Helgarviðtal: Neyddur í skemmtilega laxveiðiá Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. júlí 2012 08:00 Við árbakkann Ingi Rafn Sigurðsson með hann á í Svarthöfða.Mynd/Úr einkasafni Inga Rafni Sigurðssyni tókst að brjóta flugustöngina sína í viðureign við 15 gramma urriða. Hann bindur vonir við að verða kosinn veiðimaður ársins í Svarthöfðafélaginu.Ingi Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Karolina Fund, er fæddur 1980. Ingi situr fyrir svörum.Hvenær byrjaðir þú að veiða á stöng og hvað varð þess valdandi að þú byrjaðir að veiða? Ég hóf minn veiðiferil af alvöru vegna þrýstings frá ekki ómerkari manni en barnabarni Björns Blöndal rithöfundar, honum Þórmundi Blöndal. Hann neyddi mig með sér á einn skemmtilegasta laxveiðistað Borgarfjarðar, Svarthöfða í Hvítá, en afi hans skrifaði einmitt um þann veiðistað í sínum bókum.Hvert var fyrsta veiðivatnið sem þú stundaðir? Ég fór í Hítarvatn með pabba mínum þegar ég var krakki. En núna fer ég árlega í Reyðarvatn.Á hvað veiddir þú og á hvað veiðir þú? Ég veiddi á skeiðarfæri þá. En kýs flugu eða orm í dag. Það fer þó allt eftir því á hvaða stað ég er að veiða.Eftirminnilegasti fiskurinn? Fimmtán gramma urriði í Meðalfellsvatni. Flugustöngin mín brotnaði í þeim bardaga. Það voru vitni að þessu. Í alvöru, hann var fimmtán grömm.Uppáhaldsveiðistaðirnir? Svarthöfði í Borgarfirði, Flókadalsá og Fossá í Reyðarvatni.Veiða/sleppa? Grilla og henda.Uppáhaldsflugurnar? Doktor Blöndal er sérstaklega hönnuð fyrir Borgarfjörðinn. Hún er blágrá með litlum fjöðrum og virkar á allar tegundir fiska í Borgarfirði. Að því er ég best veit þá getur einungis einn maður á landinu hnýtt þá flugu, Björn Theodórsson hjá Vatni og sjó ehf.Áttu þér fasta punkta í veiðinni?Já, sem meðlimur í Veiðifélaginu Svarthöfða þá fer ég í eina fasta vorveiði sem getur verið hvar sem er á landinu. Einnig hef ég farið undanfarin ár í opnun Flókadalsár. Einu sinni á ári förum við í Reyðarvatn. Árleg haustveiðiferð Svarthöfðafélagsins er haldin í Svarthöfða samhliða aðalfundi og fer þá fram kosning veiðimanns ársins og formanns félagsins. Formannsefnum er skylt að halda framboðsræðu og sé ekkert mótframboð er einhver úr félaginu skyldaður í mótframboð við sitjandi formann. En þess ber að geta að Þórmundur Blöndal hefur aldrei tapað formannskosningu. Í ár er ég að vonast til þess að þessi grein um mig dugi til þess að ég verði kosinn veiðimaður ársins. En það er næstæðsti titill félagsins og titlinum fylgir glæsilegur farandbikar, kolsvartur rauðmagaskúlptúr eftir Kjartan Ragnarsson.Hvar á að veiða í sumar? Í ár fór félagið í vorveiði í Steinsmýrarvötn og einnig fengum við að kíkja í Blöndu með öðru veiðifélagi. Ég fór í opnun Flóku og veiddi ekkert þar í fyrsta skipti á ævinni. En grunur leikur á að það hafi einhverjir hálfvitar á dýrum jeppa verið að skemma veiðistaðina þetta árið. Eina ferð hef ég farið í Svarthöfða og fer í Reyðarvatn um miðjan júní. Svo verður hápunktinum náð í haust í hinni árlegu Svarthöfðaferð.Hvernig er uppáhaldsveiðisagan þín? Það eru sögurnar hans Björns Blöndal.gar@frettabladid.is Fréttir Stangveiði Mest lesið Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Hróður Frigga fer víða Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði
Inga Rafni Sigurðssyni tókst að brjóta flugustöngina sína í viðureign við 15 gramma urriða. Hann bindur vonir við að verða kosinn veiðimaður ársins í Svarthöfðafélaginu.Ingi Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Karolina Fund, er fæddur 1980. Ingi situr fyrir svörum.Hvenær byrjaðir þú að veiða á stöng og hvað varð þess valdandi að þú byrjaðir að veiða? Ég hóf minn veiðiferil af alvöru vegna þrýstings frá ekki ómerkari manni en barnabarni Björns Blöndal rithöfundar, honum Þórmundi Blöndal. Hann neyddi mig með sér á einn skemmtilegasta laxveiðistað Borgarfjarðar, Svarthöfða í Hvítá, en afi hans skrifaði einmitt um þann veiðistað í sínum bókum.Hvert var fyrsta veiðivatnið sem þú stundaðir? Ég fór í Hítarvatn með pabba mínum þegar ég var krakki. En núna fer ég árlega í Reyðarvatn.Á hvað veiddir þú og á hvað veiðir þú? Ég veiddi á skeiðarfæri þá. En kýs flugu eða orm í dag. Það fer þó allt eftir því á hvaða stað ég er að veiða.Eftirminnilegasti fiskurinn? Fimmtán gramma urriði í Meðalfellsvatni. Flugustöngin mín brotnaði í þeim bardaga. Það voru vitni að þessu. Í alvöru, hann var fimmtán grömm.Uppáhaldsveiðistaðirnir? Svarthöfði í Borgarfirði, Flókadalsá og Fossá í Reyðarvatni.Veiða/sleppa? Grilla og henda.Uppáhaldsflugurnar? Doktor Blöndal er sérstaklega hönnuð fyrir Borgarfjörðinn. Hún er blágrá með litlum fjöðrum og virkar á allar tegundir fiska í Borgarfirði. Að því er ég best veit þá getur einungis einn maður á landinu hnýtt þá flugu, Björn Theodórsson hjá Vatni og sjó ehf.Áttu þér fasta punkta í veiðinni?Já, sem meðlimur í Veiðifélaginu Svarthöfða þá fer ég í eina fasta vorveiði sem getur verið hvar sem er á landinu. Einnig hef ég farið undanfarin ár í opnun Flókadalsár. Einu sinni á ári förum við í Reyðarvatn. Árleg haustveiðiferð Svarthöfðafélagsins er haldin í Svarthöfða samhliða aðalfundi og fer þá fram kosning veiðimanns ársins og formanns félagsins. Formannsefnum er skylt að halda framboðsræðu og sé ekkert mótframboð er einhver úr félaginu skyldaður í mótframboð við sitjandi formann. En þess ber að geta að Þórmundur Blöndal hefur aldrei tapað formannskosningu. Í ár er ég að vonast til þess að þessi grein um mig dugi til þess að ég verði kosinn veiðimaður ársins. En það er næstæðsti titill félagsins og titlinum fylgir glæsilegur farandbikar, kolsvartur rauðmagaskúlptúr eftir Kjartan Ragnarsson.Hvar á að veiða í sumar? Í ár fór félagið í vorveiði í Steinsmýrarvötn og einnig fengum við að kíkja í Blöndu með öðru veiðifélagi. Ég fór í opnun Flóku og veiddi ekkert þar í fyrsta skipti á ævinni. En grunur leikur á að það hafi einhverjir hálfvitar á dýrum jeppa verið að skemma veiðistaðina þetta árið. Eina ferð hef ég farið í Svarthöfða og fer í Reyðarvatn um miðjan júní. Svo verður hápunktinum náð í haust í hinni árlegu Svarthöfðaferð.Hvernig er uppáhaldsveiðisagan þín? Það eru sögurnar hans Björns Blöndal.gar@frettabladid.is
Fréttir Stangveiði Mest lesið Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Hróður Frigga fer víða Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði