Sýnir með Issey Miyake og Dior á tískuvikunni í París 2. júlí 2012 15:00 Tískusýning Sruli Recht er orðin liður í opinberri dagskrá tískuvikunnar í París í haust. fréttablaðið/gva „Sýning sem þessi er mjög mikilvæg hönnuðum sem vilja koma sér á framfæri á erlendum mörkuðum og setur okkur í flokk með stóru tískuhúsunum og ýtir undir áhuga kaupenda," segir fatahönnuðurinn Sruli Recht. Tískusýning hans er nú liður í opinberri dagskrá tískuvikunnar í París í haust og mun hann sýna á sama tíma og tískuhús á borð við Issey Miyake, Pierre Cardin, Dior, Galliano, Hermés, Luis Vuitton og Rick Owens. Hægt er að skoða myndir frá sýningunni hér. Sruli hefur fjórum sinnum áður tekið þátt í tískuvikunni í París en þetta er í fyrsta sinn sem sýning hans er liður í opinberri dagskrá tískuvikunnar. „Sýningin sem ég setti upp í janúar fékk það góð viðbrögð að okkur var boðið að sýna í Palais Brongniart í haust. Við höfum lagt ómælda vinnu í að undirbúa sýninguna og höfum meðal annars ráðið sýningarstjóra til að stýra sýningunni," segir Sruli sem vinnur ásamt átján manna teymi við að undirbúa herlegheitin. Hann mun sýna um tuttugu heildarklæðnaði á sýningunni sem fram fer í hinni gömlu kauphöll Parísar. Þátttaka hans í tískuvikunni hefur vakið athygli erlendra kaupenda á hönnun hans og að hans sögn hafa um þrjátíu nýir aðilar sýnt merkinu áhuga, þar á meðal Saks Fifth Avenue-verslunin í New York. Verslunin var stofnuð árið 1898 og rekur einnig útibú í Dúbaí, Sádi-Arabíu og Mexíkó. Sruli er uppalinn í Ástralíu en hefur verið búsettur á Íslandi undanfarin ár og rekur hönnunarverkstæðið Vopnabúrið á Granda. Sruli notar gjarnan íslenskt hráefni í hönnun sinni og vinnur hana í samstarfi við íslenska handverksmenn. Síðasta sumar sagði Fréttablaðið frá því að tónlistarmaðurinn Lenny Kravitz hefði fallið fyrir hönnun Sruli þegar herralína hans var sýnd í París og festi söngvarinn kaup á þó nokkuð af fatnaði og fylgihlutum úr línunni. sara@frettabladid.is Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Sýning sem þessi er mjög mikilvæg hönnuðum sem vilja koma sér á framfæri á erlendum mörkuðum og setur okkur í flokk með stóru tískuhúsunum og ýtir undir áhuga kaupenda," segir fatahönnuðurinn Sruli Recht. Tískusýning hans er nú liður í opinberri dagskrá tískuvikunnar í París í haust og mun hann sýna á sama tíma og tískuhús á borð við Issey Miyake, Pierre Cardin, Dior, Galliano, Hermés, Luis Vuitton og Rick Owens. Hægt er að skoða myndir frá sýningunni hér. Sruli hefur fjórum sinnum áður tekið þátt í tískuvikunni í París en þetta er í fyrsta sinn sem sýning hans er liður í opinberri dagskrá tískuvikunnar. „Sýningin sem ég setti upp í janúar fékk það góð viðbrögð að okkur var boðið að sýna í Palais Brongniart í haust. Við höfum lagt ómælda vinnu í að undirbúa sýninguna og höfum meðal annars ráðið sýningarstjóra til að stýra sýningunni," segir Sruli sem vinnur ásamt átján manna teymi við að undirbúa herlegheitin. Hann mun sýna um tuttugu heildarklæðnaði á sýningunni sem fram fer í hinni gömlu kauphöll Parísar. Þátttaka hans í tískuvikunni hefur vakið athygli erlendra kaupenda á hönnun hans og að hans sögn hafa um þrjátíu nýir aðilar sýnt merkinu áhuga, þar á meðal Saks Fifth Avenue-verslunin í New York. Verslunin var stofnuð árið 1898 og rekur einnig útibú í Dúbaí, Sádi-Arabíu og Mexíkó. Sruli er uppalinn í Ástralíu en hefur verið búsettur á Íslandi undanfarin ár og rekur hönnunarverkstæðið Vopnabúrið á Granda. Sruli notar gjarnan íslenskt hráefni í hönnun sinni og vinnur hana í samstarfi við íslenska handverksmenn. Síðasta sumar sagði Fréttablaðið frá því að tónlistarmaðurinn Lenny Kravitz hefði fallið fyrir hönnun Sruli þegar herralína hans var sýnd í París og festi söngvarinn kaup á þó nokkuð af fatnaði og fylgihlutum úr línunni. sara@frettabladid.is
Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira