Steinunn fetar í fótspor foreldra sinna 25. júlí 2012 07:00 Steinunn Camilla Sigurðardóttir, söngkona hljómsveitarinnar The Charlies, hannar og selur skart á netinu. Hún fetar þar með í fótspor foreldra sinna sem eiga skartgripaverslun á Laugavegi. „Ég hef alltaf verið að hanna og leika mér og breyta skartgripum sem ég átti, en byrjaði ekki almennilega að hanna og gera gripi frá grunni fyrr en árið 2010 og hef verið að síðan þá," segir Steinunn Camilla Sigurðardóttir, söngkona í The Charlies. Fyrsta skartgripalína Steinunnar, Carma Camilla, er nú fáanleg á netinu. Steinunn Camilla á ekki langt að sækja hæfileikana því foreldrar hennar eiga skartgripaverslunina Gull og silfur á Laugavegi og segist Steinunn hafa eytt miklum tíma í versluninni sem barn. „Ég er nánast alin upp í verslun foreldra minna og gæti ekki ímyndað mér lífið án gulls, demanta og fallegrar hönnunar. Ég er afskaplega stolt af skartgripaarfleið okkar." Steinunn Camilla hefur þegar hannað tvær línur undir nafninu Carma Camilla. Sú fyrri ber heitið Isis og sótti söngkonan innblástur að henni til Egypta til forna. Aðallínan kallast Liberty og er innblásin af Frelsisstyttunni. „Sú lína var kristaltær í hausnum á mér en ég var lengi að prófa mig áfram með hana," segir Steinunn og bætir við: „Ég legg mikla natni í hvern grip og hætti ekki fyrr en ég er orðin fullkomlega sátt og því eru þeir mér allir mjög hjartfólgnir." Steinunn handgerir hvern grip og blandar gjarnan eldri skartgripum sem hún hefur sankað að sér síðustu tíu árin saman við hönnun sína. Gripina selur hún á vefsíðunni Carmacamilla.com og að sögn Steinunnar hefur eftirspurnin eftir skartinu verið gríðarlega mikil og var það hvatinn að því að hún opnaði netverslunina. - sm Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Ég hef alltaf verið að hanna og leika mér og breyta skartgripum sem ég átti, en byrjaði ekki almennilega að hanna og gera gripi frá grunni fyrr en árið 2010 og hef verið að síðan þá," segir Steinunn Camilla Sigurðardóttir, söngkona í The Charlies. Fyrsta skartgripalína Steinunnar, Carma Camilla, er nú fáanleg á netinu. Steinunn Camilla á ekki langt að sækja hæfileikana því foreldrar hennar eiga skartgripaverslunina Gull og silfur á Laugavegi og segist Steinunn hafa eytt miklum tíma í versluninni sem barn. „Ég er nánast alin upp í verslun foreldra minna og gæti ekki ímyndað mér lífið án gulls, demanta og fallegrar hönnunar. Ég er afskaplega stolt af skartgripaarfleið okkar." Steinunn Camilla hefur þegar hannað tvær línur undir nafninu Carma Camilla. Sú fyrri ber heitið Isis og sótti söngkonan innblástur að henni til Egypta til forna. Aðallínan kallast Liberty og er innblásin af Frelsisstyttunni. „Sú lína var kristaltær í hausnum á mér en ég var lengi að prófa mig áfram með hana," segir Steinunn og bætir við: „Ég legg mikla natni í hvern grip og hætti ekki fyrr en ég er orðin fullkomlega sátt og því eru þeir mér allir mjög hjartfólgnir." Steinunn handgerir hvern grip og blandar gjarnan eldri skartgripum sem hún hefur sankað að sér síðustu tíu árin saman við hönnun sína. Gripina selur hún á vefsíðunni Carmacamilla.com og að sögn Steinunnar hefur eftirspurnin eftir skartinu verið gríðarlega mikil og var það hvatinn að því að hún opnaði netverslunina. - sm
Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira