Rigningin á undan regnboganum Erla Hlynsdóttir skrifar 14. ágúst 2012 09:00 Við stóðum í Lækjargötunni og biðum eftir gleðigöngunni þegar tvær franskar ferðakonur komu upp að okkur og spurðu: „What are you waiting for?" Ég sagði þeim nákvæmlega hverju við værum að bíða eftir, og þær ákváðu að standa við hlið okkar. Brátt hljómaði gleðisöngurinn og regnbogafánarnir lituðu götuna fyrir framan okkur. Fagnaðarlæti brutust út þegar vagn merktur „Free Pussy Riot" leið fram hjá okkur og ég fylltist einhverju þjóðernisstolti þegar ég sá borgarstjórann okkar koma fyrir mannfjöldann í kjól og með gervibrjóst. Því ákvað ég að upplýsa ferðakonurnar: „This is the mayor of Iceland," sagði ég í æsingnum en leiðrétti mig síðan: „I mean the mayor of Reykjavík." Ef ske kynni að þær hefðu ekki tekið eftir karlmannlegum fótleggjum borgarstjórans, ákvað ég að bæta við: „He is a man!" Eins gleðileg og mér finnst gangan vera kemur samt alltaf að því að ég tárast. Mér finnst auðvitað erfitt að játa þetta því ég lít almennt á sjálfa mig sem kaldrifjað hörkutól. En ég tárast samt ekki af sorg heldur af stolti. Yfirleitt koma tárin þegar ég heyri sungið: „Ég er eins og ég er. Hvernig á ég að vera eitthvað annað?" Ég tárast þegar ég hugsa um að gleðiganga Gay Pride er einn stærsti viðburður ársins á Íslandi og að Íslendingum finnst ekkert sjálfsagðara en að fara með börnin sín að fagna fjölbreytileikanum með samkynhneigðum og transfólki. Í ár komu tárin langt á undan þessu lagi. Í fjarska sá ég vagn í göngunni sem skar sig úr. Frá honum hljómaði enginn söngur og hann var ekki skreyttur litum regnbogans. Enginn var á þessum vagni. Þegar hann kom nær sá ég að þarna var aðeins tómur bekkur. Síðan sá ég skrifuð skilaboðin: „For our friends who don"t have the freedom to celebrate gay pride." Þó tónlistin ómaði frá hinum vögnunum fannst mér sem hún þagnaði. Það var þarna sem ég grét. Eins og alltaf þegar ég græt í göngunni þurrkaði ég tárin eins leynilega og ég gat. Þá var mér litið til frönsku ferðakonunnar sem stóð við hlið mér og ég sá að hún var líka að gráta. Hún leit á mig og ég vissi að við vorum að upplifa eitthvað stórkostlegt saman. Ég leit aftur á gönguna og leyfði tárunum að halda sér. Þau voru þarna af ástæðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Hlynsdóttir Andóf Pussy Riot Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Við stóðum í Lækjargötunni og biðum eftir gleðigöngunni þegar tvær franskar ferðakonur komu upp að okkur og spurðu: „What are you waiting for?" Ég sagði þeim nákvæmlega hverju við værum að bíða eftir, og þær ákváðu að standa við hlið okkar. Brátt hljómaði gleðisöngurinn og regnbogafánarnir lituðu götuna fyrir framan okkur. Fagnaðarlæti brutust út þegar vagn merktur „Free Pussy Riot" leið fram hjá okkur og ég fylltist einhverju þjóðernisstolti þegar ég sá borgarstjórann okkar koma fyrir mannfjöldann í kjól og með gervibrjóst. Því ákvað ég að upplýsa ferðakonurnar: „This is the mayor of Iceland," sagði ég í æsingnum en leiðrétti mig síðan: „I mean the mayor of Reykjavík." Ef ske kynni að þær hefðu ekki tekið eftir karlmannlegum fótleggjum borgarstjórans, ákvað ég að bæta við: „He is a man!" Eins gleðileg og mér finnst gangan vera kemur samt alltaf að því að ég tárast. Mér finnst auðvitað erfitt að játa þetta því ég lít almennt á sjálfa mig sem kaldrifjað hörkutól. En ég tárast samt ekki af sorg heldur af stolti. Yfirleitt koma tárin þegar ég heyri sungið: „Ég er eins og ég er. Hvernig á ég að vera eitthvað annað?" Ég tárast þegar ég hugsa um að gleðiganga Gay Pride er einn stærsti viðburður ársins á Íslandi og að Íslendingum finnst ekkert sjálfsagðara en að fara með börnin sín að fagna fjölbreytileikanum með samkynhneigðum og transfólki. Í ár komu tárin langt á undan þessu lagi. Í fjarska sá ég vagn í göngunni sem skar sig úr. Frá honum hljómaði enginn söngur og hann var ekki skreyttur litum regnbogans. Enginn var á þessum vagni. Þegar hann kom nær sá ég að þarna var aðeins tómur bekkur. Síðan sá ég skrifuð skilaboðin: „For our friends who don"t have the freedom to celebrate gay pride." Þó tónlistin ómaði frá hinum vögnunum fannst mér sem hún þagnaði. Það var þarna sem ég grét. Eins og alltaf þegar ég græt í göngunni þurrkaði ég tárin eins leynilega og ég gat. Þá var mér litið til frönsku ferðakonunnar sem stóð við hlið mér og ég sá að hún var líka að gráta. Hún leit á mig og ég vissi að við vorum að upplifa eitthvað stórkostlegt saman. Ég leit aftur á gönguna og leyfði tárunum að halda sér. Þau voru þarna af ástæðu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun