Einstök og lífræn lífsstílsverslun 10. ágúst 2012 13:00 Rakel hefur lengi haft áhuga á öllu náttúrulegu og heilsutengdu og segir opnun verslunarinnar vera langþráðan draum að rætast hjá sér. Fréttablaðið/stefán Rakel Húnfjörð lét drauminn rætast nú í júlí og opnaði umhverfisvænu lífsstílsverslunina Radísu í gömlu húsi í Hafnarfirði. „Það eru til nokkrar lífsstílsverslanir hérlendis en engin sem er eingöngu með umhverfisvæna hluti, svo Radísa er alveg ein sinnar tegundar,“ segir Rakel Húnfjörð sem opnar verslunina Radísu í Hafnarfirði í júlí. Radísa er umhverfisvæn lífstíls- og heilsuverslun með fjölbreytt úrval vara, allt frá barnavörum og fatnaði í snyrtivörur, skrautmuni og nytjavörur. „Þetta er svona ekta konubúð, þó karlar séu að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir líka,“ segir Rakel og hlær. Allar vörur verslunarinnar eru umhverfisvænar og mikið til endurunnar, endurvinnanlegar eða handgerðar og stór hluti þeirra er með Fair Trade sanngirnisvottun. „Með opnun Radísu er ég að láta langþráðan draum rætast. Ég er búin að vera mjög áhugasöm um allt svona náttúrulegt og heilsutengt frá því að miðjusonur minn, sem nú er 14 ára, fæddist. Hann fékk mikið í eyrun þegar hann var lítill svo ég ákvað að prufa að breyta mataræðinu heima fyrir og þaðan fór boltinn að rúlla,“ segir Rakel sem fór í kjölfarið í svokallað Naturopathic nutrition nám í Englandi þar sem hún lærði meira um þennan heim. Hún segir lífræna lífsstílinn vera orðinn að ástríðu hjá sér og hún hafi rosalega gaman af því að miðla reynslu sinni og þekkingu með öðrum. „Þetta er svo æðislegur og æskilegur lífstíll og með honum finnst mér ég vera að leggja pínulítið á vogarskálina í átt að betri heimi. Þessi ástríða blundar alltaf í mér og ég losna ekkert við hana þó ég myndi vilja, sem ég geri samt ekki,“ bætir hún við og hlær. Rakel stendur sjálf á bak við búðarborðið í Radísu svo viðskiptavinir geta notað tækifærið og fengið alls kyns ráðleggingar og álit hjá henni á meðan þeir versla. Radísa er til húsa í litlu gömlu húsi að Strandgötu 17 í Hafnarfirði og er opin alla virka daga frá klukkan 12 til 18 og frá 10 til 14 á laugardögum. „Þetta er alveg mega krúttleg búð. Hún er bara einhverjir 20 fermetrar sem er mjög passlegt fyrir svona verslun. Hún er eiginlega bara alveg fullkomin,“ segir Rakel að lokum. - tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Rakel Húnfjörð lét drauminn rætast nú í júlí og opnaði umhverfisvænu lífsstílsverslunina Radísu í gömlu húsi í Hafnarfirði. „Það eru til nokkrar lífsstílsverslanir hérlendis en engin sem er eingöngu með umhverfisvæna hluti, svo Radísa er alveg ein sinnar tegundar,“ segir Rakel Húnfjörð sem opnar verslunina Radísu í Hafnarfirði í júlí. Radísa er umhverfisvæn lífstíls- og heilsuverslun með fjölbreytt úrval vara, allt frá barnavörum og fatnaði í snyrtivörur, skrautmuni og nytjavörur. „Þetta er svona ekta konubúð, þó karlar séu að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir líka,“ segir Rakel og hlær. Allar vörur verslunarinnar eru umhverfisvænar og mikið til endurunnar, endurvinnanlegar eða handgerðar og stór hluti þeirra er með Fair Trade sanngirnisvottun. „Með opnun Radísu er ég að láta langþráðan draum rætast. Ég er búin að vera mjög áhugasöm um allt svona náttúrulegt og heilsutengt frá því að miðjusonur minn, sem nú er 14 ára, fæddist. Hann fékk mikið í eyrun þegar hann var lítill svo ég ákvað að prufa að breyta mataræðinu heima fyrir og þaðan fór boltinn að rúlla,“ segir Rakel sem fór í kjölfarið í svokallað Naturopathic nutrition nám í Englandi þar sem hún lærði meira um þennan heim. Hún segir lífræna lífsstílinn vera orðinn að ástríðu hjá sér og hún hafi rosalega gaman af því að miðla reynslu sinni og þekkingu með öðrum. „Þetta er svo æðislegur og æskilegur lífstíll og með honum finnst mér ég vera að leggja pínulítið á vogarskálina í átt að betri heimi. Þessi ástríða blundar alltaf í mér og ég losna ekkert við hana þó ég myndi vilja, sem ég geri samt ekki,“ bætir hún við og hlær. Rakel stendur sjálf á bak við búðarborðið í Radísu svo viðskiptavinir geta notað tækifærið og fengið alls kyns ráðleggingar og álit hjá henni á meðan þeir versla. Radísa er til húsa í litlu gömlu húsi að Strandgötu 17 í Hafnarfirði og er opin alla virka daga frá klukkan 12 til 18 og frá 10 til 14 á laugardögum. „Þetta er alveg mega krúttleg búð. Hún er bara einhverjir 20 fermetrar sem er mjög passlegt fyrir svona verslun. Hún er eiginlega bara alveg fullkomin,“ segir Rakel að lokum. - tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira