Tölum tæpitungulaust við Kína 15. júní 2012 06:00 Kína vill fá áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu, samstarfsvettvangi ríkjanna átta við heimskautið. Þetta er liður í langtímaáætlun Kínverja um að láta meira til sín taka á norðurslóðum og nýta möguleikana sem geta opnazt þegar loftslag hlýnar og ísinn hopar, meðal annars í samgöngum, viðskiptum og vinnslu olíu, gass og steinefna. Aðildarríki Norðurskautsráðsins eiga öll mikið undir viðskiptum við Kína og hafa almennt tekið málaleitaninni heldur vel. Það eru hins vegar kínversk stjórnvöld, sem sjálf hafa sett stórt strik í reikninginn með því að loka nánast alveg á diplómatísk samskipti við eitt aðildarríkjanna, Noreg. Ástæðan er sú að norska Nóbelsnefndin ákvað að veita kínverska andófsmanninum og mannréttindafrömuðinum Liu Xiaobo friðarverðlaun Nóbels árð 2010, þrátt fyrir hótanir Kínastjórnar. Þetta geta kínversk stjórnvöld ekki með nokkru móti þolað. Ferðir embættismanna og viðskiptasendinefnda til Noregs hafa verið afboðaðar, fjöldamörgum Norðmönnum neitað um vegabréfsáritun til Kína og kínverskum borgurum ekki leyft að ferðast til Noregs. Fréttablaðið sagði frá því í fyrradag að fella varð niður ljóðaþing Kínversk-íslenzka menningarsjóðins, sem átti að halda í Kirkenes í Noregi í sumar, af því að kínversku skáldin fengu ekki fararleyfi. Á sama tíma hefur Kínastjórn nuggað sér alveg sérlega vinsamlega utan í sum nágrannaríki Noregs, til að mynda Svíþjóð og Ísland sem Wen Jiabao forsætisráðherra heimsótti í vor. Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, hefur lýst yfir að við þessar aðstæður geti Kína ekki fengið áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu. Vilji Kínastjórn taka þátt í samstarfinu hljóti hún að verða að hafa virkt samtal við öll aðildarríki ráðsins. Støre bendir réttilega á að samskiptaleysið sé „ekki okkar val, heldur þeirra". Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fór í kringum málið eins og köttur í kringum heitan graut þegar Fréttablaðið spurði hann hvort Ísland tæki undir þessa afstöðu Norðmanna. Svarið, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, var á þá leið að Ísland styddi áheyrnaraðild Kína að Norðurskautsráðinu og reyndi jafnframt að beita sér fyrir bættum samskiptum Kína og Noregs. Hér er ástæða til að tala skýrar. Ísland á vissulega að hafa góð samskipti við Kína og rækta viðskiptasamband sitt við þetta volduga land. Við eigum hins vegar sízt af öllu að reyna að notfæra okkur að Kína frysti samskipti við eitt af okkar nánustu vinaríkjum en reyni að sleikja okkur upp í staðinn. Við eigum sömuleiðis að segja alveg tæpitungulaust að við fordæmum mannréttindabrotin í Kína, styðjum málstað andófsmanna á borð við Liu og andmælum því að kínversk stjórnvöld refsi þeim sem ekki vildu láta undan hótunum þeirra í aðdraganda þess að friðarverðlaunin voru veitt. Ef kínversk stjórnvöld hafa áhuga á formlegu samstarfi við vestræn lýðræðisríki sem virða mannréttindi verða þau líka að skilja og virða hvernig lýðræði og mannréttindi virka. Annars á Kína ekkert erindi í þetta samstarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Kína vill fá áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu, samstarfsvettvangi ríkjanna átta við heimskautið. Þetta er liður í langtímaáætlun Kínverja um að láta meira til sín taka á norðurslóðum og nýta möguleikana sem geta opnazt þegar loftslag hlýnar og ísinn hopar, meðal annars í samgöngum, viðskiptum og vinnslu olíu, gass og steinefna. Aðildarríki Norðurskautsráðsins eiga öll mikið undir viðskiptum við Kína og hafa almennt tekið málaleitaninni heldur vel. Það eru hins vegar kínversk stjórnvöld, sem sjálf hafa sett stórt strik í reikninginn með því að loka nánast alveg á diplómatísk samskipti við eitt aðildarríkjanna, Noreg. Ástæðan er sú að norska Nóbelsnefndin ákvað að veita kínverska andófsmanninum og mannréttindafrömuðinum Liu Xiaobo friðarverðlaun Nóbels árð 2010, þrátt fyrir hótanir Kínastjórnar. Þetta geta kínversk stjórnvöld ekki með nokkru móti þolað. Ferðir embættismanna og viðskiptasendinefnda til Noregs hafa verið afboðaðar, fjöldamörgum Norðmönnum neitað um vegabréfsáritun til Kína og kínverskum borgurum ekki leyft að ferðast til Noregs. Fréttablaðið sagði frá því í fyrradag að fella varð niður ljóðaþing Kínversk-íslenzka menningarsjóðins, sem átti að halda í Kirkenes í Noregi í sumar, af því að kínversku skáldin fengu ekki fararleyfi. Á sama tíma hefur Kínastjórn nuggað sér alveg sérlega vinsamlega utan í sum nágrannaríki Noregs, til að mynda Svíþjóð og Ísland sem Wen Jiabao forsætisráðherra heimsótti í vor. Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, hefur lýst yfir að við þessar aðstæður geti Kína ekki fengið áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu. Vilji Kínastjórn taka þátt í samstarfinu hljóti hún að verða að hafa virkt samtal við öll aðildarríki ráðsins. Støre bendir réttilega á að samskiptaleysið sé „ekki okkar val, heldur þeirra". Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fór í kringum málið eins og köttur í kringum heitan graut þegar Fréttablaðið spurði hann hvort Ísland tæki undir þessa afstöðu Norðmanna. Svarið, sem birtist í Fréttablaðinu í gær, var á þá leið að Ísland styddi áheyrnaraðild Kína að Norðurskautsráðinu og reyndi jafnframt að beita sér fyrir bættum samskiptum Kína og Noregs. Hér er ástæða til að tala skýrar. Ísland á vissulega að hafa góð samskipti við Kína og rækta viðskiptasamband sitt við þetta volduga land. Við eigum hins vegar sízt af öllu að reyna að notfæra okkur að Kína frysti samskipti við eitt af okkar nánustu vinaríkjum en reyni að sleikja okkur upp í staðinn. Við eigum sömuleiðis að segja alveg tæpitungulaust að við fordæmum mannréttindabrotin í Kína, styðjum málstað andófsmanna á borð við Liu og andmælum því að kínversk stjórnvöld refsi þeim sem ekki vildu láta undan hótunum þeirra í aðdraganda þess að friðarverðlaunin voru veitt. Ef kínversk stjórnvöld hafa áhuga á formlegu samstarfi við vestræn lýðræðisríki sem virða mannréttindi verða þau líka að skilja og virða hvernig lýðræði og mannréttindi virka. Annars á Kína ekkert erindi í þetta samstarf.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun