Nas kveður fortíðina 12. júlí 2012 12:00 Bless bless Nas skildi við söngkonuna Kelis fyrir þremur árum og er nú kominn með nýja plötu. Tíunda plata rapparans Nas kemur út í næstu viku. Hann segir plötuna afar mikilvæga fyrir sig, þar sem hann þurfi að segja skilið við fortíðina. Þriðjudaginn níunda ágúst í fyrra sendi rapparinn Nas frá sér lagið Nasty. Hálfu ári síðar tilkynnti hann á Twitter-síðu sinni að ný plata væri tilbúin, sú tíunda í röðinni. Hún kemur út í næstu viku og nefnist Life is Good. Titillinn er vísun í afslappaðan Nas, sem vill kveðja fortíðina og taka nýju lífi opnum örmum. Hann og söngkonan Kelis skildu árið 2009, eftir sex ára hjónaband. Skilnaðurinn fór í hart og nýja platan virðist hafa átt sinn þátt í að koma rapparanum aftur á sporið. Hann hefur borið plötuna saman við plötuna Here, My Dear, þar sem Marvin Gaye fór yfir hjónaband sitt og Önnu Gordy. Heill her upptökustjóra kom að plötunni, eins og raunin er oft í hipphopp-heiminum. Einn af þeim er reynsluboltinn Salaam Remi og sagði hann í viðtali um plötuna að ef hann gerði hipphopp, yrði það að vera eitthvað sem viðvaningar gætu ekki rappað. „Það er eins gott að menn hafi eitthvað að segja," sagði hann. Annar upptökustjóri, No I.D., vildi leita í fortíðina á plötunni. „Ég vildi gera tónlist sem myndi leyfa Nas að vera Nas," sagði hann. „Ég hef ekki hugmynd um hvað krakkarnir eru að gera í dag, en ég vildi að Nas gerði það sem hann gerir best." atlifannar@frettabladid.is Lífið Tónlist Tengdar fréttir sagan af græna kjólnum á umslaginu Græni kjóllinn sem liggur í kjöltu Nas á umslagi plötunnar er brúðarkjóll söngkonunnar Kelis, fyrrverandi eiginkonu rapparans. Þau eiga saman einn son. 12. júlí 2012 10:00 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tíunda plata rapparans Nas kemur út í næstu viku. Hann segir plötuna afar mikilvæga fyrir sig, þar sem hann þurfi að segja skilið við fortíðina. Þriðjudaginn níunda ágúst í fyrra sendi rapparinn Nas frá sér lagið Nasty. Hálfu ári síðar tilkynnti hann á Twitter-síðu sinni að ný plata væri tilbúin, sú tíunda í röðinni. Hún kemur út í næstu viku og nefnist Life is Good. Titillinn er vísun í afslappaðan Nas, sem vill kveðja fortíðina og taka nýju lífi opnum örmum. Hann og söngkonan Kelis skildu árið 2009, eftir sex ára hjónaband. Skilnaðurinn fór í hart og nýja platan virðist hafa átt sinn þátt í að koma rapparanum aftur á sporið. Hann hefur borið plötuna saman við plötuna Here, My Dear, þar sem Marvin Gaye fór yfir hjónaband sitt og Önnu Gordy. Heill her upptökustjóra kom að plötunni, eins og raunin er oft í hipphopp-heiminum. Einn af þeim er reynsluboltinn Salaam Remi og sagði hann í viðtali um plötuna að ef hann gerði hipphopp, yrði það að vera eitthvað sem viðvaningar gætu ekki rappað. „Það er eins gott að menn hafi eitthvað að segja," sagði hann. Annar upptökustjóri, No I.D., vildi leita í fortíðina á plötunni. „Ég vildi gera tónlist sem myndi leyfa Nas að vera Nas," sagði hann. „Ég hef ekki hugmynd um hvað krakkarnir eru að gera í dag, en ég vildi að Nas gerði það sem hann gerir best." atlifannar@frettabladid.is
Lífið Tónlist Tengdar fréttir sagan af græna kjólnum á umslaginu Græni kjóllinn sem liggur í kjöltu Nas á umslagi plötunnar er brúðarkjóll söngkonunnar Kelis, fyrrverandi eiginkonu rapparans. Þau eiga saman einn son. 12. júlí 2012 10:00 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
sagan af græna kjólnum á umslaginu Græni kjóllinn sem liggur í kjöltu Nas á umslagi plötunnar er brúðarkjóll söngkonunnar Kelis, fyrrverandi eiginkonu rapparans. Þau eiga saman einn son. 12. júlí 2012 10:00