Mylsnan af borðum meistaranna Sif Sigmarsdóttir skrifar 21. júní 2012 06:00 Hvenær ætlarðu svo að skrifa alvöru bók?" voru algengustu viðbrögðin sem ég fékk þegar fyrsta unglingabókin mín birtist í hillum verslana fyrir nokkrum árum. Ég gerði mér grein fyrir að ég hafði valið mér ranga hillu. Ég hefði átt að velja þá sem kennd er við fegurð; skrifa James Joyce-íska hugflæðið sem kom eitt sinn til mín í draumi um einbúa á eyðibýli sem tekur ástfóstri við þúfu en deyr svo í snjóflóði. Halló tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna! Töluvert hefur verið rætt um lestur íslenskra barna í kjölfar greinar Brynhildar Þórarinsdóttur, rithöfundar og dósents við Háskólann á Akureyri, í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar. Greinin sem ætti best heima í hrollvekjuhillu bókaverslana er sláandi lesning: Íslensk börn lesa æ minna sér til skemmtunar; lesskilningur þeirra minnkar; þau lesa minna en börn gera að meðaltali í Evrópu. En þegar bóklestur barna á Íslandi fer hnignandi stendur grein barna- og unglingabókmennta hins vegar með miklum blóma víða erlendis. Svo mikil er gróskan til að mynda á hinu enska málsvæði að þar hefur orðið til ný bókmenntagrein. Í bókabúðum í Bretlandi og Bandaríkjunum spretta nú upp nýjar hillur merktar YA. Um er að ræða epískar „dystópíur" og drungaleg ævintýri fyrir „Young Adults". Það eru hins vegar ekki aðeins unglingarnir sem rífa bækurnar í sig heldur virðast foreldrarnir einnig undir álögum þeirra. Íslenskir lesendur hafa getað notið einstaka titils greinarinnar á hinu ástkæra ylhýra. Má þar nefna bókabálkinn Hungurleikana eftir Suzanne Collins sem hefur notið vinsælda í íslenskri þýðingu. Nýverið hlaut önnur bók Hungurleikanna lofsamlegan dóm í Fréttatímanum en í gagnrýninni víkur Páll Baldvin Baldvinsson einmitt orðum að umræddu unglingabókaæði: „Kjósi forráðamenn að halda bókum að ungum lesendum er tækifærið núna. Fárið er rétt að komast á skrið hér og því ekki að nýta sér það?" Auðvitað ætti að nýta það. Til þess að svo megi verða þarf þó að yfirstíga eina stærstu hindrun sem barna- og unglingabókmenntir standa frammi fyrir á Íslandi: Viðhorfið. Hér á landi þykja barnabækur ekki alvörubókmenntir. Íslensku bókmenntaverðlaunin eru ekki veitt í flokki barna- og unglingabókmennta. Barnabókahöfundar þurfa að láta sér nægja mylsnuna sem hrýtur af borðum meintra meistara þegar kemur að úthlutun listamannalauna. Hvernig er hægt að ætlast til að ungir lesendur taki bókmenntirnar sem þeim stendur til boða alvarlega ef hinir fullorðnu gera það ekki? Erum við búin að gleyma málshættinum það læra börnin sem fyrir þeim er haft? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Hvenær ætlarðu svo að skrifa alvöru bók?" voru algengustu viðbrögðin sem ég fékk þegar fyrsta unglingabókin mín birtist í hillum verslana fyrir nokkrum árum. Ég gerði mér grein fyrir að ég hafði valið mér ranga hillu. Ég hefði átt að velja þá sem kennd er við fegurð; skrifa James Joyce-íska hugflæðið sem kom eitt sinn til mín í draumi um einbúa á eyðibýli sem tekur ástfóstri við þúfu en deyr svo í snjóflóði. Halló tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna! Töluvert hefur verið rætt um lestur íslenskra barna í kjölfar greinar Brynhildar Þórarinsdóttur, rithöfundar og dósents við Háskólann á Akureyri, í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar. Greinin sem ætti best heima í hrollvekjuhillu bókaverslana er sláandi lesning: Íslensk börn lesa æ minna sér til skemmtunar; lesskilningur þeirra minnkar; þau lesa minna en börn gera að meðaltali í Evrópu. En þegar bóklestur barna á Íslandi fer hnignandi stendur grein barna- og unglingabókmennta hins vegar með miklum blóma víða erlendis. Svo mikil er gróskan til að mynda á hinu enska málsvæði að þar hefur orðið til ný bókmenntagrein. Í bókabúðum í Bretlandi og Bandaríkjunum spretta nú upp nýjar hillur merktar YA. Um er að ræða epískar „dystópíur" og drungaleg ævintýri fyrir „Young Adults". Það eru hins vegar ekki aðeins unglingarnir sem rífa bækurnar í sig heldur virðast foreldrarnir einnig undir álögum þeirra. Íslenskir lesendur hafa getað notið einstaka titils greinarinnar á hinu ástkæra ylhýra. Má þar nefna bókabálkinn Hungurleikana eftir Suzanne Collins sem hefur notið vinsælda í íslenskri þýðingu. Nýverið hlaut önnur bók Hungurleikanna lofsamlegan dóm í Fréttatímanum en í gagnrýninni víkur Páll Baldvin Baldvinsson einmitt orðum að umræddu unglingabókaæði: „Kjósi forráðamenn að halda bókum að ungum lesendum er tækifærið núna. Fárið er rétt að komast á skrið hér og því ekki að nýta sér það?" Auðvitað ætti að nýta það. Til þess að svo megi verða þarf þó að yfirstíga eina stærstu hindrun sem barna- og unglingabókmenntir standa frammi fyrir á Íslandi: Viðhorfið. Hér á landi þykja barnabækur ekki alvörubókmenntir. Íslensku bókmenntaverðlaunin eru ekki veitt í flokki barna- og unglingabókmennta. Barnabókahöfundar þurfa að láta sér nægja mylsnuna sem hrýtur af borðum meintra meistara þegar kemur að úthlutun listamannalauna. Hvernig er hægt að ætlast til að ungir lesendur taki bókmenntirnar sem þeim stendur til boða alvarlega ef hinir fullorðnu gera það ekki? Erum við búin að gleyma málshættinum það læra börnin sem fyrir þeim er haft?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun