Tíska og hönnun

Ný bók á leiðinni

Framhald hinnar vinsælu The Devil Wears Prada er í bígerð. Persóna Miröndu Priestly er byggð á Önnu Wintour.nordicphotos/getty
Framhald hinnar vinsælu The Devil Wears Prada er í bígerð. Persóna Miröndu Priestly er byggð á Önnu Wintour.nordicphotos/getty
Skáldsagan The Devil Wears Prada sló í gegn árið 2003 og nú geta aðdáendur bókarinnar glaðst því von er á framhaldi hennar innan skamms.

Seinni sagan ber heitið Revenge Wears Prada og gerist átta árum eftir að aðalpersónan Andrea segir skilið við yfirmann sinn, Miröndu Priestly, á illu nótunum. Lauren Weisberger, rithöfundur bókanna, vann um tíma sem blaðamaður hjá bandaríska Vogue og byggði persónuna Priestly á fyrrum yfirmanni sínum, Önnu Wintour. Þegar Wintour var á sínum tíma spurð út í bókina svaraði hún einfaldlega:

„Ég hef alla tíð haft gaman af góðum skáldskap. Ég hef þó ekki gert upp við mig hvort ég muni lesa þessa bók eður ei.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×