Fatlað fólk geti kosið með reisn Steinunn Stefánsdóttir skrifar 29. júní 2012 06:00 Rétturinn til að kjósa telst til grundvallarréttinda borgara í lýðræðisríki. Miklu skiptir því að staðið sé að kosningum þannig að hver einasti borgari með kosningarétt geti nýtt kosningarétt sinn með fullri reisn. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem undirritaður er af Íslandi, en ekki lögfestur þó, kveður meðal annars á um stjórnmálaleg réttindi fatlaðs fólks og tækifæri til að njóta þeirra til jafns við aðra. Í því felst að fötluðum sé gert kleift að taka virkan og fullan þátt í stjórnmálum og opinberu lífi. Samningurinn kveður meðal annars á um „að fatlaðir geti látið vilja sinn óþvingað í ljós sem kjósendur og að heimilað sé í þessu skyni, þar sem nauðsyn krefur og að ósk fatlaðra, að þeir njóti aðstoðar einstaklinga að eigin vali við að greiða atkvæði". Bent hefur verið á að blindir og þeir sem ekki geta notað hendur sínar eigi þess ekki kost að njóta aðstoðar einstaklings að eigin vali, persónulegs aðstoðarmanns eða fjölskyldumeðlims, við að greiða atkvæði. Þessum hópi fólks býðst aðeins aðstoð starfsmanns kjörstjórnar. Fyrirkomulagið er í samræmi við íslensk lög um kosningar en stenst ekki samninginn um réttindi fatlaðs fólks. Innanríkisráðuneytið ber ábyrgð á framkvæmd kosninga og raunar heyra mannréttindamál einnig undir það ráðuneyti. Segja má að innanríkisráðuneytinu sé þarna nokkur vorkunn; lögin kveða skýrt á um að þeir sem ekki geti kosið sökum sjónleysis eða vegna þess að þeim sé hönd ónothæf eigi að geta fengið aðstoð kjörstjóra í einrúmi. Hins vegar var það meðal raka fyrir ógildingu Hæstaréttar á stjórnlagaþingskosningunum að ekki væri á færi stjórnvalda að víkja frá skýrum fyrirmælum laga um kosningar. Frávik frá lögum gæti þannig orðið til að ógilda kosningarnar. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra biður þá er málið varðar afsökunar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Það er virðingarvert af ráðherra. Hann segist einnig þegar í haust munu leggja fram frumvarp til breytingar á kosningalögum til samræmis við samninginn um réttindi fatlaðs fólks. Sigurður Kári Kristjánsson flutti raunar frumvarp til breytinga á kosningalögum í anda samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings árið 2010-2011. Það frumvarp var efnislega samhljóða frumvörpum sem lögð höfðu verið fram í tvígang sex og sjö árum fyrr. Þrisvar sinnum hefur slíkt frumvarp því legið fyrir þinginu án þess að hljóta þar brautargengi. Vonandi fer ekki eins um frumvarp innanríkisráðherra. Íslendingar undirrituðu Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fyrir liðlega fimm árum. Samningurinn hefur enn ekki verið fullgiltur en fullgilding ber með sér að laga þarf íslensk lög að ákvæðum samningsins. Kosningalögin eru eitt dæmi um lög sem verður að breyta þegar samningurinn verður lögfestur sem verður vonandi brátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Rétturinn til að kjósa telst til grundvallarréttinda borgara í lýðræðisríki. Miklu skiptir því að staðið sé að kosningum þannig að hver einasti borgari með kosningarétt geti nýtt kosningarétt sinn með fullri reisn. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem undirritaður er af Íslandi, en ekki lögfestur þó, kveður meðal annars á um stjórnmálaleg réttindi fatlaðs fólks og tækifæri til að njóta þeirra til jafns við aðra. Í því felst að fötluðum sé gert kleift að taka virkan og fullan þátt í stjórnmálum og opinberu lífi. Samningurinn kveður meðal annars á um „að fatlaðir geti látið vilja sinn óþvingað í ljós sem kjósendur og að heimilað sé í þessu skyni, þar sem nauðsyn krefur og að ósk fatlaðra, að þeir njóti aðstoðar einstaklinga að eigin vali við að greiða atkvæði". Bent hefur verið á að blindir og þeir sem ekki geta notað hendur sínar eigi þess ekki kost að njóta aðstoðar einstaklings að eigin vali, persónulegs aðstoðarmanns eða fjölskyldumeðlims, við að greiða atkvæði. Þessum hópi fólks býðst aðeins aðstoð starfsmanns kjörstjórnar. Fyrirkomulagið er í samræmi við íslensk lög um kosningar en stenst ekki samninginn um réttindi fatlaðs fólks. Innanríkisráðuneytið ber ábyrgð á framkvæmd kosninga og raunar heyra mannréttindamál einnig undir það ráðuneyti. Segja má að innanríkisráðuneytinu sé þarna nokkur vorkunn; lögin kveða skýrt á um að þeir sem ekki geti kosið sökum sjónleysis eða vegna þess að þeim sé hönd ónothæf eigi að geta fengið aðstoð kjörstjóra í einrúmi. Hins vegar var það meðal raka fyrir ógildingu Hæstaréttar á stjórnlagaþingskosningunum að ekki væri á færi stjórnvalda að víkja frá skýrum fyrirmælum laga um kosningar. Frávik frá lögum gæti þannig orðið til að ógilda kosningarnar. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra biður þá er málið varðar afsökunar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Það er virðingarvert af ráðherra. Hann segist einnig þegar í haust munu leggja fram frumvarp til breytingar á kosningalögum til samræmis við samninginn um réttindi fatlaðs fólks. Sigurður Kári Kristjánsson flutti raunar frumvarp til breytinga á kosningalögum í anda samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings árið 2010-2011. Það frumvarp var efnislega samhljóða frumvörpum sem lögð höfðu verið fram í tvígang sex og sjö árum fyrr. Þrisvar sinnum hefur slíkt frumvarp því legið fyrir þinginu án þess að hljóta þar brautargengi. Vonandi fer ekki eins um frumvarp innanríkisráðherra. Íslendingar undirrituðu Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fyrir liðlega fimm árum. Samningurinn hefur enn ekki verið fullgiltur en fullgilding ber með sér að laga þarf íslensk lög að ákvæðum samningsins. Kosningalögin eru eitt dæmi um lög sem verður að breyta þegar samningurinn verður lögfestur sem verður vonandi brátt.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun