Íhald og fullveldi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 28. júní 2012 09:00 Hófsamir íhalds- og hægriflokkar á Norðurlöndum eru undantekningarlítið hlynntir Evrópusambandsaðild og hafa barizt eindregið fyrir henni. Þar kemur ýmislegt til; hagsmunir viðskipta- og athafnalífs sem þessir flokkar hafa löngum haft í fyrirrúmi, tengsl Evrópusamstarfsins og annars vestræns öryggis- og varnarsamstarfs, sem þeir hafa ekki síður staðið vörð um, og sú skoðun að lítil ríki eins og þau norrænu séu sterkari og hafi meiri áhrif við samningaborðið þar sem ákvarðanir eru teknar heldur en á jaðrinum, utan við kjarna Evrópusamstarfsins. Sjálfstæðisflokkurinn er eina undantekningin í þessum hópi flokka. Hvers vegna hagsmunir Íslands eru svo ólíkir hagsmunum hinna norrænu ríkjanna að við eigum ekki erindi í Evrópusambandið, hafa forystumenn Sjálfstæðisflokksins aldrei útskýrt almennilega fyrir okkur. Þeir geta vissulega bent á sérstöðu Íslands í sjávarútvegsmálum, en ekkert liggur fyrir um að ekki verði hægt að koma til móts við hana í aðildarviðræðunum við ESB. Sjálfstæðisflokkurinn vill hætta þeim viðræðum áður en það kemur í ljós. Upp á síðkastið hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins í vaxandi mæli haft í frammi fullveldisrök gegn ESB-aðild, meðal annars þau að til að ná tökum á ríkisfjármálum í ESB neyðist aðildarríkin til að koma á nánara samstarfi, sem Ísland eigi ekki erindi í. Náið, yfirþjóðlegt samstarf þarf hins vegar ekki að vera slæmt. Meiningin er ekki að stofnanir Evrópusambandsins skipti sér af því hvernig skattfé í einstökum ríkjum er varið, heldur að settar verði reglur um að ekki megi reka ríkissjóði með gegndarlausum halla eða safna of miklum skuldum. Af hverju finnst íslenzkum íhaldsmönnum það slæmt? Finnst þeim hallarekstur og skuldasöfnun spennandi? Athyglisvert var að lesa viðtal við Lene Espersen, þingmann danska Íhaldsflokksins og fyrrverandi dómsmála- og utanríkisráðherra Dana, í Fréttablaðinu í gær. Hún segist vera íhaldskona og þess vegna með sterka, jákvæða þjóðerniskennd eins og margir Íslendingar. „Fyrir mér snýst fullveldi, það að taka ákvarðanir um eigin framtíð, einnig um það að sitja við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar," segir Espersen. Hún bendir á að ef ESB væri ekki til væru það stóru ríkin í Evrópu sem réðu ferðinni á kostnað þeirra litlu. „Danir eru fullvalda þjóð. Það er ekki hægt að skilgreina fullveldi með því að segja: Ef við erum ekki hluti af neinu þá erum við fullvalda," segir Espersen. Hún nefnir sem dæmi að væru menn þeirrar skoðunar, ætti Ísland að ganga úr NATO, því að þar séu líka ýmsar skuldbindingar. Það er áhugavert dæmi. Ísland hefur afhent bandalagsríkjum sínum það hlutverk að verja landsvæði sitt, sem er yfirleitt talinn lykilþáttur í að vernda fullveldi ríkis. Þetta fyrirkomulag hefur systurflokkur danska Íhaldsflokksins hér á landi varið dyggilega í meira en 60 ár. Espersen bendir á að með EES-samningnum þurfi Ísland að fylgja ákvörðunum sem ESB-ríkin, til dæmis smáríkið Malta, hafi tekið. „Það væri því mun betra að hafa alvöru fullveldi, með því að sitja við borð með þeim sem taka ákvarðanirnar," segir hún. „Ég mundi aldrei láta mér detta í hug að segja að það væri betra að vera fyrir utan og láta aðra taka ákvarðanirnar." Ætli Bjarni Ben. viti af þessu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun
Hófsamir íhalds- og hægriflokkar á Norðurlöndum eru undantekningarlítið hlynntir Evrópusambandsaðild og hafa barizt eindregið fyrir henni. Þar kemur ýmislegt til; hagsmunir viðskipta- og athafnalífs sem þessir flokkar hafa löngum haft í fyrirrúmi, tengsl Evrópusamstarfsins og annars vestræns öryggis- og varnarsamstarfs, sem þeir hafa ekki síður staðið vörð um, og sú skoðun að lítil ríki eins og þau norrænu séu sterkari og hafi meiri áhrif við samningaborðið þar sem ákvarðanir eru teknar heldur en á jaðrinum, utan við kjarna Evrópusamstarfsins. Sjálfstæðisflokkurinn er eina undantekningin í þessum hópi flokka. Hvers vegna hagsmunir Íslands eru svo ólíkir hagsmunum hinna norrænu ríkjanna að við eigum ekki erindi í Evrópusambandið, hafa forystumenn Sjálfstæðisflokksins aldrei útskýrt almennilega fyrir okkur. Þeir geta vissulega bent á sérstöðu Íslands í sjávarútvegsmálum, en ekkert liggur fyrir um að ekki verði hægt að koma til móts við hana í aðildarviðræðunum við ESB. Sjálfstæðisflokkurinn vill hætta þeim viðræðum áður en það kemur í ljós. Upp á síðkastið hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins í vaxandi mæli haft í frammi fullveldisrök gegn ESB-aðild, meðal annars þau að til að ná tökum á ríkisfjármálum í ESB neyðist aðildarríkin til að koma á nánara samstarfi, sem Ísland eigi ekki erindi í. Náið, yfirþjóðlegt samstarf þarf hins vegar ekki að vera slæmt. Meiningin er ekki að stofnanir Evrópusambandsins skipti sér af því hvernig skattfé í einstökum ríkjum er varið, heldur að settar verði reglur um að ekki megi reka ríkissjóði með gegndarlausum halla eða safna of miklum skuldum. Af hverju finnst íslenzkum íhaldsmönnum það slæmt? Finnst þeim hallarekstur og skuldasöfnun spennandi? Athyglisvert var að lesa viðtal við Lene Espersen, þingmann danska Íhaldsflokksins og fyrrverandi dómsmála- og utanríkisráðherra Dana, í Fréttablaðinu í gær. Hún segist vera íhaldskona og þess vegna með sterka, jákvæða þjóðerniskennd eins og margir Íslendingar. „Fyrir mér snýst fullveldi, það að taka ákvarðanir um eigin framtíð, einnig um það að sitja við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar," segir Espersen. Hún bendir á að ef ESB væri ekki til væru það stóru ríkin í Evrópu sem réðu ferðinni á kostnað þeirra litlu. „Danir eru fullvalda þjóð. Það er ekki hægt að skilgreina fullveldi með því að segja: Ef við erum ekki hluti af neinu þá erum við fullvalda," segir Espersen. Hún nefnir sem dæmi að væru menn þeirrar skoðunar, ætti Ísland að ganga úr NATO, því að þar séu líka ýmsar skuldbindingar. Það er áhugavert dæmi. Ísland hefur afhent bandalagsríkjum sínum það hlutverk að verja landsvæði sitt, sem er yfirleitt talinn lykilþáttur í að vernda fullveldi ríkis. Þetta fyrirkomulag hefur systurflokkur danska Íhaldsflokksins hér á landi varið dyggilega í meira en 60 ár. Espersen bendir á að með EES-samningnum þurfi Ísland að fylgja ákvörðunum sem ESB-ríkin, til dæmis smáríkið Malta, hafi tekið. „Það væri því mun betra að hafa alvöru fullveldi, með því að sitja við borð með þeim sem taka ákvarðanirnar," segir hún. „Ég mundi aldrei láta mér detta í hug að segja að það væri betra að vera fyrir utan og láta aðra taka ákvarðanirnar." Ætli Bjarni Ben. viti af þessu?
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun