Menntun er lykill Steinunn Stefánsdóttir skrifar 11. ágúst 2012 06:00 Menntun ungs fólks er ávísun á aukin lífsgæði í framtíðinni. Það er sama hvert litið er, fylgni milli menntunar og þátta sem almennt flokkast sem gæði í lífinu er mikil. Menntunarstig þjóðarinnar hefur aukist verulega á umliðnum árum. Engu að síður er hlutfall ungs fólks í námi eftir grunnskóla lægra en á Norðurlöndunum og brottfall nemenda úr framhaldsskólum er yfir meðaltali í ríkjum OECD. Eitt af verkefnum þjóðarinnar er að að stuðla að áframhaldandi þróun í átt til aukinnar menntunar. Í stefnumörkuninni Ísland 2020 er einmitt að finna það ágæta markmið að lækka hlutfall þeirra sem ekki hafa hlotið formlega framhaldsmenntun. Á veltiárunum í aðdraganda hrunsins gætti þess nokkuð að ungt fólk flosnaði upp úr námi vegna þess að því bauðst vinna sem gaf vel í aðra hönd. Þannig hafði góðærið í raun neikvæð áhrif á menntun ungs fólks. Þegar atvinnuleysi varð hér allt í einu mælanlegt, eftir langt tímabil þar sem það var nærri óþekkt, jókst áhugi ungs fólks á að sækja nám. Framan af var þó ekki mögulegt að vera á bótum frá Vinnumálastofnun og stunda nám um leið. Í fyrrahaust var svo tilbúin leið sem opnaði á þennan möguleika, Nám er vinnandi vegur. Nám er vinnandi vegur er sett fram sem átak til þriggja ára og skólaárið sem fram undan er er annað árið af þremur í átakinu. Átakið var annars vegar ætlað nemendum sem þáðu bætur frá Vinnumálastofnun og hins vegar var um að ræða nemendur á aldrinum 18 til 24 ára sem innrituðust í framhaldsskóla til viðbótar við þá nemendur sem ráð hafði verið fyrir gert. Nærri 1500 nemendur innrituðust í framhaldsskóla undir formerkjum átaksins. Talsvert brottfall var úr hópnum á haustmisserinu eða rúmlega 20 prósent. Náms- og starfsráðgjöf var efld í þeim skólum sem tóku þátt í átakinu og nemendahópnum fylgt sérstaklega eftir með það fyrir augum að koma í veg fyrir brottfall. Á vorönn sýndi sig sá ánægjulegi árangur að dregið hafði úr brottfalli nánast um helming. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur nú lýst því yfir að hún vilji gera Nám er vinnandi vegur að varanlegu úrræði, jafnvel þótt nú hafi dregið úr atvinnuleysi og líklegt sé að það eigi enn eftir að minnka á komandi misserum. Ungt fólk og lítið menntað er og verður alltaf sá hópur sem atvinnuleysi mun bitna hvað mest á og fáar leiðir eru líklega betur til þess fallnar að rjúfa atvinnuleysi ungs fólks en að hvetja það duglega og gera því um leið kleift að bæta við sig menntun. Fyrir einstaklinginn er menntunin lykill að auknum lífsgæðum, bæði andlegum og efnislegum, og fyrir samfélagið allt er hærra menntunarstig þjóðarinnar lykill að aukinni almennri velsæld. Fé sem varið er til þess að mennta ungt fólk, bæði fólk sem hvort heldur sem er hefði farið í nám og hina sem að öðrum kosti væru aðgerðalitlir á bótum, er vel varið og mun skila sér til samfélagsins aftur með vöxtum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Menntun ungs fólks er ávísun á aukin lífsgæði í framtíðinni. Það er sama hvert litið er, fylgni milli menntunar og þátta sem almennt flokkast sem gæði í lífinu er mikil. Menntunarstig þjóðarinnar hefur aukist verulega á umliðnum árum. Engu að síður er hlutfall ungs fólks í námi eftir grunnskóla lægra en á Norðurlöndunum og brottfall nemenda úr framhaldsskólum er yfir meðaltali í ríkjum OECD. Eitt af verkefnum þjóðarinnar er að að stuðla að áframhaldandi þróun í átt til aukinnar menntunar. Í stefnumörkuninni Ísland 2020 er einmitt að finna það ágæta markmið að lækka hlutfall þeirra sem ekki hafa hlotið formlega framhaldsmenntun. Á veltiárunum í aðdraganda hrunsins gætti þess nokkuð að ungt fólk flosnaði upp úr námi vegna þess að því bauðst vinna sem gaf vel í aðra hönd. Þannig hafði góðærið í raun neikvæð áhrif á menntun ungs fólks. Þegar atvinnuleysi varð hér allt í einu mælanlegt, eftir langt tímabil þar sem það var nærri óþekkt, jókst áhugi ungs fólks á að sækja nám. Framan af var þó ekki mögulegt að vera á bótum frá Vinnumálastofnun og stunda nám um leið. Í fyrrahaust var svo tilbúin leið sem opnaði á þennan möguleika, Nám er vinnandi vegur. Nám er vinnandi vegur er sett fram sem átak til þriggja ára og skólaárið sem fram undan er er annað árið af þremur í átakinu. Átakið var annars vegar ætlað nemendum sem þáðu bætur frá Vinnumálastofnun og hins vegar var um að ræða nemendur á aldrinum 18 til 24 ára sem innrituðust í framhaldsskóla til viðbótar við þá nemendur sem ráð hafði verið fyrir gert. Nærri 1500 nemendur innrituðust í framhaldsskóla undir formerkjum átaksins. Talsvert brottfall var úr hópnum á haustmisserinu eða rúmlega 20 prósent. Náms- og starfsráðgjöf var efld í þeim skólum sem tóku þátt í átakinu og nemendahópnum fylgt sérstaklega eftir með það fyrir augum að koma í veg fyrir brottfall. Á vorönn sýndi sig sá ánægjulegi árangur að dregið hafði úr brottfalli nánast um helming. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur nú lýst því yfir að hún vilji gera Nám er vinnandi vegur að varanlegu úrræði, jafnvel þótt nú hafi dregið úr atvinnuleysi og líklegt sé að það eigi enn eftir að minnka á komandi misserum. Ungt fólk og lítið menntað er og verður alltaf sá hópur sem atvinnuleysi mun bitna hvað mest á og fáar leiðir eru líklega betur til þess fallnar að rjúfa atvinnuleysi ungs fólks en að hvetja það duglega og gera því um leið kleift að bæta við sig menntun. Fyrir einstaklinginn er menntunin lykill að auknum lífsgæðum, bæði andlegum og efnislegum, og fyrir samfélagið allt er hærra menntunarstig þjóðarinnar lykill að aukinni almennri velsæld. Fé sem varið er til þess að mennta ungt fólk, bæði fólk sem hvort heldur sem er hefði farið í nám og hina sem að öðrum kosti væru aðgerðalitlir á bótum, er vel varið og mun skila sér til samfélagsins aftur með vöxtum.