Málar á bakarí og verkstæði Hallfríður Þóra Tryggvadóttir skrifar 8. ágúst 2012 10:00 Handmálaðar veggskreytingar „Okkur finnst prentaðir vínyldúkar ljótir og viljum hafa karakter í lógóum. Við handmálum því auglýsingar og skilti fyrir fólk,“ segir Björn Loki Björnsson, nemi í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands, sem ásamt hópi ungra listamanna hefur ferðast um landið undanfarinn mánuð og málað vegglistaverk fyrir ýmsa aðila. Þjóðhátíðargestir hafa eflaust séð gamaldags auglýsingu á Vilberg-bakarí í Vestmannaeyjum en hópurinn málaði hana á föstudaginn. „Við ætlum að reyna að stofna Skiltamálun Viðars ehf. á næsta ári," segir hann spenntur. Sami hópur málaði mynd eftir grafíska hönnuðinn Sigga Eggerts utan á Hönnunarmiðstöð Íslands í vor, aðra mynd á Óðinstorgi og málaði nokkra bíla nýju bílaleigunnar Kúkúcampers.Björn Loki hefur ásamt fimm til átta drengja hópi ferðast um landið og handmálað skilti og auglýsingar fyrir ýmsa aðila. Skreytingin að ofan prýðir nú vegg stúdíós á Stöðvarfirði.Ferðalagið hefur gengið vonum framar og hafa þeir fengið fjölda fyrirspurna. „Við byrjuðum á Eistnaflugi í Neskaupstað þar sem við máluðum merki og myndir af bakarísmat fyrir kaffihúsið Nesbæ. Þaðan fórum við á Lunga á Seyðisfirði og gerðum stórt vegglistaverk á Herðubreið, félagsheimilið þar," segir hann. Hópurinn málaði fyrir Sláturhúsið, menningarsetur Egilsstaða, og stórt lógó og veggskreytingu á 3600 fermetra stúdíó á Stöðvarfirði, sem áður var frystihús, meðal annarra verkefna. „Við erum hugsanlega að fara að skreyta hótel á Ólafsfirði með handmáluðum auglýsingum á næstunni," segir hann en á næstu dögum fara þeir norður til Akureyrar og gera vegglistaverk fyrir bílaverkstæðið Ásco.En hvað er skemmtilegast? „Þegar maður fær frjálsar hendur og getur gert það sem mann langar en fengið borgaðan efniskostnað," segir hann og bætir við að ferðalagið sé allt fest á filmu. Myndlist Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fleiri fréttir Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Sjá meira
„Okkur finnst prentaðir vínyldúkar ljótir og viljum hafa karakter í lógóum. Við handmálum því auglýsingar og skilti fyrir fólk,“ segir Björn Loki Björnsson, nemi í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands, sem ásamt hópi ungra listamanna hefur ferðast um landið undanfarinn mánuð og málað vegglistaverk fyrir ýmsa aðila. Þjóðhátíðargestir hafa eflaust séð gamaldags auglýsingu á Vilberg-bakarí í Vestmannaeyjum en hópurinn málaði hana á föstudaginn. „Við ætlum að reyna að stofna Skiltamálun Viðars ehf. á næsta ári," segir hann spenntur. Sami hópur málaði mynd eftir grafíska hönnuðinn Sigga Eggerts utan á Hönnunarmiðstöð Íslands í vor, aðra mynd á Óðinstorgi og málaði nokkra bíla nýju bílaleigunnar Kúkúcampers.Björn Loki hefur ásamt fimm til átta drengja hópi ferðast um landið og handmálað skilti og auglýsingar fyrir ýmsa aðila. Skreytingin að ofan prýðir nú vegg stúdíós á Stöðvarfirði.Ferðalagið hefur gengið vonum framar og hafa þeir fengið fjölda fyrirspurna. „Við byrjuðum á Eistnaflugi í Neskaupstað þar sem við máluðum merki og myndir af bakarísmat fyrir kaffihúsið Nesbæ. Þaðan fórum við á Lunga á Seyðisfirði og gerðum stórt vegglistaverk á Herðubreið, félagsheimilið þar," segir hann. Hópurinn málaði fyrir Sláturhúsið, menningarsetur Egilsstaða, og stórt lógó og veggskreytingu á 3600 fermetra stúdíó á Stöðvarfirði, sem áður var frystihús, meðal annarra verkefna. „Við erum hugsanlega að fara að skreyta hótel á Ólafsfirði með handmáluðum auglýsingum á næstunni," segir hann en á næstu dögum fara þeir norður til Akureyrar og gera vegglistaverk fyrir bílaverkstæðið Ásco.En hvað er skemmtilegast? „Þegar maður fær frjálsar hendur og getur gert það sem mann langar en fengið borgaðan efniskostnað," segir hann og bætir við að ferðalagið sé allt fest á filmu.
Myndlist Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fleiri fréttir Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Sjá meira