Engar skorður settar í nýju popprokklagi 10. ágúst 2012 11:00 Gréta Salóme Stefánsdóttir sendir frá sér sitt fyrsta lag eftir Eurovision-ævintýrið. „Ég samdi lag og texta, syng aðalröddina og bakraddirnar og spila alla strengi, svo ég held að það sé óhætt að segja að þetta lag sé svolítið ég," segir Eurovision-farinn Greta Salóme Stefánsdóttir hlæjandi. Greta Salóme gefur út lagið Everywhere Around Me í dag, en það er hennar fyrsta lag frá því að Eurovision-ævintýrinu lauk og jafnframt fyrsta lagið af væntanlegri plötu hennar sem kemur út fyrir jól. Að sögn Gretu er lagið mjög ólíkt Eurovision-laginu Never Forget og töluvert harðara en allt sem hún hefur gert hingað til. „Við Þorvaldur Bjarni veltum því lengi fyrir okkur í hvaða átt við vildum stefna. Ég settist svo niður við hljómborðið og þetta varð afraksturinn," segir hún og bætir við að Þorvaldur Bjarni hafi líkt laginu við blöndu af henni, Muse og Florence and the Machine. Hún segist alls ekki stressuð yfir að koma með nýtt lag til að feta í fótspor Eurovision-lagsins vinsæla. „Það er svo frelsandi að geta gert lag sem þarf ekki að passa inn í neinar formúlur. Í Eurovision eru manni settar ákveðnar skorður en í þessu lagi get ég einbeitt mér að því sem ég vil gera. Þetta er miklu meira svona popprokklag sem ég held að komi til með að höfða til töluvert breiðari hóps en bara Eurovision-aðdáenda," segir hún. Greta eignaðist mikið af erlendum aðdáendum þegar hún fór til Bakú sem fulltrúi Íslands í Eurovision í maí. Margir þeirra hafa fylgt henni eftir síðan þá og bíða nýja lagsins með eftirvæntingu. „Eftir að ég gaf það út að nýtt lag væri væntanlegt er ég búin að fá mikið af póstum og fyrirspurnum frá fólki alls staðar að sem eru að spyrja um það. Ég finn alveg að það er verið að bíða eftir þessu lagi," segir hún. Hún lítur þátttökuna í Eurovision mjög jákvæðum augum þrátt fyrir að stefna ekki að því að taka þátt aftur. „Þessi keppni er algjörlega frábær stökkpallur fyrir þá sem eru að vinna með tónlist til að koma sér á framfæri. Það er bara mikilvægt að nýta sér meðbyrinn eftir svona keppni og halda áfram. Fyrir mér var Eurovision bara rétt blábyrjunin og núna fyrst er partýið að byrja," segir hún spennt. Lagið verður frumflutt hjá Rúnari Róberts á Bylgjunni í dag klukkan 13.30. tinnaros@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég samdi lag og texta, syng aðalröddina og bakraddirnar og spila alla strengi, svo ég held að það sé óhætt að segja að þetta lag sé svolítið ég," segir Eurovision-farinn Greta Salóme Stefánsdóttir hlæjandi. Greta Salóme gefur út lagið Everywhere Around Me í dag, en það er hennar fyrsta lag frá því að Eurovision-ævintýrinu lauk og jafnframt fyrsta lagið af væntanlegri plötu hennar sem kemur út fyrir jól. Að sögn Gretu er lagið mjög ólíkt Eurovision-laginu Never Forget og töluvert harðara en allt sem hún hefur gert hingað til. „Við Þorvaldur Bjarni veltum því lengi fyrir okkur í hvaða átt við vildum stefna. Ég settist svo niður við hljómborðið og þetta varð afraksturinn," segir hún og bætir við að Þorvaldur Bjarni hafi líkt laginu við blöndu af henni, Muse og Florence and the Machine. Hún segist alls ekki stressuð yfir að koma með nýtt lag til að feta í fótspor Eurovision-lagsins vinsæla. „Það er svo frelsandi að geta gert lag sem þarf ekki að passa inn í neinar formúlur. Í Eurovision eru manni settar ákveðnar skorður en í þessu lagi get ég einbeitt mér að því sem ég vil gera. Þetta er miklu meira svona popprokklag sem ég held að komi til með að höfða til töluvert breiðari hóps en bara Eurovision-aðdáenda," segir hún. Greta eignaðist mikið af erlendum aðdáendum þegar hún fór til Bakú sem fulltrúi Íslands í Eurovision í maí. Margir þeirra hafa fylgt henni eftir síðan þá og bíða nýja lagsins með eftirvæntingu. „Eftir að ég gaf það út að nýtt lag væri væntanlegt er ég búin að fá mikið af póstum og fyrirspurnum frá fólki alls staðar að sem eru að spyrja um það. Ég finn alveg að það er verið að bíða eftir þessu lagi," segir hún. Hún lítur þátttökuna í Eurovision mjög jákvæðum augum þrátt fyrir að stefna ekki að því að taka þátt aftur. „Þessi keppni er algjörlega frábær stökkpallur fyrir þá sem eru að vinna með tónlist til að koma sér á framfæri. Það er bara mikilvægt að nýta sér meðbyrinn eftir svona keppni og halda áfram. Fyrir mér var Eurovision bara rétt blábyrjunin og núna fyrst er partýið að byrja," segir hún spennt. Lagið verður frumflutt hjá Rúnari Róberts á Bylgjunni í dag klukkan 13.30. tinnaros@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp