Lady Gaga-jakkinn sleginn á rúmar 2 milljónir króna 29. júní 2012 11:00 Flutt heim „Það var mjög spennandi að fylgjast með uppboðinu,“ segir fatahönnuðurinn Vera Þórðardóttir en jakki sem hún hannaði og poppstjarnan Lady Gaga klæddist seldist á dögunum fyrir 17.500 dollara, eða rúmar 2,2 milljónir íslenskra króna. Það var uppboðsskrifstofan Juliens Auction sem bauð jakkann upp í samvinnu við Veru sem hafði lengi hugsað sér að jakkinn yrði safngripur. Jakkinn hefur verið eftirsóttur frá því að sjálf Lady Gaga klæddist honum, þegar hún kom fram á góðgerðasamkomu með Elton John árið 2010. „Jakkinn hefur verið á ferð og flugi milli sýninga um allan heim á síðustu árum og mig langaði að framtíð hans yrði á safni eða hjá safnara sem kynni að meta og færi vel með jakkann. Hann er úr viðkvæmu efni og má því ekki verða fyrir miklu hnjaski,“ segir Vera. Uppboðsskrifstofan Julien"s Auctions er ein sú stærsta í Hollywood og sér um að bjóða upp fatnað og hluti stjarnanna. Skrifstofan hefur meðal annars séð um að bjóða upp muni Michaels Jackson, Madonnu og búslóð söngvarans Meatloaf. Skrifstofan taldi að jakkinn færi á milli 4-6.000 dollara en sú upphæð hækkaði umtalsvert. „Ég gat fylgst með uppboðinu því það fer fram bæði á netinu og á staðnum hjá þeim. Það var súrrealísk tilfinning að sjá töluna hækka og hækka en mér skilst að það hafi verið um 20-30 manns að bjóða í hann,“ segir Vera sem veit þó ekki hver er nýr eigandi jakkans. En hversu mikið af söluverðinu fellur í hennar hlut? „Ég veit það ekki enn þá og er að bíða eftir að heyra frá þeim en á von á því að ég fái einhvern skerf af þessu,“ segir Vera hógvær. „Annars finnst mér bara magnað að einhver skuli vera tilbúinn að meta vinnuna manns svona mikið. Það gefur manni hvatningu til að halda áfram.“ Vera er nýflutt heim frá London þar sem hún lærði fatahönnun í Istituto Marangoni. Hún hefur komið sér fyrir í stúdíói ásamt Hönnu felting en þær halda opið hús í stúdíói sínu næstkomandi fimmtudag að Laugavegi 168. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Það var mjög spennandi að fylgjast með uppboðinu,“ segir fatahönnuðurinn Vera Þórðardóttir en jakki sem hún hannaði og poppstjarnan Lady Gaga klæddist seldist á dögunum fyrir 17.500 dollara, eða rúmar 2,2 milljónir íslenskra króna. Það var uppboðsskrifstofan Juliens Auction sem bauð jakkann upp í samvinnu við Veru sem hafði lengi hugsað sér að jakkinn yrði safngripur. Jakkinn hefur verið eftirsóttur frá því að sjálf Lady Gaga klæddist honum, þegar hún kom fram á góðgerðasamkomu með Elton John árið 2010. „Jakkinn hefur verið á ferð og flugi milli sýninga um allan heim á síðustu árum og mig langaði að framtíð hans yrði á safni eða hjá safnara sem kynni að meta og færi vel með jakkann. Hann er úr viðkvæmu efni og má því ekki verða fyrir miklu hnjaski,“ segir Vera. Uppboðsskrifstofan Julien"s Auctions er ein sú stærsta í Hollywood og sér um að bjóða upp fatnað og hluti stjarnanna. Skrifstofan hefur meðal annars séð um að bjóða upp muni Michaels Jackson, Madonnu og búslóð söngvarans Meatloaf. Skrifstofan taldi að jakkinn færi á milli 4-6.000 dollara en sú upphæð hækkaði umtalsvert. „Ég gat fylgst með uppboðinu því það fer fram bæði á netinu og á staðnum hjá þeim. Það var súrrealísk tilfinning að sjá töluna hækka og hækka en mér skilst að það hafi verið um 20-30 manns að bjóða í hann,“ segir Vera sem veit þó ekki hver er nýr eigandi jakkans. En hversu mikið af söluverðinu fellur í hennar hlut? „Ég veit það ekki enn þá og er að bíða eftir að heyra frá þeim en á von á því að ég fái einhvern skerf af þessu,“ segir Vera hógvær. „Annars finnst mér bara magnað að einhver skuli vera tilbúinn að meta vinnuna manns svona mikið. Það gefur manni hvatningu til að halda áfram.“ Vera er nýflutt heim frá London þar sem hún lærði fatahönnun í Istituto Marangoni. Hún hefur komið sér fyrir í stúdíói ásamt Hönnu felting en þær halda opið hús í stúdíói sínu næstkomandi fimmtudag að Laugavegi 168. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira