Tónlist

Klaufalegir hestatextar

Íslenski hesturinn er aðalviðfangsefni textanna á þriðju plötu kántrísveitarinnar Klaufar, Óbyggðir, sem er nýkomin út. Einnig er skírskotað til mannlegs eðlis, ástarinnar og íslenskrar náttúru, hvort sem hún er líffræðilegs eða sjónræns eðlis.

Klaufar njóta aðstoðar fjölda mætra flytjenda á plötunni, svo sem Magnúsar Eiríkssonar, Selmu Björnsdóttur, Magnúsar Kjartanssonar og Brokkkórsins. Flest lögin og textarnir eru eftir Kristján Hreinsson Skerjafjarðarskáld, eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá.

Lögin Ást og áfengi og Lífið er ferlega flókið hafa bæði komist ofarlega á vinsældarlista og núna er dúettinn Aldrei segja aldrei, sem Guðmundur Annas Árnason syngur með Selmu Björns farinn að hljóma í útvarpinu.

Klaufar hafa áður sent frá sér plöturnar Hamingjan er björt og Síðasti mjói kaninn sem voru teknar upp að hluta í Nashville.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.