Tónlist

Hafnar amerískum þætti en vill syngja í Eurovision

Leoncie tekur ekki í mál að taka þátt í undankeppni Eurovision. Hún er afar sigurviss ef hún fær tækifærið en Páll Magnússon bendir henni á að senda lag í keppnina eins og aðrir.
Leoncie tekur ekki í mál að taka þátt í undankeppni Eurovision. Hún er afar sigurviss ef hún fær tækifærið en Páll Magnússon bendir henni á að senda lag í keppnina eins og aðrir.
Leonice hefur sent frá sér nýtt lag. Þá biðlar hún til RÚV að fá að fara fyrir Íslands hönd í Eurovision.

„Ég þarf ekki að stefna ferli mínum í hættu til þess að vera fræg," segir söngkonan Leoncie hneyksluð á samningi sem framleiðendur bandarísku þáttanna Off Beat vildu láta hana undirrita í síðustu viku fyrir að birta myndbönd hennar í þættinum.

„Þeir vildu fá höfundarrétt á lögunum mínum og öllu því sem ég myndi gera í framtíðinni. Þetta var hættulegur samningur," segir Leoncie en miklir annmarkar voru á samningnum og neitaði hún að skrifa undir. „Ég mátti ekki fara með Viktor með mér. Þeir vita að ég hef verið gift í þrjátíu ár og fyrst ég get ekki farið með Viktor fer ég ekki," segir hún.

Off Beat sýnir fyndin og hneykslandi tónlistarmyndbönd og er einn aðalframleiðandinn Vin Di Bona, hugmyndasmiður American Funniest Home Videos. „Þátturinn er blanda af tónlist og gríni og þeir vildu sýna öll myndböndin mín af Youtube," segir Leoncie. „Ég myndi verða þræll fyrir þá til framtíðar ef ég væri fáviti eins og margir sem fara til Bandaríkjanna og fórna eiginmönnum fyrir frægð. Guði sé lof að ég er ekki svona örvæntingarfull," segir hún um áhrif samningsins.

Framleiðendurnir tjáðu henni að allir sem kæmu í American Funniest Home Videos hefðu skrifað undir samninginn. „Þeir sögðu að ég væri fyrsta manneskjan af milljónum til að neita að skrifa undir."

Myndband við nýtt lag hennar, Gay World, kom út í vikunni og gaf hún út samnefnda plötu á dögunum. „Ég samdi Gay World því ég hef spilað fyrir fólk í London sem er hamingjusamt eða „gay" og þá hefur verið troðfullt og allir kunnað textana mína," segir hún glöð.

Leoncie hefur hug á að verða næsti fulltrúi Íslands í Eurovision. „Ég sendi bréf til Páls Magnússonar. Ég hef samt ekki áhuga á að einhver dæmi mig því ég er alþjóðlegur fyrsta flokks skemmtikraftur. Af hverju þurfa skattgreiðendur að borga fyrir keppni þegar hægt er að velja eina manneskju og það er skýrt að ég mun sigra?" segir hún.

Páll Magnússon, útvarpsstjóri, sá vefpóstinn frá Leoncie í fyrradag. „Ég sagði að það væri meira en sjálfsagt að hún tæki þátt í forkeppninni og hvatti hana til þess." Hann kannaðist þó ekki við að Leoncie hefði beðið um að vera valin án þátttöku í Söngvakeppni sjónvarpsins.

hallfridur@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.