgefna tónlist frá næsta skeiði, 1992 – 1996. Þá tónlist vann Josh á Akai MPC-tæki, en það var MIDI-upptökutæki og trommuheili sem kom upphaflega á markað árið 1988, en þróaðist með árunum yfir í öflugan sampler. Á meðal efnis á Total Breakdown er EP-plata sem DJ Shadow gerði með rapparanum Gift of Gab úr Blackalicious, en sú plata kom aldrei út á sínum tíma. Eins og 4-Track Era plöturnar er nýja platan stórskemmtileg. Tónlistin er einfaldari og frumstæðari heldur en hún varð á seinni stigum, en samt mjög flott. Lífið Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
DJ Shadow er listamannsnafn Kaliforníubúans Josh Davis sem er þekktastur fyrir plötuna Entroducing sem kom út árið 1996 og er eitt af höfuðverkum instrúmental hip-hop tónlistarbylgjunnar sem oftast er kölluð trip-hop. Hún var áberandi á síðari hluta tíunda áratugarins hjá útgáfum eins og Ninja Tune og MoWax. Entroducing er algjört meistaraverk, marglaga samsuða af töktum og tónum, sem stundum birtist þegar spekúlantar velja bestu plötur sögunnar – eins og skrattinn úr sauðaleggnum innan um allar Bítla- og Radiohead-plöturnar. DJ Shadow er búinn að gera fjórar plötur síðan Entroducing kom út, en þær standa henni allar langt að baki. Fyrir fjórum árum byrjaði Josh hins vegar að gefa út tónlist sem hann gerði á árunum 1990 – 1992. Alls komu þrjár plötur frá þessu tímabili sem DJ Shadow kallar The 4-Track Era, enda vann hann tónlistina á fjögurra rása kassettutæki (Yamaha MT-100). Skemmtilegar plötur. Fyrir nokkrum vikum kom svo út platan Total Breakdown: Hidden Transmissions From The MPC Era, en hún hefur að geyma áður óútgefna tónlist frá næsta skeiði, 1992 – 1996. Þá tónlist vann Josh á Akai MPC-tæki, en það var MIDI-upptökutæki og trommuheili sem kom upphaflega á markað árið 1988, en þróaðist með árunum yfir í öflugan sampler. Á meðal efnis á Total Breakdown er EP-plata sem DJ Shadow gerði með rapparanum Gift of Gab úr Blackalicious, en sú plata kom aldrei út á sínum tíma. Eins og 4-Track Era plöturnar er nýja platan stórskemmtileg. Tónlistin er einfaldari og frumstæðari heldur en hún varð á seinni stigum, en samt mjög flott.
Lífið Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira