Lífið

Gisele Bündchen tekjuhæst í átta ár

Lang hæst Gisele Bundchen, önnur til vinstri, aflar mun meiri tekna en keppinautur hennar Kate Moss.
NORDICPHOTOS/GETTY
Lang hæst Gisele Bundchen, önnur til vinstri, aflar mun meiri tekna en keppinautur hennar Kate Moss. NORDICPHOTOS/GETTY
Hin brasilíska Gisele Bündchen er tekjuhæsta ofurfyrirsæta heims áttunda árið í röð samkvæmt Forbes tímaritinu en hún hefur þénað mest allra fyrirsæta frá árinu 2004. Á tímabilinu frá maí 2011 til maí 2012 fékk hún greiddar 45 milljónir dala.

Í tímaritinu segir að ofurfyrirsætan og fyrrum Victoria Secret-engillinn sigri aðalkeppinauta sína, Kate Moss og Nataliu Vodianovu, með meira en 35 milljónir dollara í árstekjur. Þar segir að tískugoðið Kate Moss hafi fengið 9,2 milljónir dollara fyrir að vera andlit herferða tískumerkjanna Longchamp, Mango og Rimmel á meðan Natalia þénaði 8,6 milljón dollara fyrir auglýsingar sínar fyrir Guerlain og Calvin Klein.

Í júní á síðasta ári áætlaði ritið að heildartekjur hennar síðustu tíu árin næmu yfir 250 milljónum dollara. Forvitnilegt er að sex af tíu hæstlaunuðu fyrirsætum heims hafa sýnt undirföt fyrir Victoria Secret. Þar á meðal eru Lara Stone, Miranda Kerr and Candice Swanepoe.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.